Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 30

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 30
100 HELGAFELL hluti viðskiptanna við Austur-Evrópu er hag- kvæmur frá efnahagslegu sjónarmiði, það er að segja að íslendingar fái raunverulega jafn- mikil verðmæti fyrir útflutning sinn þangað og til annarra landa. Ef svo er, ætti að vera hægt að finna lausn á því vandamáli að halda viðskiptum við Austur-Evrópu áfram þrátt fyrir fríverzlun. Það, sem einkum kemur til með að valda vandkvæðum, er að verðlag, bæði á innflutningi og útflutningi, í viðskipt- um við Austur-Evrópu er oft hærra en við önnur lönd. Úr þessu ætti að vera hægt að bæta með samningum, svo að hvorugur bíði tjón af. Mundi þá innflutningur frá Austur- Evrópu verða við lægra verði og samkeppnis- hæfari á markaði hér við aðrar vörur. Sé ekki liægt að tryggja viðskipti á þennan hátt, kem- ur fvllilega til greina að fara fram á undan- þágur frá fríverzlunarákvæðum til verndar innflutningi frá vöruskiptalöndum, ef hægt er að sýna fram á það óyggjandi, að viðkom- andi viðskipti séu hagkvæmari, þegar á allt er litið, en viðskipti við aðrar þjóðir. Dæmi um þetta gæti t. d. verið ráðstafanir til að tryggja áframhaldandi kaup á olíu og timbri frá Rússlandi, á meðan þau viðskipti eru hagstæð. Þjóðir Austur-Evrópu hafa engan rétt til að setja sig á móti því, að íslendingar fylgi öðrum Vestur-Evrópuþjóðum í átt til frjálsari viðskipta, þar sem fslendingar hafa verið að- ilar að Efnahagssamvinnustofnun Evrópu frá upphafi og hafa samþykkt stefnu hennar. Einnig er á það að bcnda, að viðskipti milli Austur-Evrópu og margra landa í Vestur- Evrópu hafa stórlcga aukizt undanfarin ár. Iíefur mikill hluti þeirra farið fram í frjáls- um gjaldeyri, og er ekki óhugsandi, að til þess komi fyrr eða síðar, að viðskipti fslands við þessi lönd geti einnig farið fram i frjálsum gjaldeyri. Það verður þó því aðeins, að ís- lendingar hafi þá sjálfir komið á frjálsum viðskiptum, svo að þeir treysti sér einnig til að skipta á þeim grundvelli. í viðskiptum við Austur-Evrópu ætti það að vera meginsjónarmið íslendinga, að þau beri að meta eingöngu frá efnahagslegu sjón- armiði. Þau voru tekin upp vegna þess, að þau voru báðum aðilum hagkvæm, og meðan svo er, hljóta báðir aðilar að stefna að því, að þau haldist. Austur-Evrópuþjóðir geta engu frekar krafizt þess af íslendingum, að þeir fylgi haftastefnu sem skilyrði fyrir við- skiptum, heldur en við getum heimtað, að fríverzlunarsjónarmið ráði í utanríkisviðskipt- um þeirra. VII. Tilgangurinn með þessari grein hefur verið sá einn að draga fram aðalatriði þessa máls og reyna að leiða í ljós, hver sé aðstaða ís- lendinga og tækifæri þeirra í efnahagskerfi hins frjálsa heims. Það hefur því vísvitandi verið sneitt. hjá hinum margvíslegu tækni- legu vandainálum, sem leysa þyrfti í sam- bandi við þátttöku íslendinga í fríverzlunar- bandalögum eða öðrum viðskiptaheildum. Það er full ástæða til að vara menn við að gera of lítið úr þessum vandamálum, enda þótt lítill vafi leiki á því, að úr þeim megi greiða, svo að sæmilega verði við unað. Það, sem mest á ríður nú, er að íslendingar geri sér fulla grein fyrir því, að þeir eru staddir á krossgötum. Þeir eiga um að velja að troða áfram braut hafta og verðbólgu eða snúa við og freista þátttöku í því efnahags- kerfi frjálsra þjóða, sem nú er að myndast. Leiðin þangað kann að virðast torsótt, og þegar á áfangastað er komið mun mörgum reynast liinn frjálsi markaður harður hús- bóndi, er hvergi vægir þeim, sem ekki stenzt samkeppni við aðra um verð og gæði fram- leiðslu sinnar. En er það ekki einmitt slíkan húsbónda, sem vantar í efnahagsmálum íslendinga? Litlu hagkerfi er sérstaklega hætt við því, að upp yaxi óhagkvæmur rekstur i skjóli einangr- unaraðstöðu, ef crlenda samkeppni skortir, og bak við óyfirstíganlega haftamúra virðist vera hægt að framkvæma hvaða rangsnúning verð- myndunarkerfisins sem er. Er þá sízt að furða, j)ótt brátt fari svo, að öll efnahagspólitík snúist fyrst og fremst um togstreitu þjóð- félagsstétta og hagsmunahópa um hlutdeild
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.