Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 20

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 20
90 HELGAFELL sannarlegu tólg. Konan segist. nú hvorki skilja upj) né niður. — Jú, sjáið þér til, frú mín góð, það eru bara svo fáir, sem vita um þetta. Eg skal skýra þetta nánar fyrir yður: Einu sinni var maður að fara milli bæja austur á landi í liríðarmuggu. Þá sér hann allt í einu einhverja hrúgu. Og ég, senr hélt ég þekkti þessa bæjarleið eins og fing- urna á mér(!) hugsar hann, gengur að hrúgunni og sér þá, að þetta er tötralegur karl, sem sit- ur á þúfu. Hann hafði lítinn ströngul uppi í sér og tuggði. — Ég hélt þú værir dauður, segir aðkomumaður. — Onei, svaraði karl- inn, það cr alltaf eitthvað, sem heldur líf- inu í mér. Það hefur hver sitt. — Nú, er það eitthvað sérstakt, sem heldur lífinu í þér? — Ojá, segir karlinn. — Og hvað er það? — Hin sannarlcga tólg, svarar karlinn. Svo tekur hann ströngulinn út úr sér og réttir aðkomumanni, en þá kom í ljós, að þetta var alls ekki tólg, heldur beingaddaður og glerharður hundaskítur. III. Daginn eftir hitti ég Kjarval í Austur- stræti. Eg sagði honum frá samtali okkar Gunnlaugs og spurði, hvort við mættum ekki hafa söguna eftir honum. Ilaiin tók mig undir arminn og mér fannst það styrkur þarna í fjölmenninu og tilgerðinni. Við geng- um fram og aftur á gangstéttinni: — Þið verðið að fara varlega, þið sem skrifið, sagði hann. Þið me^ið ekki taka skáldskapinn frá fólkinu. Ég heyrði þessa sögu, þcgar ég var barn, eða kannski ég hafi lesið hana í þjóðsögum Sigfúsar? ég man það ekki. En farið þið varlega. Það má ekki afbaka svona hluti. Skáldskapur fólksins er mikill og hann verður að fá að njóta sín. Svo er líka annað, þeir geta hahlið, að ég sé á móti afstrakt- istum. En það er ekki rétt. Þeir eru nauð- synlegt aðhald fyrir okkur hina, sem erum að fótógrafera náttúruna. Það máttu hafa eftir mér. Svo stanzaði hann, hnippti í mig og bætti við: — En heyrðu, þú mátt ekki gleyma einu, ef þú birtir söguna: skíturinn var nefnilega þriggja ára gamall. Það má ekki skemma listina fyrir fólkinu. Svonalagað á að vera rétt. Það var gott veður, sól og blíða. Kjarval lék á als oddi: — Ég gat ekki sofið í nótt, sagði hann. Og í dag er svo gott veður, að ég get ekki hugsað mér að mála. Maður fær stundum samvizkubit af að græða svona á náttúr- unni. Mér finnst ég vera nýsloppinn úr skipsstrandi. Ég þóttist alltaf sjá, að það yrði eitthvað úr honum Gunnlaugi. Guð- mundur Kristjánsson úrsmiður á Seyðisfirði var spámaður og hann sagði við mig: — Þessi strákur verður góður málari. Þegar ég kom á sýningu Gunnlaugs um daginn, sagði ég við haun: — Nú yrði Guðmundur Kristjáns- son glaður. Svo talaði hann um flest milli himins og jarðar, en varð allt í einu íbygginn og sagði: — Sparaðu þig, gefðu ekkert út, því hér eru allir að verða hálfvitlausir af tómri in- telígensíu, og þú skalt vara |)ig því helm- ingurinn af því fólki sem við þurfum að um- gangast, er ídíótar og nítíuprósent af vit- leysunni gæti síazt inn í þig, ef þú værir ekki á verði. Við vorum búnir að fá fylgd. Sá var all- drukkinn og bað Kjarval um fimmtíu krón- ur Kjarval kynnti okkur: — Þetta er menntaður sveitamaður, scm heldur sig stundum við sjávarsíðuna, sagði hann og leitaði í veskinu sínu. Hann rétti „sveita- manninum“ nokkra seðla og kvaddi hann. Síðan stanzaði hann á horninu á Austur- stræti og Pósthússtræti og ætlaði vfir, en hætti við það, sneri sér við og sagði, um leið og hann kvaddi mig: — Ég þori ekki yfir götuna, sagði hann; það er kvenfólk hinumegin á gangstéttinni. Verið þér sælir. Og lyfti hattinum í kveðjuskyni.

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.