Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 34

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 34
104 HELGAFELL liélt |)ví stunduni fram, að skáldskaparhneigð hans stafaði af því, hvað hann liefði snemma þurft að fara að nota gleraugu. Hvað, sem því líður, lagaðist sjón hans ekki með aldrinum. Hann liélt sömuleiðis áfram að búa í Macdougal alley næstu tvö árin að minnsta kosti og þótti góður drengur. Kunningjum hans niðri í viðskiptahverfinu fannst talsvert frumlegt af honum að búa þarna og litu á það sem „hagsýni“ (þetta orð var ófrávíkjanlega notað um sparsemi í þeirra hópi). Þeir heimsóttu hann stöku sinn- um á kvöldiu lil að drekka rauðvín úr kút. „Aðalatriðið er að liafa glas til að halda á,“ sögðu þeir til að minna sig á, að þeim bar að drekka viský, en hitt var „hagsýni“ og full- komlega viðurkenndur siður samkvæmt þeirn skilningi. Þeir voru brún- eða Ijóshærðir ung- ir menn, eins og Jolin Powell sjálfur, og gengu í linum skyrtum úr írsku líni og Kor- dóvaskóm, sem ekki gljá eins og lélegt leður, og mjög dýrum vaðmálsfötum sem ekki mátti pressa um of, svo að þeir minntu ekki á „skrifstofumenn“. Þeim var hlýtt til Johns Powells og honurn var einkar ldýtt til þeirra. En helzti félagi John Powells á þessum árum var engu að síður Pasquale, öðru nafni Jack Fisher eða Fischetti. Pasquale gerðist húsvörður í Macdougal alley 3 sama haust og John Powell flutti þangað. Sérambini, umboðsmaður liúseiganda réð hann, en húseigandi var aftur á móti að sögn gömul, eineygð hefðarfrú yfir í Brook- lyn. Vel má vera, að kynni þeirra Pasquale og umboðsmannsins hafi verið eldri en sögur hússins greindu, einkum ef báðir voru ítalir, eins og síðar var álitið. Pasquale sló mjög slöku við um húsgæzluna, og Serambini lét sig það engu skipta og raunar ekki leigjend- urnir heldur, því að hann þótti hafa marga góða kosti. Ilann varð bráðlega mikill sam- kvæmismaður í götunni. En vel á minnzt var umboðsmaðurinn, Serambini, álitinn vera glæpamaður, enda þótt menn greindi á um, hvar athafnasvið hans lægi. Margir héldu því fram, að hann stundaði hvíta þrælasölu. Ollum bar þó sam- an um, að íbúar hússins og sennilega allrar götunnar væru fullkomlega óhultir og nytu jafnvel sérstaks öryggis undir verndarvæng Serambinis. Ekki leið á löngu, áður en mönn- um hugkvæmdist, að Pasquale myndi vera sá, sem gætti réttar íbúanna fyrir hönd Serambinis gagnvart öðrum glæpamönnum. Fyrst í stað héldu rnenn, að Pasquale væri Mexíkani, eins og nafnið gat raunar bent til, og negri, því að hann var kolóttur í framan, handlangur, varaþykkur og mjög hrokkin- hærður, en þetta eru negraeinkenni, eins og öllum má vera ljóst. Hins vegar var hann rauðhærður og hafði arnarnef, en það þótti skipta minna máli, áður en það kvisaðist, að hann myndi heita Fisher eða öllu heldur Fischetti og vera ítali frá Cleveland í Ohio, þar sem þcir landar hafa með sér mjög tor- tryggileg félagssamtök. Pasquale tók jafnan undir þá skoðun sjálfur, ef tækifæri gafst, að hann væri afbrotamaður á flótta að vestan, en þyrfti nú ekki lengur að dyljast nafns, frem- ur en honum þóknaðist. Hann var léttur í máli, gamansamur og ákaflega sögufróður. Hann gerði sér dátt við John Powell, sem hann kallaði aldrei annað en rithöfundinn, og lagði sig fram „að útvega honum sögu- efni“, eins og hann komst að orði. Þetta varð ástríða hjá honum, enda algengt, að menn snúist þannig við rithöfundum, og hafa, marg- ir höfundar kvartað undan þess konar að- stoð í endurminningum sínum, því að svo virðist, sem sögur annarra komi höfundum að furðulitlum notum, þegar á reynir. En John Powell var ungur maður og óreyndur og hafði mikið vndi af sögum Pasquales. Lista- menn hænast auk þess oft að glæpamönn- unr af samúð eða fordild, og vafalítið hefir John Powell þótt nokkur iqjphefð í því að þekkja viðurkenndan glæpamann. Þeir félag- ar drukku bjór saman á kvöldin og fóru víða. Þeir lögðu leið sína stundum á Third avenue, þar sem fátækir drykkjumenn eiga hæli, og' niður í Chelsea, þar sem Puerto Rico-menn halda uppi ránum og spellvirkjum, ellegar þeir sóttu fjarlæga baj'i yfir á Long Tsland og handan Hudson-fljóts. Ilvarvetna var

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.