Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 41

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 41
ÞÖGLIR MENN 111 :ið horfa á sjóinn, sem beið hans tryggur og þolinmóður, en hann sá liann ekki fyrr en um kvöldið. Þennan morgun hjólaði hann álútur og enn þunglegar en venjulega, hon- um var einnig þungt um hjartað. Þegar hann hafði komið heim af fundinum kvöldið áður og sagt við Fernöndu konu sína, að þeir ætluðu að hefja aftur vinnu, hafði hún orðið glöð og sagt: „Þið fáið þá hækk- un?“ Þeir fengu alls enga hækkun, verkfall- ið hafði mistekizt. Það varð að viðurkenna, að því hafði ekki verið vel framfylgt. Það liafði verið stofnað til þess í reiði, og stéttar- félagið hafði gilda ástæðu til að fylgja því með hálfum hug. Um það bil fimmtán verka- menn, það var ekki heldur nein ósköp; fé- lagið tók tillit til hinna tunnuverkstæðanna, sem höfðu ekki farið í verkfall. Það var ekki hægt að liggja því á hálsi fyrir það. Tunnu- gerðin átti í harðri samkeppni við verksmiðj- ur, sem smíðuðu skip og ámubíla, og hún barðist í bökkum. Það var minna og minna látið srníða af tunnum og keröldum; það var aðallega unnið að því að gera við stórar ámur, sem til voru. Húsbændurnir sáu að viðskiptin minnkuðu, en þeir vildu samt halda einhverjum ágóða; þeim sýndist þá hampaminnst að skera kaupið við nögl, þrátt fyrir það þótt vörur hækkuðu í verði. Hvað gátu bevkjarnir gert, þegar tunnugerðin var úr sögunni? Menn skipta ekki um atvinnu, þegar þeir hafa lagt það á sig að læra ein- hverja iðn, og þetta var erfið iðngrein, sem menn voru lengi að læra. Góður beykir, sem felldi saman bogna tunnustafina og þétti þá svo við eld og járn, án þess að nota harnp, svo tunnan varð næstum loftþétt, slíkur mað- ur var ekki á hverju strái. Ivar vissi það og var hreykinn af því. Það var ekkert að skipta um atvinnu, en að afsala sér því, sem maður hefur lært og kann upp á sína tíu fingur, það er ekki auðvelt. Hvaða gagn var að því að vera góður iðnaðarmaður, en hafa ekkert að gera í iðninni, það var ekki um annað að ræða en beygja sig. En það var ekki heldur auðvclt. Það var erfitt að halda sér saman, að gela ekki sagt hug sinn og að fara sömu leið hvern morgun, þreyttari og þreyttari, en fá ekki annað í vikulokin en það sem manni var skammtað og hrökk sífellt skemmra til viðurværis. Loks hafði soðið upp úr. Tveir eða þrír höfðu verið hikandi, en þeim hitnaði líka í hamsi eftir fyrstu viðræðurnar við húsbónd- ann. Ilann hafði sagt stuttarlega, að við gæt- um fengið það sem við hefðum eða látið það eiga sig. Þannig talar enginn maður. ..Hvað ímyndar hann sér? sagði Esposito. Iíeldur hann að við leggjumst undir svip- una?“ Húsbóndinn var samt ekki slæmur karl. Hann liafði tekið við af föður sínum, var alinn upp á verkstæðinu og hafði þekkt flesta verkamennina árum saman. Hann bauð þeim stundum til veizlu í tunnugerðinni, lét steikja sardínur eða svínapylsur og var reglu- lega almennilegur, þegar fór að svífa á hann. A nýárinu var liann vanur að gefa hverjum verkamanni fimm flöskur af borðvíni, og oft gaf hann peninga, ef einhver þeirra varð veik- ur, eða við hátíðleg tækifæri, brúðkauj) cða fermingu. Þegar dóttir lians fæddist, fengu allir brjóstsykur. Tvisvar cða þrisvar hafði hann boðið ívari að veiða á landareign sinni við ströndina. Honum þótti eflaust vænt um verkamennina sína og sagði oft frá því, að faðir hans hefði fyrst ekki verið annað en lærlingur. En liann hafði aldrei komið heim til þeirra, hann gerði sér ekki grein fyrir kjiirum þeirra. Ilann hugsaði ekki um aðra en föður sinn af því að hann þekkti cnga aðra, og nú gátum við fengið það sem við höfðum eða látið það eiga sig. Hann hafði með öðrum orðum sett upp hundshaus. En hann gat leyft sér það. Þeir þvinguðu verkalýðsfélagið til að liefj- ast handa og tunnugerðinni var lokað. „Þið skulið ekki þreyta ykkur á að halda verk- fallsvörð," sagði húsbóndinn. „Mér sparast fé, þegar ekki er unnið í verksmiðjunni.“ Það var ekki satt, en það bætti ekki úr skák að segja upp í opið geðið á þeim, að það væri af hjartagæzku, sem hann léti þá vinna. Es- posito var frávita af reiði og sagði við hann, að hann væri ekki maður. Húsbóndinn varð

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.