Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 22

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 22
92 HELGAFELL Síður sýndi ég honum myndirnar, sem ég hafði gert bæði hér heima og í Kaupmanna- höfn, og hann varð ákaflega glaður og sagði: — Halt þú óragur áfram, þá er ég hvergi hræddur um þig. Hann er alltaf mjög já- kvæður, þegar byrjendur ciga í hlut. Hann kom inn á sýninguna mína um daginn og þá fann ég bezt, livað hann er sterkur: — Heill, sagði hann, og kastaði mér næstum því upp í loft. Einu sinni kom ég á sýningu, sem hann hélt í Hafnarfirði, og þá kom hann til mín og sagði glottandi: — Þú ert alltaf þessi sami fasti aðdáandi(I). Hann hefur vafalaust fundið, hvern hug ég ber til myndanna hans. Spánverjarnir og Kjarval eru vinir mínir. — Þú hefur talað mikið um Spánverjana, Gunnlaugur. Þeir hafa liaft djúp áhrif á þig. — Já, mér er ljúft að tala um þá. Þú hef- ur verið að spyrja mig um ástina og dauð- ann, en ég hef lítið hugsað um þá hluti. Aft- ur á móti hef ég mikið hugsað um það, sem ég kalla hlutfallið milli lífs og dauða. Ef mað- ur horfir út í himingeiminn og hugsar um stjörnurnar, tunglið og sólina, grípur mann sú tilfinning, livað lífið sé nú lítið og dauð- inn stór. Það er vafalaust til líf víðar í him- ingeimnum en á okkar hnctti, en hvað uin það? Þcgar ég hugsa um þessar milljónir milljóna brennandi sólna, þar sem ekkert líf getur þrifizt eða um þessa dauðu dimmu hnetti, sem ganga sínar sönni eilífu brautir í helmyrkri og kulda himindjúpanna, þá finnst mér lífið svo óendanlega veikt og lít- ið. Og það er eins með tímann. Það líður eilífð, áður en þú fæðist, svo örstutt augna- blik, sem þú lifir og sérð Ijósið, svo tekur eilífðin aftur við. Dauðinn áður, dauðinn á eftir — eilífur á báðar hliðar. Þetta kalla ég hlutfallið milli lífs og dauða. í mynd list Spánverjanna birtist þessi tilfinning fyrir alheiminum. Frakkarnir eru aftur á móti svo yndislegir; þeir minna mig á lífið, hinn bjarta dag sumarsins. Renoir á þennan bjarta tón, ilm af gróðri, sól og svalan skugga trjánna. Þetta er Renoir — þetta er Frakkinn. Spán- verjinn minnir inig á nóttina, þegar manni opnast eilífar víðáttur og óendanlegar fjar- lægðir. Loj)e de Vega minnist á þetta í einu ljóða sinna, þegar hann segir Frá einveru minni kem ég til einveru minnar mun ég aftur fara. Þið samþykkið þetta, drengir, það þýðir ekk- ert annað, sagði Gunnlaugur að lokum. Ragnar lagði ekkert til málanna. Hann sagðist vera að hlusta og borðaði hvert eplið á fætur öðru. — Ætli honum þyki epli góð? hugsaði ég. En upphátt sagði ég við Gunn- laug: — Heldurðu ekki það sé eitthvað af þessu tema í sjálfum þér? Hann svaraði: — Jú, það held ég. Ætli það sé ekki í okkur öllum? Svo hélt hann áfram að tala um myndlist Spánverjanna: — Það er djúp alvara í myndunum þeirra, sagði hann, og þær standa í einhverju sam- bandi við það, sem er miskunnarlaust í til- verunni. Miskunnarleysið skapar stundum sterka og eftirminnilega list. Það varð einhver heróískur andi eftir hjá Spánverjunum, þeg- ar hann dó út annars staðar eins og hjá okk- ur; sjáðu nautaatið til dæmis. Höfundar ís- lendinga sagna drukku í sig þennan heróisma með móðurmjólkinni. Það er ekki hægt að neita því, að í fornöld ríkti hér manneskju- legur mórall, sem ég sé mikið eftir. 1 gamla daga tóku menn afleiðingum gerða sinna, en hlupust ekki undan merkjum. Sterkur kar- aktér býður hættunum byrgin. Listin vekur sjálfstraust og listamaðurinn óttast ekki að leggja allt inn á eitt spil. Þegar hann byrjar á verki sínu, getur hann ekki tryggt, að það takist eins og kaupmaðurinn, þegar hann trvggir bílinn sinn. Ef við lítum á frumx-ene- sansinn á 12. og 13. öld sjáum við, að list- in getur líka verið duttlungafull. Þá var það keppikcfli allra málara að likja eftir náttúr- unni, en þeir gátu það ekki fyrr en löngu síðar. Fulltrúar hárenesansins kunnu þetta betur. En það sem listamenn í dag dást að í verkum frumrenesansmanna, er einmitt það sem þeinr tókst ekki: nútímalistamaðui’inn heillast af ófullkomleikanum í uáttúrutúlk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.