Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 54

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 54
124 HELGAFELL sögu ,rAlkemene“. Þar segir frá ungri stúlku, sem alin er upp á prestssetri, þar sem strang- trúarmaðurinn ríkir einn. Atökin í sögunni eru á milli kristindóms prestsins og með- fæddrar og frjálshuga og hreinskilinnar lífs- skoðunar stúlkunnar. Þrátt fyrir ofsafengna uppreisn og flóttatilraun sigrar lífsviðhorf prestsins. Og í sögulok er Alkemene einmana, lifsörg og ágjörn: andlega steindauð. Lífið virðist því harla snautt og ömurlegt þcim, sem finna engan tilgang í því eða eru bældir niður, þegar þeir reyna að höndla hann. Skáldkonan bendir þó á eina leið þessum glötuðu sálum til fróunar, drauminn. Hann cr snarasti þátturinn í hinni frábæru smásögu „DrömmerneHún hermir frá frægri óperu- söngkonu, Pellegrina Leoni. Hún missir rödd- ina í óperubrunanum í Mílanó. Ofan á þessa ógæfu bætist, að hún kýs að deyja andlega, ]). e. hún hverfur yfir í heim drauma. Þá lætur hún rætast á furðulegasta hátt. Ýmist leikur hún skækju í ltóm, byltingasinnaða tízkukaupkonu í Basel eða dýrling o. s. frv. Aðalatriðið er að staðna aldrei svo lengi í einu hlutverki, að lífið sjálft nái tökum á henni. í sögunni segir um þetta draumavingl. „Veiztu, að beygirðu stólparótina á kaffi- trénu, sem þú crt að gróðursetja, skýtur það brátt fjölmörgum rótaröngum upp við yfir- borðið. Tréð nytjast aldrei og ber ekki ávöxt, en það blómgast fagurlegar en hin trén. Þessir rótarangar eru draumar trésins. Þegar það skýtur rótarsprotum, þarf það ekki að hafa áhyggjur af beygðu stólparótinni framar. Það lieldur í sér lífinu skannna liríð á öngunum. Einnig má segja, að þeir hjálpi því til þess að deyja — því að draumavinglið er í raun- inni sjálfsmorðsaðferð siðfágaðra manna.“ Að vísú bendir Karen Blixen á þessa leið, en telur hana jafnframt neyðarúrræði. Sama hugmynd kemur fram í nokkrum öðrum ævintýrum, einna greinilegast og jákvæðast í ævintýrinu „Det dröminende bam“. Hlut- verk múgamannsins í lífinu er því að komast að áformum guðdómsins í tilverunni með sjálfskönmm. Takist það ekki, má lifa í draumum sínum. Það er líf hinna óhamingju- sömu unnenda og aukaleikara lífsins. I þessu sambandi vaknar önnur spurning. II ve rnig er þeim lieimi háttað, sem sögu- persónurnar lifa og hrærast í? Það er heimur harðneskju og iniskunnar- leysis. Um hann fjallar hin snilldarlega smá- saga „Sorg-agre“. Þar segir frá konu, er á son, sem ákærður er fyrir glæp. Hann á harð- an dóm í vændum. Óðalsbóndinn gefur kon- unni þó færi á að bjarga syni sínum. Hún á að hirða rúg af akurgeira á einum degi — margra manna verk að jafnaði. Iíún tekur boðinu og lýkur verkinu, en hnígur niður dauð að því loknu. Kjarni sögunnar kemur skýrast fram í sam- ræðum óðalseigandans og frænda hans. Frænd- inn vill láta óðalsbóndann gefa syninum upp sakir, en bóndinn getur ekki fallizt á það. „Anne Marie gæti haldið, að ég mæti lítils strit hennar, cf ég nú á síðustu stundu ónýtti og afnæmi refsinguna með öðrum og nýjum fyrirmælum . . . Þá mundum við ef til vill sjá hana enn hlaupa fram og aftur um akurinn, þar til kornið væri allt liirt. Það yrði hörmu- leg sjón og ósiðlega brosleg — rétt eins og lítil reikistjarna, sem hefur villzt af braut sinni og þeysti um geiminn, eftir að þyngdar- lögmálið væri úr sögunni.“ Nákvæmlega sama skoðun kemur fram í smásögunni „Syndjloden over Norderney“. Þar segir kardínálinn áheyrendum sínum frá nautaati. Úrvalsbardaganaut er skyndilega náðað, öllum á óvænt. Viðbrögð þess verða ofsareiði. IIví að þjást þrisvar sinnum og fá síðan að vita, að allt er grín, mistök? Ekki er erfitt að ráða í boðskap höfundar í sögunni „Sorg-agre“. Þrotlaust strit og ævi- lok gömlu konunnar á sólheitum akrinum táknar mannsævina. En eins og óðalsbóndinn getur ekki afnumið lögin, en verður að fram- kvæma þau eftir orðanna hljóðan, þannig getur guðdómurinn ekki heldur fellt niður neinar þær þjáningar, sem maðurinn verður að þola. Að áliti Karen Blixen komumst við ekki að jákvæðari niðurstöðu um lífið en að þjáningin sé mönnunum meðfædd. Hún er einnig skilyrði þess, að menn skilji sjálfa sig og aðstöðu sína í lífinu. Þetta kemur hvað ljósast fram í annarri sögu úr smásagnasafninu Vintereventyr, sem heitir „Fra det gamle Danmark“. Hún er mjög torskilin útlendingum, því að menn verða að þekkja sögu Eiríks Glippings til þess að skilja hana til fulls. Eiríkur konungur hefur ekki numið lífslistina. ITann vill ekki fallast á þá kosti, sem lífið setur honum. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.