Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 21

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 21
HLUTFALLIÐ MILLI LÍFS OG DAUÐA 91 IV. Við vorum staddir heima hjá Gunnlaugi Scheving og töluðum um ástandið í heimin- um. Honum leizt illa á, hvernig pólitíkin hefði þróazt. Hann sagðist hafa verið hlynnt- ur verkafólkinu og ætíð stutt að bættum kjörum þess — — en mér finnst sósíalisminn á íslandi vera orðinn einn taumur á heimsveldislínu Hússa. Þessar stóru þjóðir eins og Bandaríkja- menn og Rússar vilja hvor um sig gleypa heiminn. Þegar Steinn Dofri var í Kanada í fyrra stríði, var honum sagt að fara í her- inn. — Jú, svaraði hann, það er í lagi, ég get farið í stríðið. En þá vil ég fá að drepa á báða bóga. Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta. Eg vil drepa á báða bóga, en liggja ekki hundflatur fyrir ofbeldinu. í síð- ara stríði var hér finnskur maður og ég tal- aði eitt sinn við hann um styrjöldina og spurði, liver væri afstaða Finna til Þjóðverja, sem þá voru með her sinn í landi þeirra og afstaða þeirra til Rússa sem þeir börðust við. Hann svaraði: — Við hötum Þjóðverja, en það eru erfðir að berjast við Rússa. Mér hefur alltaf verið þvert um geð að liugsa um trúarbrögð. Það er kannski þess vegna, sem ég læt kömmúnismann sigla sinn sjó. Það þarf ekki litla æfingu í blindingsleik nútíma- stjórnmála til að geta séð sól frelsisins birt- ast í manndrápum og blóði Ungverjanna og Tíbetanna eða í þjóðartukthúsunum umhverf- is járntjaldið. Þeir, sem hafa hlotið æfing- una í þessari miðaldamennsku, ættu að fá sér kassa. Eða hvernig hefur verið farið með listirnar í Sovét? Rússar hafa að vísu aldrei verið miklir myndlistarmenn, en upp úr bylt- mgunni kom gróska í rússneska myndlist og við hana voru bundnar vonii-. En þær brugð- ust eins og svo margt annað. Kommúnism- anum hefur tekizt að ganga af listinni dauðri. Sovézk myndlist er byggð á natúralisma, sem dagaði uppi á síðustu öld. Það er ekki hægt að blása lífi í dauðan ldut. Það er eins °g gráskeggjaður öldungur tæki upp á því að verða fimm ára í þykjustunni. Fólk sem er gengið í barndóm, er sjaldan skemmtilegt. Það tekur enginn mark á því, öllum finnst hörmulegt, þegar menn lifa sjálfa sig. Þó væri ennþá hörmulegra, ef menn væru beinlínis knúðir til að lifa sjálfa sig. Nazistarnir reyndu þetta sama, en það mistókst auðvitað: myndir af foringjanum í garði eða hjá bros- andi börnum og pólitískt sólskin til að sýna hamingju þjóðarinnar; eða myndir af föður- landinu: grænn skógur, frjálst líf. Já, þetta er svo sem nógu ómerkilegt og óskemmtilegt húmbúkk. Þetta er eins og kókakólaauglýsing. Ekki betra. V. Það var gott kvöld, músík í loftinu og málverk á veggjunum og við sátum heima hjá Ragnari Jónssyni og þegar á samtalið leið varð Gunnlaugur Scheving hrókur alls fagnaðar og mér fannst stundum eins og hann tæki af sér skelina eða brynjuna og legði hana á gólfið við hliðina á stólnum sínum. Hann talaði um málverkin í stofunni, lýsti þeim fyrir mér og sagði kost og löst: — Líttu á þessa liti hjá honum Kjarval, sagði hann, og sjáðu hvað þeir eru viðkvæm- ir, en hýrir. Kjarval notar litina á líkan hátt og Jónas Hallgrímsson málið. Þessi andblær menningarinnar líkt og hjá Corot eða Braque. Kjarval er undursamlegur maður. Ungur, alltaf ungur og kátur með heiUandi gaman í kringum sig, en alvörumaður undir niðri. Hann er mikill kóloristi og ég er viss um, að hann er í hópi fremstu málara okkar tíma. Það er eins um hann og Einar Bene- diktsson: ef hann hefði verið fæddur með stórþjóð. Það verður allt að list í höndunum á honum. Svona maður fæðist einu sinni á mörgum öldum. Hann kom með sýningu til Seyðisfjarðar, þegar ég var unglingur, og ég var fenginn til að gæta hennar fyrir hann. Það þótti mér virðulegt starf og skemmti- legt. Ég sýndi honum tilraunir sem ég hafði gert, en honum leizt ekki á, enda ekki á að lítast. En hann vildi ekki draga úr mér kjark- inn og sagði til að koma mér á sporið: — Þú ættir að mála skúturnar með þessum indælu brúnu seglum og græna hlíðina á bakvið.

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.