Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 37

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 37
HERTOGAYNJAN AF MALFI 107 loftinu sagði John Powell aftur og aftur, dag eftir dag: „Ef maður getur einu sinni nefnt það, sem að er, réttu nafni, þá hverfur það eins og ókindin í þjóðsögunum.“ Helen sagð- ist fara nærri um, hyað sú ókind liéti. Pas- quale heyrði þetta út um rifuna og sagði við O’Malley: „Mér líkar vel við hana. En hún er of tannhvöss og talar of lágt. Það er af því livað hún er mögur. Eg myndi gefa henni spaghetti og fita hana og láta hana rífast við mig fullum hálsi og slá'hana niður á réttu augnabliki.“ O’Malley bað hann að fara sér gætilega. Pasquale bað hann að skila kveðju til Maríu meyjar. „Kannski er ógæfan sú,“ bætti hann við, „að liún er gáfaðri cn hann.“ En O’Malley hélt því fram, að maður ætti að vera stoltur af gáfaðri konu. „Heimska Ira,“ sagði Pasquale, „stafar af því, að þeir eru katólskari en páfinn.“ Oft deildu þau um Pasquale frá ýmsum sjónarmiðum, en helzt því, hver hann væri, því að Helen vildi ekki taka mark á getgát- um manna um hann fremur en öðru í Mac- dougal alley. Hún bar brigður á glæpaferil hans og í framhaldi af því á gildi hans sem þjóðfélagsfyrirbæris og rannsóknarefnis fyrir unga rithöfunda. Þegar stundir liðu greip lnin æ oftar til þess að benda á hugmyndir John Powells um Pasquale sem tilvalið dæmi um sjálfsblekkingar hans og óraunsæi. Þannig varð Pasquale ósýnilegur þátttakandi í til- hugalífi þeirra, án þess að þau gerðu sér það fullkomlega ljóst. Sjálfur gekk liann þess ekki dulinn, hverju hlutverki hann gegndi og hafði sem áhcyrandi utan dyra betri skilyrði til þess að gera sér hlutlæga grein fyrir því að sínum hætti. Þess vegna var hann efalaust betur viðbúinn þeim atburðum, sem gerðust þennan sunnudag. Því að allt í einu stakk Helen upp á því, að Jolin Powell kynnti sig fyrir „negranum“. Þessi uppástunga var í raun og veru hast- arlegt og óvænt brot á leikreglum þeim, sem giltu um ósamlyndi þeirra elskendanna, því að liingað til höfðu þau varazt raunhæfar niðurstöður, ef svo má segja. Og aldrci þcssu vant hreyfði John Powell engum andmælum. Hann lagði frá sér blaðið og fann nú góðu gleraugun sín, fyrirhafnarlítið. Síðan gekk hann óhóflega löngum og ákveðnum skrefum til dyra, en hrasaði að vísu lítið eitt um þröskuldinn að vanda. A uppgöngunni leit hann við og sagði: „Þú manst samt, að við ætlum í leikhúsið,“ en Helen svaraði engu. Pasquale lá uppi í bedda sínum í rauðri vaðmálsskyrtu með hatt á höfði og var að lesa. Hann hafði augsýnilega gert ölföngum sínum góð skil þennan dag, því að við hlið hans stóðu eitthvað tíu til tólf opnar öldósir. John Powell varð starsýnt á þær og ef til vill með illn hugboði. En Pasquale virtist ódrukk- inn og tók honum hæversklega. Hann spratt á fætur og tók gítar sinn af stólkolli úti í horni og bauð honum sæti, en John Powell hristi höfuðið. „Vertu velkominn,“ sagði hann, „hvað má bjóða þér? Wiský? og seildist und- ir beddann eftir hálfri viskýflösku. Hann lézt leita að glasi og gefast upp við leitina og rétti John Powell flöskuna með afsökunar- látbragði. „Komdu heldur upp,“ sagði John Powell og tók við fíöskunni. 1 sama bili kom Helen ferðbúin niður stigann í pelsi og með hatt á höfði. Pasquale leit snöggvast á John Powell og yppti brúnum, en gekk síðan fram á móti stúlkunni og tók ofan liatt sinn. „Þér eruð Pasquale,“ sagði Helen, „mig langar svo mikið til að kynnast yður, en John Powell er af- brýðisamur. Vilduð þér nú ekki fá yður einn bjór mcð okkur á einhverjum góðum stað hérna í hverfinu?" „Ah,“ sagði Pasquale, „ef þið vilduð leyfa mér að bjóða ykkur. En þér verið að afsaka mig, meðan ég liefi fata- skipti „Nei,“ sagði Helen, „í hamingjubæn- um gerið þér það ekki. Eg er viss um að ég kann bezt við yður svona. Við erum ekkert borgaraleg eða hvað, John Powel!?“ „Við skulum koma,“ sagði John Powell. Hann svipaðist um eftir stað til að leggja frá sér flöskuna, en sá sig um hönd og setti hana á munn sér. „Hægan, hægan,“ sagði Pasquale og hló. „Við eigum hálfan daginn fyrir okkur, og megum ekki drekka eins og negrar.“ „Þér gætið piltsins míns,“ sagði Helen og gerði sér

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.