Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 16

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 16
86 HELGAFELL Hann sagði, að Margrét og Þórbergur hefðu verið hjá sér kvöldið áður: — Það lá ekkert sérlega vel á þeim, sagði hann. Við töluðum um liússland. Eg fór að gagnrýna rússneska myndlist, en Margrét vildi ekki hlusta á svoleiðis íhaldsáróður: — Það eru svo hel- víti fallegir skór í Moskvu, sagði hún. Og svo var farið að tala um framfarirnar í Sovét. — Við erum að tala um afstraktlist, ])ú ættir að taka við, sagði Gunnlaugur. Valtýr sagði: — Fólk segist þurfa að skilja allt. Það segist ekki geta horft á afstraktlist, af því það skilji hana ekki. En er ekki afstraktlist í öllum góðum myndum? Rússarnir sögðust vera á móti afstraktlist, þeir skildu hana ekki. Ég spurði einn þeirra, háttsettan mann í flokknum, hvort liann skildi spútnik? Ne-i, hann gerði það nú ekki. Hversu margir menn í Rússlandi skildu spútnik? — Ja, sex eða sjö. — Nú, þá hljótið ]>ið að vera á móti spútnikkum, sagði ég. Þá áttaði hann sig: — Ja, það er allt annað, sagði hann. Þá sagði ég: — Finnst yður fuglasöngur fall- egur? — Já, sagði hann og ljómaði eins og lítill drengur, sem er nýbúinn að fá cnda hjá Jafet bakara. — En skiljið þér hann? spurði ég. Þá var eins og ský drægi fyrir sólu og hann hristi höfuðið. Hver skilur fuglasöng á vorin? II. Ég hitti Gunnlaug Scheving aftur í Lista- mannaskálanum tveimur eða þremur dögum síðar. Það var kominn gamall maður í heimsókn: — Faðir minn, sagði hann. Svo bauð hann mér kaffi á Hressingarskálanum og þangað örkuðum við. Á leiðinni sagði liann mér, að hann hefði viljað lýsa um- hverfinu, þegar hann byrjaði að mála, fólk- inu í kringum sig: — Ég hafði lítinn áhuga á að líkja ein- vörðungu eftir náttúrunni. Mér fannst ég hlyti þá að týna sjálfum mér. Mér þykir maðurinn skemmtileg fyrirmynd. Ekki sízt sjómaðurinn. Það er gaman að koina út á sjó og sjá vélina, sjóinn og manninn vinna saman. Þessi andstæðukenndi samhljómur á vel við mig. Ég hef lítið gaman af mynd, þar sem manninn vantar. Og svo er það vélin. Hún er eins og hjarta, heldur áfram að hamra í reglubundnum takti, á hverju sem veltur. Það er gaman að hlusta á þetta bank. Það er eins og stef I sinfóníunni miklu. Og svo kemur þytur ^indsins og stundum óveðursýlfur og nístir merg og bein. Þetta er vafalaust slæm sinfónía, en mér þykir vænt um hana. Það er skemmti- leg mótsögn í þessu, finnst þér ekki? Alað- urinn er eins og eggjárn eða plógur, sem ristir i gegnum náttúruna. Þetta er liress- andi. Þetta er líf. Og gainan að vinna með það. Eftir stundarþögn spurði ég til að segja eitthvað: — Þykir þér alltaf gaman að mála? Gunnlaugur svaraði: — Nei, ekki fyrst þegar ég byrja á mynd, ekki fyrr en ég er farinn að sjá einhvern ár- angur. Ég sagði: — Þú átt við, þegar myndin er farin að tala? Gunnlaugur svaraði: — Ég á við þegar myndin fer að tifa. Jóhannes hét úrsmiður á Seyðisfirði, þegar ég var strákur. Hann átti einu sinni að gera við klukkuna hans pabba. Svo var farið með hana til Jóhannesar og ég látinn bursta hana þar á verkstæðinu til að spara hcimil- inu aura. Mér fannst þetta leiðinlegt starf. því það var gott veður úti. Jóhannes tal- aði um, að hann vildi gera úr mér úrsmið, því hann hélt ég væri handlaginn. Þá segi ég við hann: — Þykir þér úrsmíði skemmti- legt starf? Hann svaraði: — Nei, ekki alltaf. En það er svo gaman, þegar þær fara að tifa. Svona er það með mig og málverkin. Mér finnst leiðinlegt að vinna þau fyrst framan af, en það er gaman, þegar þau fara að tifa. Ég minnti liann á, að sumar klukkur tifa aldrei. Þá svaraði hann ákveðinn:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.