Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 47

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 47
ÞOGLIR MENN 117 þvottahúsinu áður en hann settist til að horfa út á sjóinn, seni fylgdi honum nii þegar hinu- megin við brjóstvörn breiðgötunnar, dekkri en hann hafði verið um morguninn. En litla telpan fylgdi honum einnig, og hann gat ekki að sér gert að hugsa um hana. Þegar hann kom heim, var drengurinji hans kominn úr skólanum og var að lesa mynda- blöð. Fernanda spurði Ivar, hvort allt hefði gengið snurðulaust. Iíann anzaði því engu, skolaði af sér í þvottahúsinu, settist þvínæst á bekkinn úti á svölunum. Bætt. nærföt héngu fyrir ofan hann, himinninn var orðinn tær, yfir svalavegginn sá hann liafið, milt í kvöld- rökkrinu. Fernanda kom með anísdrykkinn, tvö glös og kalt vatn í kælikrukku. Ilún settist hjá manni sínum. Iiann sagði henni alla söguna og hélt í hönd hennar einsog fyrst eftir að þau giftust. Þegar hann hafði lokið frásögn sinni, sat hann hreyfingarlaus og horfði út á hafið, þar sem rökkrið færð- ist óðfluga yfir sjóndeildarhringinn. „Æ, hann getur sjálfum sér um kennt!“ sagði hann. Hann óskaði sér að hann væri ungur og Fer- nanda líka, og að þau gætu farið og sezt að hinumegin við hafið. Svartir dropar Svartir dropar detta úr tóminu, hæfa mig í hjartað og skilja það eftir í auðn. Engin ást fær búið í hjarta mér. Margir voru dagar hamingju minnar. fullir af gáska. Lífið gullið loforð. En skuggar sorgarinnar hlóðust að mér sem eilíf nótt. Góði guð, hví skal ég vera svo einmana, sem veðurbarinn steinn á eyðisandi? Hversvegna má ekki einn glitrandi dropi af hreinu regni, af hreinni ást hitta mig í hjartað og nema þar staðar? Einn hlýt ég að bíða — bíð ástarvana, meðan svartir dropar detta hljóðlega. Án hláturs. Án gráts. Ég er aðeins steinn á eyðisandi. Baltimore, 11. 2. 19.50 Gísli llalldórsson

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.