Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 40

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 40
ALBERT CAMUS: Þöglir menn Það var miður vetur og þá hellti morgun- sóliu geislaflóði yfir borgina, sem þegar var vöknuð til starfa. Handan við hafnargarðinn mættust himinn og haf í dýrðarljóma. En ívar sá það ekki. Hann hjólaði liægt eftir breiðgötunum meðfram höfninni. Hann hafði veika fótinn kyrran á pedalanum, en baslað- ist við að spyrna hinum í sleipa steinlagn- inguna, sem enn var vot af náttfalli. Hann sat samankýttur á hnakknum, hann sneiddi lijá gömlu sporvagnabrautinni án J)ess að líta upp, hann setti snöggan hnykk á stýrið, þeg- ar hann vék fyrir bílunum sem fóru fram úr lionum, og öðru hverju ýtti hann nestis- töskunni aftur fyrir mjöðm með olnbogaskoti, en í töskunni var hádegisverðurinn, sem Fernanda hafði látið þar. Ilann hugsaði ])á með gremju til nestisins. Milli tveggja stórra brauðsneiða var nú einungis ostur í staðinn fyrir spænsku eggjakökuna, sem honum þótti svo góð, eða steikta kjötið. Aldrei hafði honum fundizt leiðin jafn löng í vinnuna. Hann var líka farinn að eld- ast. Hann var nú orðinn fertugur, og enda J)ótt hann væri enn stæltur einsog vínviðar- teinungur, hnykluðust vöðvarnir ekki eins fljótt og áður fyrr. Stundum varð honum á að ypta öxlum, þegar hann las íþróttafrétt- irnar ])ar sem einhver þrítugur maðurinn var kallaður uppgjafaríþróttamaður. „Ef hann er uppgjafaríþróttamaður“, sagði hann við Fcr- nöndu, „þá ætti ég að vera kominn á elli- heimilið." Samt sem áður vissi hann, að blaðamaðurinn óð ekki með öllu í villu og svíma. Þegar menn oru orðnir þrítugir, fara þeir að gefa sig, enda þótt þeir taki ekki eftir því. Fertugir eru menn að vísu ekki komnir á elliheimilið (aux allongés), en þeir fara að búa sig undir það, með nokkrum fyrirvara. Var það ekki þess vegna, sem hann var löngu hættur að horfa á sjóinn meðan hann var á leiðinni í tunnugerðina í hinum enda bæjarins? Þegar hann var um tvítugt þreyttist hann aldrei á að liorfa á hann; hann var fyrirheit um skemmtilega helgi á á ströndinni. Þrátt fyrir helti sína eða kannski vegna hennar liafði hann alltaf haft gaman af að iðka sund. Síðan liðu árin, svo kom Fernanda og drengurinn fæddist, og til að hafa ofan af fyrir fjölskyldunni vann hann yfirvinnu í tunnugerðinni á laugardögum, en hjá einstaklingum vann hann á sunnudög- um. Smátt og smátt hafði hann vanizt af fangbrögðunum við sjóinn, sem höfðu verið honum svo mikil hressing. Djúpt og tært vatn, sterkt sólskin, stelpur, naktir líkamar, í landi hans voru ekki aðrar unaðssemdir. Og þessar unaðssemdir hurfu með æskunni. ívar hélt áfram að unna sjónum, en aðeins á kvöldin, þegar sjórinn á firðinum var far- inn að dökkna lítið eitt. Það var friðsælt á svölunum heima lijá honum, þar sem hann sat að loknu erfiði, ánægður með Jireinu skyrtuna, sem Fernanda kunni svo vel að straua, og með freyðandi anísdrykk í glasi. Kvöldið kom, himinninn varð um stund mild- ur, nágrannarnir, sem töluðu við Ivar, lækk- uðu skyndilega róminn. Hann vissi ekki livort hann var þá hamingjusamur eða hvort hann langaði þá til að gráta. Hann var að minnsta kosti sáttnr við sjálfan sig á þessum stund- um, Iiann hafði ekkert að gera nema bíða rólegur, án þess að vita gerla eftir hverju. Þegar hann nú fór til vinnu sinnar á morgn- ana, var hann hættur að hafa gaman af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.