Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 26
96
HELGAFELL
ustu nýtingu auðlegða heimsins í þágu alls
mannkynsins.
Heimsstyrjöldin fyrri kollvarpaði ekki trú
manna á Vesturlöndum á þessa stefnu, enda
var í lok styrjaldarinnar hafizt handa um
að endurreisa alþjóðasamskipti á þessum
grundvelli. Fjöldi þjóða, sem áður höfðu lot-
ið yfirráðum annarra, fengu nú sjálfstæði, og
komið var á fót Þjóðabandalagi, er tryggja
skyldi, að ákvarðanir í alþjóðamálum byggð-
ust á rétti, en ekki á valdi. I efnahagsmálum
var horfið aftur til gullgengis og frjálsra við-
skipta. Svo fór þó, að áður en fimmtán ár
voru liðin frá endalokum heimsstyrjaldarinnar
hafði þessi viðleitni beðið skipbrot, bæði
stjórnmálalega og efnahagslega. í heims-
kreppunni miklu 1929—1933 hrundi hið
frjálsa peningakerfi gullfótarins, og fjöldi
þjóða greip til hafta í margvíslegri mynd.
Jafnframt hófust til valda í nokkrum Iielztu
ríkjum Evrópu einræðisöfl, er hvergi skeyttu
um alþjóðalög og samninga, heldur gerðu
mátt sinn og megin sér að átrúnaðargoði,
enda leið ekki á löngu, áður en veröldinni
var steypt út í nýtt ófriðarbál.
Reynsla áranna 1929—1939 hafði djúp
áhrif á hugsunarhátt manna og opnaði augu
þeirra fyrir margvíslegum veikleikum þeirrar
skipunar, sem komið hafði verið á laggirnar
eftir 1918. Var því aftur hafizt handa að finna
nýja lausn þessara vandamála. Menn voru
enn sammála, að minnsta kosti á Vestur-
löndum, að þau tvö grundvallaratriði, sem
byggja bæri á, væru sjálfsákvörðunarréttur
hverrar einstakrar þjóðar og frelsi í alþjóða-
viðskiptum. Jafnframt gerðu þeir sér ljóst að
koma þyrfti á ákveðnari reglum og sterkara
aðhaldi en áður til þess að tryggja, að frels-
inu fylgdi hvorki gerræði né stjórnleysi. I þessu
skyni var komið á fót nokkrum alþjóðastofn-
unum. Mikilvægust þeirra eru Sameinuðu
þjóðirnar, en þeim var ætlað að gæta laga
og réttar í heiminum og jafna alþjóðadeilur
og var gefið til þess allmiklu víðtækara vald
en Þjóðabandalaginu hafði verið fengið í
hendur. í efnahagsmálum voru settar á fót
hliðstæðar stofnanir. Eru þeirra merkastar
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabank-
inn, sem ætlað var að tryggja alþjóðlegt sam-
starf í peninga- og gjaldeyrismálum, einkum
með það fyrir augum að koma í veg fyrir
alvarlegar viðskiptasveiflur.
Hin nýju alþjóðasamtök hafa óneitanlega
komið ýmsu góðu til leiðar og oft reynzt
þarfur vettvangur fyrir umræður og samn-
ingaumleitanir. Engu að síður fer því fjarri,
að þau hafi reynzt það afl til bættrar sam-
búðar milli þjóða, sem ætlað hafði verið.
Hefur hér valdið mestu um, að þjóðir heims
hafa klofnað í tvær andstæðar meginfylking-
ar, sem hvorug hefur verið reiðubúin til að
beygja sig fyrir atkvæðamun á alþjóðaþing-
um. Jafnframt eru mörg þau vandamál, sem
leysa þarf, t. d. í efnahagsmálum, svo flókin
og erfið viðureignar, að úr þeim verður vart
greitt af alþjóðastofnunum, þar sem sam-
ræma verður sjónarmið margra tuga ólíkra
þjóða.
Engu að síður hefur mikið áunnizt á und-
anförnum árum til aukins samstarfs og bættr-
ar sambúðar þjóða á meðal, en það hefur ekki
nema að litlu leyti verið hinum almennu
alþjóðasamtökum að þakka, heldur nýrri teg-
und ríkjasamtaka, sem hefur rutt sér til rúms
og hér verða kölluð svæðabandalög. Með því
er átt við bandalög ríkja í ákveðnum hluta
heims, stofnuð í því skyni að vinna að sér-
stökum verkefnum. En reynslan hefur leitt
í ljós, að mörg vandamál, sem eru óleysan-
leg á alþjóðavettvangi, eru vel viðráðanleg
innan samtaka nokkurra þjóða, sem eru vanar
samskiptum og skyldar að menningu og
stjórnarháttum. Svæðabandalögum þessum
má skipta í tvo meginflokka: annars vegar
stjórnmála- og varnarbandalög, en liins veg-
ar efnahagssamtök. Skal hér aðeins rætt um
hin síðari.
III.
Hin efnahagslegu svæðabandalög hafa átt
drjúgan þátt í því, að endurreisn efnahags-
kerfis heimsins á grundvelli frjálsari viðskipta
og vaxandi framleiðslu hefur tekizt eins vel