Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 19
HLUTFALLIÐ MILLI LÍFS OG DAUÐA
89
Hann svaraði:
— Auðvitað er konan nauðsynleg til að
viðhalda lífinu og séð frá þeim sjónarhóli
er ástin nauðsynleg líka. En ekki er hægt að
neita því, að það er eitthvað skemmtilegt
við konuna, einhver þægileg tilfinning að
vita af henni á næstu grösum. Sumir hafa
gaman af að segja af sér kvennafarssög-
ur. Ég hef meira gaman af að hlusta á menn
tala um heilsufar sitt. Þetta stafar senni-
lega af því, að það er eitthvað óskaplega
]>rósaískt og óskáldlegt í öllu upplagi mínu.
Mér finnst það nauðsynlegt til að vera lista-
maður. Fyrir mörgum árum fór ég í húð í
Kaupmannahöfn. Mér var vísað upp á loft
og þar kom ég í langan gang. Þegar ég
gekk eftir ganginum, sá ég mann koma á
móti mér og hugsaði: — Mikið helvíti er
hann súr þessi. En þegar nær kom, sá ég að
fyrir framan mig var spegill og maðurinn,
sem kom á móti mér í gauginum, var eng-
inn annar en ég. En þú varst að tala um
ástina. Þegar hana ber á góma, dettur mér
í hug karl fvrir austan. Honum leið illa
og það, sem að honum gckk, var það að
hann var heilbrigður. Hann hafði fengið þá
flugu í höfuðið, að það hlyti að vera cftir-
sóknarverðast af öllu að vera veikur. Hann
skrapp því til Seyðisfjarðar og keypti sér
hitamæli og upp frá því mældi hann sig oft
á dag í þeirri von, að nú yrði hann eitthvað
veikur. Eitt sinn fór hann í sólbað uppi í
fjalli og sofnaði í sólinni. Þegar hann vakn-
aði, var hann lerkaður og leið illa. Hann
hafði heyrt, að menn gætu fengið sólsting,
ef þeir sofnuðu í sól og varð harla glaður,
því nú hélt hann að sú stóra stund væri
loks upp runnin. Hann tók mælinn — og
sjá: mælirinn sýndi 52 stig! Þá sagði karl-
inn: — 52 stig eftir fjörutíu ár, það er bara
töluverður handleggur! Hljóp svo eins og
fætur toguðu niður af fjallinu og lagðist í
rúmið. En einhvern veginn fannst honum
nauðsynlegt að mæla sig aftur og ])á gerð-
ist það versta, sem fyrir gat komið: mælir-
inn sýndi ekki nema 37 stig. Þetta urðu hon-
um mikil vonbrigði, en þó huggaði hann sig
með því, að hann gæti farið aftur í sól-
bað á fjallinu. Hitt vissi hann ekki, að mæl-
irinn hafði dottið úr rassinum á honum,
meðan hann var að mæla sig á fjallinu, og
legið í steikjandi sólinni. Þeir sem tala mik-
ið um ástina, minna mig á karlinn. Ástin
er ekki nema þessi venjulegu 37 stig og mér
finnst bæði barnalegt og tilgangslaust að
streitast við það alla ævi að koma henni upp
í 52 stig, sem ekki eru til. En viltu ekki
kaffi? Það er bezt ég helli upp á könnuna.
Svo gekk hann fram í eldhús, en ég
skrapp inn í vinnustofurnar lians. Við vest-
urvegginn stóð stórt, hálfgert málverk af
sjómönnum á fiskiríi. Ég horfði lengi á þessa
sterku liti og þóttist þess fullviss, að þetta
væri ekki nema grunnmálningin. Á þessum
stað fann ég betur en áður, að Gunnlaugur
hefur helgað listinni allt sitt líf og alla sína
krafta. Ég kallaði fram í eldhúsið til hans:
— Þú lifir ekki fyrir annað en listina,
Gunnlaugur. — Já, hina sönnu list, svaraði
hann og ég heyrði, að hann hló. — Hina
sönnu list og hina sannarlegu tólg, bætti
hann svo við. Hefurðu heyrt söguna af því?
nei. Jæja, bezt ég segi þér hana, meðan ég
er að hita kaffið. En þú verður að bera
hana undir Kjarval, ef þú skrifar hana:
Kunningi minn einn sagði mér, að hann
hefði verið á málverkasýningu. Auk hans
voru þar tveir gestir, kona ein hér í bæ og
svo Kjarval. Þau skoða nú myndirnar um
stund. Þá gengur konan til Kjarvals og
spyr, hvernig lionum líki sýningin. Hann
segir: — Mér líkar hún ágætlega. IJetta er
mjög falleg sýning. Konan segist ekki trúa
honum: — Þú meinar þetta ekki, segir hún.
Jú, hann fullvrðir, að svo sé. Þá segir kon-
an: — En ef þú berð þetta nú saman við
þínar myndir? Kjarval segir, að þetta komi
sínum myndum ekkert við: — Þetta hér er
hin sanna list, segir hann. — Að þetta sé
hin sanna list, kemur mér sannarlega á ó-
vart, segir þá konan, en Kjarval svarar og
segir: —- Já, það er ekki hægt að neita því,
að þetta er hin sanna list, ef hún er til. Það
er að sínu leyti eins og með tólgina, hina