Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 17

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 17
HLUTFALLIÐ MILLI LÍFS OG DAUÐA 87 Gunvlaúgur Scheving — Ég held flestar klukkur Jóhannesar vinar míns hafi gert það. Ég sagði: — Þetta er þolgæði, segir þú. Gunnlaugur svaraði: — Já, þolgæðið ræður úrslitum. Margir hafa gáfur, en skortir úthald og bregðast þegar á reynir. Gefast hreinlega upp. Ég sagði: — Þolgæðið er gott. Það er að minnsta kosti nauðsynlegt, þegar maður þarf að hitta Ragnar í Smára. Bezt við reynum að ná í hann eitthvert kvöldið. En segðu mér, hef- urðu gaman af ljóðum? — Sumum Ijóðum, já. En ég hef mest gaman af stökum og kvæðabrotum eftir Jón Arason. Það er skáldskapur eftir mínu höfði. Svo greiddi hann þjónustunni og við fengum okkur bíl heim til hans vestur á Nótt á sjó Nesveg 78. Við töluðum um l)íla á leiðinni: — Þeir eru þægilegir, sagði ég, en ætli þeir drepi mann ekki á endanum? — Jú, svaraði Gunnlaugur, ég hugsa þeir geti verið bráðhættulegir. Þú skalt gæta þín að hafa alltaf opna einhverja rúðuna, þeg- ar þú ert í bíl. Mér er sagt, að flestar drauga- sögur nú á dögum gerist í bílum eða í sam- bandi við þá. Það er loftleysið og gas- loftið, sem streymir frá vélinni. Eólk fær martröð og fer að sjá ýmislegt óhreint. Grímur gamli Thomsen sagði um Stokkseyr- ardrauginn, hef ég heyrt, að hann væri ekki annað en loftleysið í sjóbúðunum. Ég skrúfaði rúðuna niður, en Gunnlaug- ur hélt áfram: — Ég byggði mér hús í Hafnarfirði og kynti það ekki nóg, meðan það var í bygg- ingu. Það var því lengi að þorna og slæmt

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.