Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 49

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 49
BRÉF FRÁ PÁLI MELSTED 119 þvagán á eftir með ó]ji og háreysti og grjót- kasti; þar var á einum bátnum Ulstrup, Jón- as og ég, og tveir sem réru. En hvernig fór? Dýrin ráku sig á sker skammt frá Grandan- um, þá urðu þau ær og sneru aftur til liafs, og þegar þau ruddust á bátana, þá hélt ég að þau dræpu ekki mig einan, heldur allan söfnuðinn. Resultatið varð, að 1 marsvín rak dautt á land daginn eftir. Um það gerði Jón- as þetta: „Missum ei það mikla happ“, og er það skop eintómt. Eða so ég segi eins og ég veit bezt. Ég man ekki betur en að hann gerði þá vísu við þetta lækifæri. Þegar Jónas sigldi og var að kveðja hér í bænum, gekk ég með honum, og þá kom- um við í hús Sigurðar kaupmanns Sívertsens — þar sem prestaskólinn var lengi — þar var þá Lárus Sigurðsson aðkominn dauða, og þar kvaddi Jónas hann. Það var urn morgun nál. kl. 8, Jónas sté á skip, en Lárus dó undir hádegið þann sama dag, því segir Jónas: „Lárus á bana bólstur hniginn, líki líkan, er ég land kvaddi.“ Það mun liafa verið 1832. Eg kom til Hafnar 1834 og inn á Garð um haustið eftir Ex. art., flutti saman við Jónas í 3. G. N. 5. — Gísli Einarsen (ísleifsson) flutti út frá honum. So bjuggum við Jónas saman til þess um haustið 1836, að Jónas flutti út. Og þá held ég þeir hafi farið að búa saman þrír: Brynjúlfr, Konráð og Jónas, samt getur verið að mig rangminni þetta. Meðan við Jónas bjuggum saman, varð okktir aldrei sundurorða, þó vorurn við ólík- ir, og fórum í mörgu sinn í hverja átt. Við áttum oftast tal saman, þegar við vorum báð- ir háttaðir, og þá bar margt á góma. Við sögðum hvor öðrum sögur heiman af íslandi allt eins oft frá náttúrunni, landslaginu, fugl- um og fénaði o. s. fr. eins og frá mönnum; fórum með vísur, sem við kunnum, ég austan úr Múlasýslu, hann norðan úr Eyja- og Skagafirði. Einu sinni fór ég með vísur þrjár, sem þrír menn höfðu ort við Jökulsá á Fjöll- nm, er þeir komu að henni ófærri. Ein þeirra er þessi: Vcltur móðan vanaslóð, vellur flóð um grundir, beljar óð á beggja lóð, bagar þjóð um stundir. Hinar nenni ég ekki að skrifa. Þá gjörð- um við nokkrar vísur, sosem viðbætir eða áframhald, um ýmsar ár í Evrópu, þar sem hann átti mestan part og ég nokkuð í. Þessi var t.d. um Rín: Veltur Rín að vana fín vekur pín og ekka, um Fjörgínar forna lín, ferðir dvína rekka. Einu sinni sagðí hann mér frá, Grítni græðara í Eyjafirði, hann hjó tá af stúlku með sporjárni. Út af því bjuggum við til þessar vísur: „Hættu að gráta hringaná“ o. s. fr. Ég segi við af því ég á þar helminginn. Þetta er gamanvrövl, cn ekki skáldskapur, og ég ímynda mér, að Jónasi hefði sízt dottið í hug að láta prenta slíkt. Einusinni kom ég heim frá miðdegisverði, það var vetur, farið að skyggja, ég nennti ekki að kveikja, gekk um gólf og söng þetta: „Nu lider Dagen saa jævnt saa trindt, Alt Maanen staar over Stevens Klint, over Stevens Klint“. Þá kom Jónas heim, og byrjar: „Nú hverfur sólin af himinbaug, en húmið vekur álf og draug, vekur álf og draug“ — og söng þetta, en ég söng hitt. Ég beiddi hann halda áfram. Nei, (>kki gerði hann það. — Hann var latur — Annað sumarið sem við bjuggum saman á Garði, fór hann heim. Nei, það er ekki rétt, það var seinna, Jónas var kominn út af Garði, en ég ekki. Um haustið kom hann á norðan, sem oft kann verða, og við áttum von skipa og bréfa heimanað, gekk ég þá einn snemma morguns og ætlaði ofan á tollbúð og mæti Jónasi á Austurgötu, þá nýstignum á land. Ég sá að hann var berhálsaður með bera bringu, og spyr hann að hvernig á þessu standi. „Ég átti engan hreinan kraga, og tók það so til bragðs að gjöra mig að þýzkara“. Kílarstúdentar gengu þá oft með bera bringu. IMeðan Jónas var í skóla voru þeir góðir vinir hann og Gísli ísleifsson á Brekku, mág- ur minn sem seinna varð, og faðir séra ís- leifs í Arnarbæli. En so liljóp einhver snurða á þráðinn, so Gísli talaði ekki orð við Jónas,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.