Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 36

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 36
106 HELGAFELL sína á, að frá sálfræðilegu sjónarmiði væri hún fötluð manntegund: fátæk stúlka af rík- um ættum. Af því stafaði, sagði hann, barna- leg virðing hennar fyrir hégómlegum, borg- aralegum smekk, sem eitraði líf hennar. Ef misklíð þeirra var komin nógu langt áleiðis, nefndi hann sem dæmi um þennan smekk, að hún væri smáfín í klæðaburði; borgarinn þekktist ævinlega á því, að fötin hans bæru með sér, hvað þau hefðu kostað. Ekkert, sagði hann, væri brjóstumkennanlegra. Þegar hér var komið, svaraði unnusta hans því jafnan til, að sig mætti einu gilda, þó að hann skoð- aði hana sem þjóðfélagsfyrirbæri en ekki manneskju, það væru allir róttækir elskhug- ar á hans aldri svona. Hún var sjálf ári vngri en John Powell, tuttugu og fimm ára gömul, enda þótt fæstum dytti í hug, að hún væri yngri en hálf-fertug, því að hún var ein þeirra kvenna, sem byrja svo snemma að verjast aldrinum, að áreynslan setur mörk á andlit þeirra löngu fyrir tímann. Engu að síður var hún falleg stúlka að allra dómi, nema hvað Pasquale hélt því fram í kunningjahóp flion- um varð mjög tíðrætt um þau John Powell á næstu börum), að hún væri alltof mjó. IJann gerði sér upp mjög íhaldssaman, alþýðlegan smekk og hélt því fram, að konur væru alltof magrar nú á dögum. Ef Helen þótti við þurfa benti hún John Powell á, að honum færist varla að bregða öðrum um hégómleik eða barnaskap. Eða hvers vegna byggi hann í gervi-fátækt í þess- ari andstyggilegu, tilbúnu svínastíu? Þá var þess líka skammt að bíða, að hún brygði hon- um um að hann elskaði sig ekki. Hann gæti bara ekki látið sig í friði, meðan hún væri á annarri skoðun en hann. Stríðið var skollið á og hún fór að gráta af minnkun og sjálfs- aumkvun, þegar hún fann, hve rödd hennar varð gróf og hreyfingar hennar snöggar og ósjálfráðar eins og hrakinnar, gamallar konu. Þessar brýnur endurtóku sig svo oft og reglu- lega, að jafnvel Pasquale, sem í fyrstu hafði gert sér það til dægrastyttingar að standa á hleri við rifu í gisinni hurðinni, var löngu hættur að nenna því. í hvert sinn reyndi John Powell að hugga unnustu sína án þess að láta undan, því að það var á móti lífs- reglum hans, þegar um skoðanamun var að ræða. Sú eina raunverulega tilslökun, sem hann hafði leyft sér, var að láta þetta orð ónotað, þegar svona bar undir, því að Helen virtist fá óviðráðanleg köst, þegar hann nefndi það. Hann lét sér aldrei úr huga líða, að hún var einstæðingur og lagði djúpa sálfræðilega merkingu í þetta orð með sjálfum sér. Hún var hraðritari á lögfræðiskrifstofu og átti eng- an að. Foreldrar hennar, sem höfðu áður fyrr verið ríkt og vel metið fólk uppi í IJudson- dal, voru löngu dánir, en auður þeirra kominn í óskyldra hendur. John Powell áleit einsætt, að þetta væri undirrót liinnar borgaralegu vanmáttarkenndar, sem hann þóttist finna í fari unnustu sinnar og taldi sér skylt að lækna með góðu eða illu. í því skyni bauð hann henni með ráði á ódýrustu veitinga- staði og í fornfálegustu leikhús. Hann setti henni fyrir að lesa tragískar bókmenntir um höfðingleg örlög. Hann lagði ríkt á við hana að taka aldrei leigubíl, heldur neðanjarðar- brautma, og fara ekki í bíó, nema það væru gamlar, „listrænar“ myndir. Hann talaði um fyrir henni með alvöru og ákafa og „skil- greindi“, þegar hún stilltist, unaðssemdir j)ess að lifa frjálsu lífi á stað eins og Macdougal aliey. Hann aftók með öllu að verða við bón hennar fvrst um sinn að flytja burtu og kvænast henni, en lagði þeim mun fastar að henni að flytja til sín. Hann vildi henni vel (hann var svo slysinn að nota þetta orðalag við hana einu sinni, en gerði það ekki oftar) og þegar annað þraut, skýrði hann fvrir henni lið fyrir lið, hvað sér þætti vænt um hana. En Pasquale, sem hafði hlustað á skýringar lians á þessum tilfinningum nokkrum sinnum gegnum rifu á hurðinni, sagði við vin sinn O’Malley, sem var dyravörður í næsta húsi. númer 5: „Ekki veit ég, hvað er að, en hann á eftir að gera hana vitlausa.“ „Nú, maður- inn er greinilega kommúnisti,“ sagði O’Malley. Pasqnale bað hann að segja ekki páfanum í Róm frá því að svo komnu, enda þótt Trar væru vanir að lepja allt i hann. En uppi á

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.