Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 45
ÞÖGLIR MENN
115
að þeir hefðu ekkert sagt. Þvínæst sótti hann
nestistöskuna sína og settist á bekkinu, þar
sem hann vann. Hann bvrjaði að snæða. Þá
kom hann auga á Saíd, sem lá uppíloft í tré-
spónahrúgu skammt frá honum, og blíndi upp
í gluggaglerin, sem nú höfðu blánað við það
að dimmt hafði í lofti. Ivar spurði hann hvort
hann væri búinn að borða. Saíd sagðist hafa
fengið sér fíkjur. ívar hætti að snæða. Óró-
inn, sem hann hafði ekki losnað við síðan
hann stóð frammi fyrir Lassalle, hvarf skyndi-
lega og brjóst hans fvlltist af hlýju. Hann
stóð á fætur, braut af brauðinu sínu og sagði,
J)egar Saíd vildi ekki taka við því, að allt
mundi ganga betur í næstu viku. „Þá býður
J)ú mér,“ sagði hann. Saíd brosti. Hann nart-
aði í samlokuna, sem ívar hafði gefið hon-
um, en hæversklega einsog sá, sem ekki er
svangur.
Esposito tók gamla kastarholu og gerði
lítinn eld með tréspónum og sprekum. Hann
hitaði kaffi, sem hann hafði haft með sér á
flösku. Hann kvað ])að vera gjöf, sem kaup-
maðurinn hans hefði fært verkstæðinu, þeg-
ar hann frétti að verkfallið hefði farið út um
J)úfur. Mustarðskrukka gekk frá rnanni til
manns. í hvert skipti skenkti Esposito sætt
kaffi. Saíd slafraði það í sig með meiri vel-
þóknun en hann hafði borðað matinn. Es-
posito drakk það sem eftir var af kaffinu úr
heitri kastarholunni með varasmellum og for-
mælingum. í þeim svifum kom Ballester inn
og tilkynnti, að matarhléð væri á enda.
Á meðan þeir risu á fætur og söfnuðu sam-
an bréfum og ílátum til að stinga þeim í
nestistöskurnar sínar, stóð Ballester mitt á
meðal þeirra og sagði skyndilega, að þetta
hefði verið mikil raun fvrir alla, og fyrir
hann líka, en það væri samt ekki ástæða til
að haga sér einsog börn og engum til gagns
að vera með ólund. Esposito vatt sér að
honum með kastarholuna í hendinni, þykk-
skinnað og langt andlit hans var orðið sót-
rautt. ívar vissi hvað hann ætlaði að segja
og allir hugsuðu sama og hann, að þeir væru
ekki með ólund, heldur hefði þeim verið varn-
að máls, J)að væri annaðhvort að taka því eða
ekki, og að reiði og vanmáttur leiki menn
stundum svo grátt að þeir geti ekki einu
sinni öskrað. Þeir væru menn, það væri allt
og surnt, og þeir væru ekki í skapi til að
brosa og setja upp flírusvip. En Esposito
sagði ekkert af öllu Jressu, andlitsdrættirnir
slöknuðu, og hann sló létt á öxl Ballesters
um leið og hinir gengu aftur til vinnu sinn-
ar. Aftur glumdu hamarshöggin, gamalkunnur
hávaði kvað við um tröllslegan skálann, og
um allt barst þefur af tréspónum og göml-
um, svitastorknum fötum. Stóra sögin kurr-
aði og nagaði nýjan stafviðinn, sem Esposito
ýtti hægt fram fyrir sig. Úr sárinu spýttist
blautt sag og lagðist yfir stórar loðnar hend-
urnar, sem gripu fast um tréð, sín hvoru meg-
in við emjandi sagarblaðið. Þegar tunnustaf-
urinn hafði verið sneiddur, heyrðist einungis
hávaðinn í vélinni.
ívar fann nú til verkjar í bakinu, þar sem
hann hallaði sér áfram yfir hefilinn. Venju-
lega kom þreytan ekki fyrr en seinna. Þol
hans hafði minnkað þessar vikur, sem hann
hafði verið aðgerðarlaus, það var greinilegt.
En hann hugsaði einnig um aldurinn, sem ger-
ir handverkið erfiðara, þegar })að er ekki
einvörðungu nákvæmnisvinna. Þessi Jrreyta
var líka fyrirboði ellinnar. Þegar menn verða
að nota vöðvaaflið við verk sitt, verður það
að lokum bölvun, undanfari dauðans, og eft-
ir erfið kvöld er svefninn einmitt einsog dauði.
Sonur hans vildi verða kennari, })að var rétt
af honum, })eir, sem héldu ræður um erfiðis-
vinnu, vissu ekki um livað þeir töluðu.
Þegar ívar rétti úr sér til að kasta mæð-
inni og hrinda frá sér þessum drungalegu
hugsunum, hringdi bjallan aftur. Ilringingiu
hélt áfram, en á svo einkennilegan hátt, í
stuttum ákveðnum lotum, að mennirnir
hættu að vinna. Ballester lagði undrandi við
hlustir, tók síðan ákvörðun og gekk hægt til
dyra. Mennirnir byrjuðu aftur að vinna. Þá
var hurðinni hrundið upp harkalega og Ball-
ester J)aut inn í fatageymsluna. Hann kom
])aðan aftur með sandala á fótum, smokraði
sér í jakka og sagði við ívar urn leið og hann
gekk framhjá honum: „Litla telpan hefur