Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 23

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 23
HLUTFALLIÐ MILLI LÍFS OG DAUÐA 93 un þessara málara. Það er þetta, sem ég kalla „að misskilja mann rétt“. VI. Ég hrökk upp. Ragnar var farinn að tala um Stein: — Einu sinni sagði hann við mig: — Heyrðu Ragnar, nú ertu búinn að rugla svo mikið, að ég held ég sé farinn að botna dálítið í sumu. Við hlógum, en ekki lengi. Gunnlaugur var farinn að segja okkur frá fyrstu sjóferð sinni: — Þá var ég fimm ára, sagði hann. Við vorum komnir inn á Héraðsflóa og ég ætl- aði upp á dekk, hljóp upp stigann og var kominn í stigagatið, þegar ég var rekinn nið- ur aftur. En áður en ég fór niður, sá ég stórkostlega sjón. Allt var nýtt og ég hafði aldrei séð neitt í líkingu við hvítfextar öld- urnar og grænan sjóinn og svarta hamrana í vestri. Svo vorum við allt í einu komin i lítinn bát, hann ruggaði og ég varð hrædd- ur og vildi fara um borð í skipið aftur, en harkaði af mér, og svo var róið í land. A leiðinni inn Stapavíkina sá ég tvo dranga, sem stóðu upp úr sjónum: — Eru þetta myndastyttur? spurði ég. — Nei, var svar- að. Þetta eru tröllkarl og tröllkerling, sem hafa dagað uppi: — Hvað er það, spurði ég, að daga uppi? — Það er þegar sólin skín á ljótu tröllin, var svarað. Svo var ég dreginn upp hamrana í festi og þótti skemmtilegt. Ég vildi helzt láta draga mig upp aftur. Jón Scheving, fóstri minn, bjó í Unaósi, sem er heitinn í höfuðið á Una danska. Hjá hon- um heyrði ég fyrst kveðnar rímur og komst í kynni við skáldskap. Sá sem kvað, var jafn- vígur á járn og tré og kallaður Jón almáttug- ur. Ég man eftir vetrinum, hvað mér fannst hann harður og mikið af fuglum. Eitt. sinn um vorið sat ég við gluggann og horfði út í mugguna og sá halarófu af mönnum koma niður hlíðina. Það voru skipbrotsmenn af franskri skútu, sem hafði strandað. Mér þótti þessi heimsókn ákaflega einkennileg og mik- il tilbreyting í einverunni. Skipbrotsmennirn- ir opnuðu mér sýn inn í stóran, ókunnan heim, sem ég þekkti ekki nema af orðspori. Frá Frakklandi(I) já einmitt það. Ilvar í veröldinni gat það verið? Og svo var horft og horft upp í himininn og gáð, hvort Frakk- land sæist ekki á einhverri stjörnunni. Ég bar djúpa virðingu fyrir þessum útlendu mönnum, þangað til ég uppgötvaði, að þeir notuðu skeið í staðinn fyrir hníf og gaffal. En franska listin er töfrandi — — eins og vín eða kona? sögðum við. — Nei, eins og náttúran, eins og ljósið, sagði Gunnlaugur Scheving. En hún er ekki mín veröld. Alheimurinn þar sem hið veika líf berst gegn ofurefli dauðans, það er mín veröld.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.