Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 13
HLUTFALLIÐ MILLI LÍFS OG DAUÐA
83
ég byrjaði að mála mynd, gæti ég ekki hugs-
að mér að mála ofan á mynd einhvers
annars. Það verður að vera eitthvert tómt
rúm á léreftinu. Og hin fullkomna list er eins
og rangeyg stúlka, sem við elskum. Hún er
jafnvel enn fegurri vegna sinna ljótu augna.
Astin breytir Ijótleikanum í fegurð. Þannig
er þetta með listina, hún afvopnar okkur,
öll gagnrýni fellur um sjálfa sig.
Eg spurði Gunnlaug úti á þekju, hvort
hann hefði ekki orðið fvrir margvíslegum
áhrifum?
— Ahrifum, ójú, ég get sagt þér dálitla
sögu af því. Þegar ég var i sjúkrahúsi fvrir
fimmtán árum, fór ég að tala við Kristin
Arinbjarnar lækni um mataræði og minnt-
ist á kenningar náttúrulækningamanna. Svo
kom að því, að ég spurði, hvort hann
teldi hollara að borða mat úr dýraríkinu eða
jurtaríkinu. Hann svaraði: — Maðurinn er
alæta. Hann étur jafnt dýr sem plöntur.
Sama má segja um mig, þegar talað er um
áhrif á myndirnar mínar. Eg er alæta. Ég
ét allt, sem ég finn, að ég get nærzt á. En
auðvitað með misjafnlega góðri lyst.
Eg minnti hann á innblásturinn.
— Já, innblásturinn, ég þekki hann lítið.
Ég mála af þekkingu, en ekki tilfinningu eða
innblæstri. Ég gæti hugsað mér, að þetta sé
eins og þegar vísindamaður vinnur á verk-
stæði sínu. Hann byggir á því, sem aðrir
hafa gert á undan honum, en stoðirnar und-
ir kenningum hans eru reynsla hans sjálfs.
— En hvað þá um tilfinninguna? spurði
ég.
— Jú, ætli hún hafi ekki síðasta orðið,
eg gæti trúað því, svaraði Gunnlaugur. Þeg-
ar ég legg plönin að myndunum, sem er
mikið verk og erfitt, þá ræður tilfinningin,
en það þarf auðvitað vitsmuni og þekkingu
tú að hún njóti sín.
— Ætli það sé ekki ástríða að mála?
spurði ég.
— Nei, heldurðu það? svaraði hann.
— Alér dettur það í hug.
Svo spurði ég, hvenær hann hefði byrjað
að mála.
— Ég hef málað frá því ég var drengur.
Og ég hef alltaf haft gaman af myndum.
Ég skoðaði allar myndir, scm ég fann í
bókum, og varð stundum hræddur við þær
og þorði ekki að fletta upp á þeim. Eitt sinn
fann ég tvær spýtur í rusli og ímvndaði mér,
að þær væru súlur. Svo langaðs mig að
skreyta þær og risti með nagla. Ég átti blá-
an blýant og málaði í skorurnar til að gera
þær skýrari, en það var enginn rauður blý-
antur til á heimilinu, svo ég stakk mig í
fingur og notaði blóðið til skrauts. Já,
kannski þetta sé ástríða, ég veit það ekki. En
daginn eftir var rauði liturinn orðinn svart-
ur og það þótti mér ákaflega l'eiðinlegt.
Þannig er þetta stundum, að rauði liturinn
breytist með tímanum og verður svartur.
Ég minntist aftur á goðsagnirnar.
— Þetta er engin hetjudýrkun, sagði hann,
ef þú heldur það. Ég vel þessar fyrirmyndir
úr lífi og starfi sjómanna einungis vegna
þess að mér finnst gaman að vinna með
þær. Sjórinn kemur hreyfingu i myndirnar,
það verður þarna eitthvert samspil sævar-
ins, bátsins og mannsins. Einhver hrynjandi,
já eitthvert drama. Sumir halda, að ég geri
mennina svona stóra til að vega upp á móti
smæð þeirra. En þetta er myndrænt atriði,
eins og ég sagði áðan. Ég teikna á ákveðinn
flöt og fylli hann út, eins og mér þykir fall-
egt. Þegar maðurinn er stór, verður mynd-
in mónúmental. í baráttunni við náttúru-
öflin er maðurinn alltaf stór.
Nú fórum við að tala um ýmislegt annað
og ég sagði Gunnlaugi, að ég hefði hcyrt
hann væri bæði sjóveikur og sjóhræddur.
— Hvort tveggja er að mestu leyti rangt,
sagði hann. Ég hef lítið stundað sjó, en þá
sjaldan ég hef skroppið út fyrir pollinn hef
ég aldrei orðið sjóhræddur og aðeins sjó-
veikur í byrjun ferðar. En fólk vill liafa
þetta svona. Það má ekki taka skáldskapinn
frá fólkinu. Ég hef engan áhuga á, að menn
leggi sama skilning í myndirnar mínar og ég
geri sjálfur. Menn mega misskilja mig. Eg
vona bara, að þeir misskilji mig rétt.
Þegar hér var komið, gekk ungur maður