Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 53

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 53
KAREN BLIXEN 123 að allur skiíldskapur kennai- sé án kjarna. Hér mun reynt að sýna fram á, að þessir dómar fá ekki staðizt við nánari athugun. Staðhæft er að allur sannur skáldskapur reyni að kryfja tilveruna til mergjar. Þetta er og höfuðviðfangsefni Karen Blix- en. I hinni frábæru smásögu „Vejene om- kring Pisa“, kemur þetta viðhorf skýrt fram. Það er fyrsta sagan í „7 jantastiske jortœll- inger“, fyrstu bók hennar. Hinn margslungni söguþráður er í stuttu máli á þessa leið: Ung stúlka er neydd til þess af ættfólki sínu, einkum öinmu sinni, að gift- ast gömlum prinsi, sem ekki er fær um að gegna lijúskaparskyldum sínum. Þegar eigin- maðurinn kemst að því, að kona lians á sér ástvin, kaupir hann ungan vin sinn til þess að ræna hana meydómi sínum. A þennan liátt hyggst prinsinn koma í veg fyrir skilnað þeirra og það hneyksli, er uppvís yrði hin raunverulega ástæða, getuleysi hans. En þessa örlaganótt læðist kona hans úr rúmi sínu og fer á fund vinar síns til þess að ráðgast við hann um flótta. Iíún fær beztu vinkonu sína til þess að gerast staðgengill sinn í hjóna- sænginni og leyna fjarveru sinni. Unga frúin gengur svo fyrir páfa og fær hjúskaparsáttmálanum riftað. Síðar hittast þeir, gamli prinsinn og hinn ungi vinur hans, á veginum til Pisa. Fannst prinsinum, að ungi maðurinn hafi brugðizt sér. Eykst það orð af orði og lýkur deilu þeirra með einvígi. Unga stúlkan, staðgengill frúarinnar á einn- ig leið um veginn. Hún gengur á milli þeirra og segir allt af létta um nóttina góðu og verð- ur prinsinum svo um, að hann deyr. Ein aðalpersóna sögunnar er gamla aðals- frúin, sem af ótta við barnsburð neyðir dótt- urdóttur sína í óhamingjusamt hjónaband. Hún er dæmi um þá manngerð, sem sættir sig ekki við lífið, en gerir uppreisn og gagn- rýnir fyrirætlanir guðdómsins. I lok sögunnar, þegar dótturdóttir hennar er gift góðvini sínum og hefur eignazt barn, er hún þó búin að læra af atburðunum á veg- unum umhvcrfis Pisa, og segir: „Líf okkar er tiglamynd, sem skaparinn býr til og raðar saman, broti við brot. Hefði mér bara verið ljóst, að þessi litli, yndislegi gimsteinn (þ. e. barnið) er miðdeiiill myndarinnar, hefði ég vitað gerð hennar alla; j)á liefði ég heldur ekki sundrað henni hvað eftir annað, og bakað Drottni })á fyrirhöfn að setja liana saman aftur.“ I sambandi við leikbrúðusýningu segir á öðrum stað í sögunni, að lifið sé skopleikur og sönn hamingja sé einmitt í því fólgin — að taka j)átt í leiknum, „og loksins þegar ég er farin að leika með, vil ég fyrir alla muni halda áfram. En ó, j)ið samleikendur mínir — missið ekki sjónar á hugsjón höfundarins, en flytjið hana óbrenglaða í hverju atriði.“ Fyrsta sporið til j)roska hlýtur því að vera, að reyna að gern sér ljóst, hvað guðdómur- inn ætlast fyrir með líf okkar. Mikilvægast af öllu er að komast að þessari fyrirætlun þrátt fyrir fordóma í trúmálum og stjórnmál- um. Alltof mörgum verða aldrei fullljósar þær ákvarðanir, sem þeir hafa tekið með sjálf- uin sér, vegna þess að allt hið borgaralega samfélag sníður einstaklings])roskanum svo ])röngan stakk. Hvað eftir annað tekur Karen Blixen þetta vandamál til meðferðar. Sögupersónur, sem cru svo þrúgaðar af ríkjandi skoðunum, að einstaklingseðli þeirra er í voða. Þær eiga að- eins um tvennt að velja, brjóta af sér böndin eða farast. Þetta kemur skýrt fram í smásögunni „Pet- er og Rosa“. Uppeldið á prestsetrinu hvílir sem þungt farg á Pétri, svo þungbært, að liann losnar ekki við það fyrr en í dauðanum. Þessu yrkisefni eru gerð enn betri skil í stuttri og fallegri frásögn, „Tlistorien om en 'perle". Segir þar frá ungri konu úr borgarastétt, sem giftist ungum liðsforingja af aðalsætt. Lífs- skoðanir þeirra eru gjörólíkar. Sagan fjallar uin baráttu milli þessara tveggja lífsviðhorfa. Hin frjálshuga lífsskoðun ungu konunnar sigr- ar á þann hátt, að hún fellst á viðhorf eigin- mannsins. í draugasögunni „Et familieselshab i Hel- singör“, er ennfremur vikið að þessu vanda- máli. Tvær gamlar systur hafa aldrei átt hugdirfð til þess að lifa lífinu að vild sinni. Bróðir þeirra sagði sig úr lögum við oddborgarana og ferst að lokum sem sjóræningi. En hann var búinn að lifa að lyst sinni. Þess vegna var líf hans hamingjusamt. Það er átakan- legt, þegar fólk — eins og systurnar tvær — hafa ekki þor til þess að lifa lífinu á þann hát.t, sem guðdómurinn hefur af þeiin krafizt. Sá harmleikur er kjarninn í hinni merku smá-

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.