Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 33

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 33
HERTOGAYNJAN AF MALFI 103 þegar hann væri að tala uni andleg efni, nema hann væri af róttæka, uppveðraða skólanum í gagnrýni? Hann var ekki í skapi til þess enn að hefja umræður á þeim grundvelli af svo hæpnu tilefni, en lét sér nægja þá athuga- semd, að Ameríka gæti að minnsta kosti stað- ið undir fleiri róttækum gagnrýnendum. Þannig vildi John Powell Cooper búa unn- ustu sína, Helen Sturtevant, undir þá revnslu, sem hann ætlaðist til, að hún hlyti í leikhús- inu, en hún fór á mis við, eins og fyrr segir. Að því leyti var tilsögn hans unnin fyrir gýg, en hins vegar stuðlaði hún vafalaust að því að setja deginum fræðileg takmörk: hann var í raun og veru þegar lielgaður tilfinningalíf- inu, og þessar viðræður, sem hófust svo ofar- lega á vitsmunasviðinu, voru engan veginn til lykta leiddar, heldur átti fyrir þeim að liggja, eins og verða vill, að drabbast niður í tilfinningamál, svo að notað sé orðalag John Powells sjálfs úr öðru sambandi. Samt var enn morgunn; Helen hafði að vanda komið með egg og flesk og New York Times löngu fyrir hádegi heim til John Powells í Mac- dougal alley. Maedougal alley. Undarlegt má vera, ef þetta hljómfagra, rúmgóða nafn, sem lætur að vísu í óvaldra evrum eins og hinzta sjálf- helda írskra drvkkjumanna, vekur ekki enn í hjörtum listhneigðra unglinga svipaðan fögnuð og kviknaði í brjósti John Powells, um leið og hann nppgötvaði þennan fornlega af- kima einn mildan, brúnan októberdag. Því að Macdougal alley var arftekið heim- kynni listhneigðra ungra manna á öllum aldri. Listamenn sneiddu aftur á móti heldur hjá staðnum; þeir voru eins og endranær á óskammfeilnum flótta undan listhneigðu fólki upp og niður Manhattan austanverðan. Hins vegar þekkti John Powell sig hér óðara af ýmsum þjóðsögum um skáld og listamenn. Það stóð allt heima og hjálpaðist að til að gera staðinn sem vistlegastan í augum hans: rauðir, gneypir, tildurslegir kumbaldar með brúðuhússforskyggnum og skrumskældu rimla- verki, örtröð fyrir hverjum dyrum, brotnir stöplar, kennimerki fátækra en framgjarnra listamanna, injólkurflaskan, í gluggum, bar- Ijós við hvern kjallara, gangstcttin svo hryggj- ótt., að það var engu líkara en gatan hefði skroppið saman. Hér hafði borgaraleg dýrð greinilega vikið fyrir hispurlausum þægindum listamannalífsins. J^oks var fólkið sjálft með ljúflegum æskubrag og klæddist ekki einkenn- isbúningi nokkurrar stéttar, heldur ýmis konar tækifærisbúningi eða óvæntum litklæðum, ef frá voru skildir nokkrir auðkennilegir há- skólapiltar í vandlega böggluðum flannels- fötum eins og tízkan bauð þeim þá. Sama kvöld fékk Jolm Powell íliúð í Macdougal alley 3. John Powell, eins og hann var jafnan kall- aður, cnda þótt Coopersnafnið tengdi hann við einhverja nafntoguðustu ætt Bandaríkj- anna, var nýútskrifaður úr Yale háskóla og' vann kauplaust að kalla á gamalli lögfræði- skrifstofu niðri á Williams eða Nassau street, en orti kvæði og skrifaði sögur í frístundum sínum. Vafalítið hefir hann farið levnt, með þá iðju í hópi félaga sinna á skrifstofunni, en hins vegar brugðust honum ekki þær vonir, að skáldskapur væri í hávegum hafður á Macdougal alley. Flestir íbúanna reyndust vera ungt fólk með litlar tekjur, en ótrúlega margbreyttar framtíðarhorfur. Mest bar á sérstæðri og einkar viðkunnanlegri inannteg- und, sem í daglegu tali er auðkennd þannig, að lnin „festi sig ekki við neitt.“ Mikið bar vitaskuld á þrautseigu skólafólki, ódýrum fyr- irsætum, næturþjónum og köllurum. Lang- flestir stunduðu atvinnu í smáum stíl, þó að einhverjir hefðu gefið sig á vald því tvísýna veðspili, sem kallast „að lifa á peningum að heiman.“ John Powell þótti nóg um, hve þetta fólk var greiðasamt og óforsjált, því að hann var að eðlisfari aðsjáll maður og gætinn. Að sumu leyti gerði nærsýni hans þessa eigin- leika óþarflega áberandi. En á hinn bóginn var hann slysinn og átti til að hlaupa á sig, eins og títt er um nærsýnt fólk: velta stól- um, steypa niður drykk, yfirborga þjónum af óþolinmæði, reiðast í einrúmi, troða pen- ingum upp á vinsamlega ókunnuga menn í þeirri trú, að þeir væru að betla. Móðir hans

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.