Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 35

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 35
HERTOGAYNJAN AF MALFI 105 þeim vel tekið sökum glaðværðar Pasquales, og ekki síður vegna þess, hve hann var sterk- legur. En upp úr jólum, eftir að John Powell kvnntist Helen og hún tók að venja komur sínar í Macdougal alley, lögðust þessar ferðir af. Ekki var það beinlínis sök John Powells. Pasquale réð því. Með viðeigandi kurteisis- orðum baðst liann undan því að hitta ung- frúna. „Ég yrði óðara afbrýðisamur,“ sagði hann, og John Powell lét fyrir farast um skeið að kynna hann fyrir ástmey sinni. En á hverjum sunnudagsmorgni lá Pas- quale fyrir opnum dyrum á forstofuherbergi sínu til að gá að ferðum Helenar, þegar hún koni að færa Jolin Powell morgunmatinn. Hann reis upp við dogg til að missa ekki af fótleggjum hennar, fyrr en þeir hurfu með öllu inn á uppgönguna á næstu hæð. Hann fylgdi henni í huganum inn í íbúðina og hugsaði með sér: Nú segir hún við John Powell: Það vildi ég, að helvítis negrinn hætti að horfa svona á fótleggina á mér. En henni er ekki eins leitt og hún lætur. Síðau leiddi liann hugann að öðru. A fjórðu hæð bjó fyrirmannlegur Hollcndingur, scm svaf allan daginn, en hvarf á brott í ljósaskiptun- um og kom þá ekki aftur fyrr en í dögun. Hann var raunar kokkur á ódýrum nætur- stað, sem seldi pylsur og steikt. egg. Pasquale gerði sér vonir um, að hann væri ekki allur þar sem hann var séður, og það hvarflaði að honum, að þeir myndu kannske einhvern tíma geta orðið hvor öðrum innan handar. Oft datt lionum Miss Ormand í hug. Hún bjó á þriðju hæð og hafði ofan af fyrir sér með kjólasýningum í stórum ódýrum verzl- unum á 6th avenue. Pasquale áleit, að sú atvinna myndi vera yfirskin og þóttist auk þess sjá á augum hennar, að hún tæki eitur. Hún notaði belladonna-dropa, að gömlum sið, til að stækka sjáöldrin, en hann leit svo á, að úr því að sjáöldur fólks eiga að þrengj- ast af eiturnautn, gætu þau alveg eins víkk- að. Hann hét sjálfum sér því á hverjum degi, að hann skyldi hafa tal af hcnni, enda þótt það drægist. En fyrr eða síðar sneri Pasquale sér að þeim hugðarefnum sínum, sem hann stundaði jafnan fyrripart. dags; hann drakk öl úr baukum og las leynilögreglusögur og glæparit án afláts, meðan hann beið þess að skyggði. „Hann er ekki negri,“ sagði Jolin Powell gremjulega, „geturðu aldrei hætt að kalla hann negra. Það eru allir ítalir svona. Hvað gerir þér til þó hann horfi á þig svona, eins og þú kallar það. Það væri allt annað, ef hann væri ekki Suðurlandabúi.“ „Ef hann er ekki negri,“ sagði Ilelen, „er þá ekki samt sem áður heiður að því fyrir liann er vera álitinn negri? Mig minnir, að þú hafir haldið því fram til skamms tíma, að það væri heiður að því að vera negri.“ „Ég hcf ævinlcga álitið, að það væri heiður að því að vera það, sem maður er,“ sagði John Powell. Þetta var rétt eftir morgun- verðinn. Helen sat í djúpum stól með fæt- urna uppi á kommóðu, en John Powell var að revna að lesa New York Times með göml- um gleraugum, sem hún hafði fundið fyrir hann. Áður en henni vannst tími til að halda áfram — og honum var ljóst, að stelling henn- ar bar þess vott, að hún var í skapi til að teygja lopann — sagði hann eitthvað á þá leið, að krabbar ættu áreiðanlcga ekkert erf- iðara með að skríða á votu gleri en þurru. Hún var nokkra stund að velta þessu fyrir sér, því að ekkert lá á, og minntist þess óljóst, að hún hafði einhvern tímann sagt, að hann minnti sig á krabba á ferð eftir blautu gleri, þegar hann væri að lesa. En cins og gengur voru öll þeirra deilumál óútkljáð; þegar þau virtust leysast, kom fljótlega í Ijós, að þau höfðu einungis skipt. um iunihald á einhvern dularfullan liátt, þó að orðin væru hin sömu eftir sem áður, og þannig voru deilur þeirra. jafnan vonlaust kapphlaup um eitthvað, sem þau kynnu að hafa meint fyrir löngu og væri ef til vill kjarni málsins. Enn var tæplega nógu áliðið dags til að láta til skarar skríða: þctta voru einungis könnunar- ferðir yfir landamæri andstæðingsins. John Poweli átti til dæmis eftir að minna unnustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.