Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 18

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 18
88 HELGAFELL loft í því. Mér gekk ákaflega illa að sofna á næturnar og þá sjaldan ég sofnaði fékk ég martröð og gat mig ekki lireyft. Þá fór ég auðvitað að heyra utan að mér, að ég gæti ckki sofið fyrir draugagangi í húsinu. Þarna sérðu, loftleysið aftur(!) Nú spurði ég, hvort hann tryði ekki á á neitt óhreint? — Nei, svaraði hann ákveðinn. En það mál læt ég liggja milli hluta. Sérfræðingar í draugum geta leyst það. Ekkert verður manninum staðreynd nema rökrétt hugsun liggi að baki ályktunum hans. Það er ekki hægt að trúa einhverju bara af því það er ljúft. Ég heyri, að mönnum finnst það skemmtileg tilhugsun að lifa áfram á æðri og betri stað en jörðin er. Mér er sama, þó menn huggi sig við það. Kannski er það nauðsynlegt. Fólki finnst óþægileg til- hugsun að þurrkast út við dauðann. Það þráir eitthvað annað og betra. En þrá er ekki staðreynd. Ég veit að vísu, að þrá getur orðið staðreynd: ef maður þráir að verða ríkur, þá er margt, sem mælir með því, að það takist. Það er engin sérstök kúnst að verða ríkur. En fyrir þann, sem þráir að komast til sólarinnar og lifa þar áfram við góða heilsu, er þrautin þyngri. Ég hef aldrei hugsað um þetta, svo það var gott þú skyldir ymta á því. Ég hef gaman af að velta fyrir mér margvíslegum efn- um. Eg hef til dæmis gaman af að lesa um geimferðir. Við lifum á merkilegum tímum. Frægur vísindamaður hefur líkt geimferða- áætlunum mannsins við það, þegar fyrstu lífverurnar gengu á land úr sjónum. Þá varð gerbylting í sögu lífsins á jörðinni. Um dauðann hef ég aftur á móti lítið hugsað. í lok síðari heimsstyrjaldar fékk ég blóðeitr- un og var talinn af. Þá komst ég í svo náin kynni við dauðann, að ég fann bókstaflega fyrir lionum. Hann er svo hræðilegur, að það er ómögulegt að lýsa því. Þessi ó- hugnanlega tilfinning, að maður sé að leys- ast upp og agnirnar hverfi eins og atóm í allar áttir. Ég lield dauðinn sé gereyðing. Þess vegna vil ég ekki tala um hann og mislíkar, þegar fólk reynir að forvitnast um hann. Ég skil vel hermenn, sem hafa verið í eldinum, en þola svo ekki að heyra hleypt af byssu. í óráðinu sá ég sýn: mér fannst ég sitja við leirhver í óskaplegum hita og stinga spýtu ofan í leirinn. Það kraumaði í hvernum og ég vissi, að ég mundi deyja, ef spýtan hyrfi ofan í leirinn. Alltaf skvettist leirinn hærra og hærra upp á spýtuna, en hún fór aldrei í kaf og þá fann ég, að ég mundi lifa. Ekki jókst trú mín á líf eftir dauðann við þetta helstríð. Enn er eitt, hélt Gunnlaugur Scheving áfram, sem ég hef lít- ið hugsað um, en þú ert alltaf að spyrja mig um: ástin. Mér finnst hún of sjálfsögð til að hægt sé að hugsa um hana. Það er ekk- ert hægt að gera úr henni. Hún er eins og þessi 37 stig í líkamanum. Á námsárum mín- um í Höfn kynntist ég konunni minni. Við bjuggum hér saman nokkur ár, en svo fór hún til Danmerkur, skömmu áður en Þjóð- verjar gerðu innrás í landið, og komst ekki heim aftur. Eftir stríðið sagðist hún hafa kynnzt manni, sem hún vildi giftast, og bað um skilnað þegar í stað. Maður liennar var á listakademíunni, þegar ég var þar. Ég man vel eftir honum. Þetta hafði lítil áhrif á mig. Ég er kaldlyndur, ef með þarf. Eg vil halda allri blíðu frá mér. En þar með er ekki sagt, að ég sé hrifinn af ruddaskap. Nei, ástin hefur engin áhrif haft á mig. Þar kemur Spánverjinn upp í mér. Spanskur stúdent, sem hér var, sagði um landa sína, að þeir væru sambland af múnki og lier- manni. Kannski er þetta vegna þesss að ég hef alltaf verið hálfsmeykur við það, sem er þægilegt. Ég hef verið lítið gefinn fyrir að njóta lífsins, sem kallað er. Munaðar- girni hefur alltaf verið andstæð eðli mínu. Ég er alinn upp við heldur þröngan kost og það hefur haft þau áhrif á mig, að mér finnst dyggð að gera litlar kröfur til lífsins. Mig liefur aldrei langað til að eiga peninga fram yfir það, sem ég hef þurft til að lifa. Ég spurði Gunnlaug, hvort honum fyndist konan þægindi. Hvort hún væri ekki nauð- synleg?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.