Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 48

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 48
118 HELGAFELL Bréf ýrá Páli Melsted til Hannesar Hafstein Reykjavík 2(i. jan. 1882 Kæri vinur. Það gleður mig að sjá í blöðunum, að þið ætlið að gefa út kvæði Jónasar Hallgríms- sonar o. s. fr. og þessvegna hefi ég tekið eftirrit af þeim 3 bréfum, sem ég á frá hon- um og sendi yður það með svolitlum skýr- ingum, að vísu ómerkilegum en þó betri en alls ekkert. En bréfin sjálf geymi ég og vil að þau komist í vísan stað að mér látnum. Stafsetning á eftirriti mínu er ekki alveg eins og Jónas hafði hana, einkum þó það, að hann skrifaði ekki y heldur i í t.d. firir, ekki fyrir; ekki eftir eins og ég, heldur eptir o. s. fr., en engu hefi ég breytt, ekki einu orði, en úr liefi ég felt ómerkilegt og óþarft gaman, og sett . . . í staðinn. — Meira veit ég ekki til að hjá mér sé eftir hann. Eg hefi skrifað séra Vald. Briem, og beðið hann biðja séra Jó- hann föðurbróður sinn að senda ykkur ef hann hefir, eða veit, eitthvað. Séra Andrés Hjaltason, faðir Jóns skólastjóra nyrðra, hlýt- ur að kunna eitthvað af því sem Jónas orti í Bessastaðaskóla. Jónas sagði mér einhvern- tíma: „Dr. Sclieving fékk okkur (c. Jónasi, Andrési Hjaltasyni og Búa Jónssyni) stund- um dæmisögu og sagði okkur að yrkja út af henni, og settumst við þá uppí lokrekkjur og fórum að yrkja.“ Séra Búi dó á Pi-est- bakka, en séra Andrés lifir, og ég ætla með fullu ráði. Ég kom í skóla 1828 — faðir yðar ekki fyr en 1830, ef ég man rétt — en Jónas dimitteraðist vorið eftir (1829), við vorum þannig saman 1 vetur, en þá hafði ég (engin) lítil kynni af honum, enda var ég neðribekk- ingur, og hann fáfróður, en Jónas var dimit- tendus, og átti þá oft í kappræðum við Jón Hjaltalín, einkum á morgnana í rúmi sínu í Amtmannssona loftinu; rúmin voru þar hvert upp af öðru, og Jónas og hans rekkjunaut- ur í neðra rúmi, en Hjaltalín og hans lags- maður í efra rúminu. Ekki vissi ég til að Jónas gerði vísu þann vetur, en það getur þó vel verið, en mig rninnir að um vorið gerði hann í norðankasti einu þessa stöku: „Hóla pínir hörku bál“ o. s. fr. Hann heyrði ég þá fara mcð kvæði eftir Bjarna, oftar en einu sinni, og man ég einkum eftir því eitt kvöld í rökkri, við lágúm uppi í rúmum og sátum þar, nokkrir piltar, þá þuldi Jónas upp fyrir okkur Sigrúnar Ijóð, og kvæðið um Jón ad- júnkt (föður Bjarna rektors) „Ileyri ég hljórn í húmi lágan“, og hafði ég hvorugt áður heyrt. Það fékk mikið á mig að heyra þetta. og því man ég það nú á 70ta árinu eins og hefði verið í gærkveldi. Sama daginn- sem Jónas hélt sína dimissiónræðu vorið 1829, gengum við ofan á Schevingstún, sem kallað var (á Bessastöðum), og þá taldi Jónas á mig fvrir það, að ég hafði svo lítið skift mér af honum allan veturinn, en hænst heldur að öðrum, og talaði þá so uni fvrir mér, að tárin komu mér í augu; ég var ungur og við- kvæmur og saklaus í þá daga. — A sumr- um var ég hér í Rvik, og Jónas þá á kontoiri hjá Ulstrup, þá hittumst við, en lítið sem ekkert bar þá til sem mér sé minnisstætt. Eitthvert sumar, sem Jónas var hjá Ul- strup, var það einn sunnudagsmorgun að Magnús Konferentsráð í Viðey sá í kíkir sín- um marsvína vöðu vestur á sjó og sendir hingað fram eftir að láta menn vita hvað á ferðurn sé. Menn fara hér á flot fjölda bátum, hafa grjót og mig minnir á sumum hunda, komast vestur fvrir fiskana og reka þá í hóp og ætla inn skipaleið milli Akur- eyjar og Engeyjar; en bændur fram á Nesi, einkum Þórður hreppstjóri faðir Einars prent- ara og fleiri, réðu því að menn fóru fyrir vöðuna og ætluðu að reka hana upp á Eyðs- granda. Fiskarnir óðu, fiskur við fisk, en báta- Kristján Albertsson léði Helgafelli þessi bréf til birtingar, en hann hafði nýlega fundið þau í bréfasafni Ilannesar Ilaf- stein.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.