Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 25

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 25
JOHANNES NORDAL: ÞjóÖ á krossgötum I. Aðeins tuttugu ár eru liðin, síðan heims- styrjöldin síðari skall á, en skömmu síðar drógust Islendingar í fyrsta skipti í sögu sinni inn í brennipunkt heimsátaka. Og það hefur síðan sýnt sig, að orsakanna var ekki að leita í duttlungafullri atburðarás einnar styrjaldar, heldur hafa nútíma samgöngur og tækni gjörbrevtt stöðu íslands í heiminum, hvernig sem á er litið. Það hlaut að taka þjóð, sem um aldaraðir hafði haft einangrun lands síns sér að skildi, langan tíma að meta og skilja þessi gagngeru umskipti á aðstöðu sinni. Ofan á hefur svo bætzt, að síðan hefur verið tímabil stórfelldra umbrota í alþjóðamálum, sem haft hafa afdrifarík áhrif á afkomu ís- lendinga og stöðu þeirra í heiminum. í öldu- róti óvæntra atburða hafa íslendingar hvað eftir annað látið sér nægja að krafsa sig út úr örðugleikunum með þeim ráðum, sem til- tækilegust hafa verið hverju sinni, en án þess að skyggnast lengra fram í tímann til að meta áhrif þeirra á hagsæld þjóðarinnar í framtíð- inni. Það gegnir varla furðu, þótt stefna, sem þannig hefur markazt af röð bráðabirgða- r'ðstafana, sé full mótsagna og sjálfri sér ósamkvæm. Nú bendir hins vegar ýmislegt til þess, að menn séu almennt að vakna til skilnings á því, að ekki verði öllu lengur haldið áfram á sömu braut í efnahagsmálum og undan- farin ár. Þeir atburðir hafa þar að auki gerzt í íslenzkum stjórnmálum á þessu ári, sem sýna að menn eru nú reiðubúnari en um langt skeið undanfarið til að taka megin- atriði þjóðmálanna til endurskoðunar og varpa fvrir borð gömlum kreddum og fordómum. Ef slík endurskoðun á stefnu íslendinga í efnahagsmálum á að fara fram, er ekki nóg að einblína á hin innlendu vandamál. Ilitt skipt- ir ef til vill enn meira máli, að þeir geri sér skýra grein fyrir stöðu sinni í viðskiptakerfi heimsins. ísland er ekki lengur einbúi norð- ur í hafi, heldur á krossgötum milli heims- álfa. íslendingar vcrða því að venja sig á að líta í kringum sig og fylgjast með þróun mála í umheiminum. t viðskiptamálum Evrópu eru nú einmitt þeir atburðir að gerast, sem geta orðið örlagaríkir fyrir íslendinga á kom- andi árum. Það er ætlunin að gera í þessari grein til- raun til að útskýra eðli þeirrar þróunar, sem nú á sér stað í alþjóðlegum viðskiptamálum, og ræða, hver áhrif megi búast við, að hún hafi á stöðu íslands í framtíðinni. Verður þá varla hjá því komizt að skvggnast örlitið aftur í tímann. II. Nítjánda öldin fæddi af sér tvær megin- hugsjónir varðandi samskipti þjóða, aðra stjórnmálalegs, en hina efnahagslegs eðlis. Annars vegar er kenningin um sjálfsákvörð- unarrétt þjóða og ríkjasamfélag á grundvelli alþjóðalaga, en hin efnahagslega hliðstæða hennar er kenningin um frelsi í alþjóðavið- skiptum, er byggist á afnámi viðskiptatak- markana og notkun gulls sem alþjóðlegs gjald- miðils. Menn trúðu því, að með því að fylgja þessum höfuðstefnumiðum mætti byggja upp alþjóðlegt samfélag, er reist væri á grund- velli frelsis og réttlætis og tryggði, að minnsta kosti þegar til lengdar léti, hina hagkvæm-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.