Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 55
KAREN BLIXEN
125
fyrstu verður hann því einmana og einangr-
aður. Þá kemur til hans vinur og segir hon-
um sögu, að hann mætti af henni læra. Eitt
sinn var Guð orðinn áhvggjufullur vegna
stöðugra kvartana mannanna yfir lífinu. Iíver
er ætlunin með lífinu? Hví er það svona
miskunnarlaust og grimmt? Ilvers vegna?
Guð stígur þá sjálfur niður til jarðarinnar og
að þrjátíu og þrem árum liðnum hverfur hann
aftur til himna. „Ég er kominn úr ferð minni
mn jörðina. Nú hef ég kynnzt kjörum mann-
anna. Enginn þekkir þau betur en ég. Ég sá
auinur á þeim og lofaði að líkna þeim. Ég
unni mér hvorki svefns né hvíldar, fyrr en
loforð mitt var efnt. Ég hef sætt mannshjart-
að við kjör þessa heims, sem ég hef búið
því. Ég skýrði fyrir þessum óvitum og dauð-
!egu dárum, hvernig þeir verða ofsóttir og
rægðir, hæddir og húðflettir. Ég kenndi þeim,
að þeir verði hengdir á kross. Ég hef veitt
mönnunum þá lausn á heimsgátunni, sem
þeir grátbændu mig um. Ég gaf þeim frels-
unina (bls. 169)“.
Nú kann einhver að spyrja: í hverju er
frelsunin fólgin? Er hún fólgin í kenningum
Krists? Nei, ekki er það sá kristni dómur og
raunar alls ekki kristindómurinn. Svarið
hljóðar eitthvað á þ essa leið: Lífið er misk-
unnarlaust og það er þýðingarlaust að ætla
að reyna að komast hjá greiðslunni á auð-
veldan hátt. Lífið er dýrt og greiðist með
þjáningunni. Karen Blixen nefnir þessa
grundvallarskoðun sína venjulega ,,nemisis“
og skýrir hana svo: „í sem stytztu máli og
alþýðlegustu get ég sagt, að hugtakið feli í
sér álit á verði og vöru. Það er kenningin um,
að það borgi sig að kaupa eins dýrt og fram-
ast er unnt — eða um það, að ekki er liægt
að gera ódýr kaup.“
Þcssa meginhugmynd er að finna í næstum
öllum ævintýrunum, lítið eitt dulbúna oft og
tíðum eins og henni er tamt. Má þar nefna
sögurnar: Den gamle vandrende ridder“,
„Den unge viand med nelliken“, „En op-
kyggelig historie“ og „Helo'ise".
Hér að framan var því vísað á bug, að
kristindómurinn væri, að skoðun Karen Blix-
en. hin rétta ráðning á lífsgátunni. Ilún notar
að vísu oft kristnar hugmyndir, en hún er
ekki kristin. Eins og getið var um í upphafi
er hún alin upp undir áhrifum unitara. Kenn-
iag þeirra er m. a. fólgin í því, að guðdóm-
urinn sé einn og óskiptur, þess vegna nefn-
ast þeir unitarar. Hinni kristnu kenningu um
þríeinan guð er varpað fvrir borð. En hver
er jiá Jesús? Hann er ekki af guðdóminum,
heldur fyrirmynd — fordæmi. Hann sýndi
okkur hvernig við eigum að lifa Hfinu, eins
og greint er frá í sögunni um Eirík konung.
Hin rétta lausn á vandamálum okkar er að
sætta sig við lífið á sama liátt og Jesús gerði.
Jesús er hin fullkomna fvrirmynd, sem við
eigum að líkjast. Okkur er því ekki ætlað
að trúa á kenningu Jesú, heldur fara að
dæmi hans. Ef við ættum að skoða Jcsú sem
guð, segir Karen Blixen, jiá myndi líf hans
missa gildi sitt, brevtast úr harmleik í skop-
leik. Hugsið vkkur einhvern heilagan Georg,
sem gengur til orrustu við drekann vitandi
það með vissu, að hann muni sigra.
Blixen fjallar snilldarlega um þetta vanda-
mál í sögunni „Sorg-agre“. Þar er hinum alls-
ráðandi Seifi teflt fram gegn hinum máttar-
minni Óðni í samtali þeirra óðalsbóndans og
frændans. Ennfremur í „Syndjloden over
Norderney“, þar sem kardínálinn og greifa-
frúin Nat — og — Dag ræða þetta vanda-
mál. Þau bera saman einvaldskonung ann-
ars vegar og borgarakónginn Loðvík Filipns
hins vegar. Karen Blixen segist að sjálfsögðu
vera kóngserfðasinni, en eins og hennar er
vandinn ber ekki eingöngu að skilja Jiað
stjórnmálalegum skilningi heldur líka trúar-
legum.
Anne Marie í „Sor</-a<7re“-sögunni er for-
dæmi á sama liátt og Jesús. Enn betur er þó
jiessi hugmvnd sett fram í ævintýrinu um
„IIeloise“.
í fransk-þýzka stríðinu 1870 er lítill hópur
manna handtekinn. Þar eru nokkrir franskir
smáborgarar og ungur Englendingur, sérfræð-
ingur í trúarbragðasögu. Þjóðvcrjar ætla að
skjóta ])á sem njósnara. Þó býður liðsforing-
inn að náða ])á, ef ung og fögur kona úr hópn-
um hverfi til lians í Evuklæðum. Hún gríp-
ur hendi snöggt fyrir brjóst sér, en síðan snýr
hún sér til þjáningasystkina sinna og lætur
þeim eftir að taka ákvörðun. Þau kjósa öll
hið dýrkeypta, hafna tilboðinu einum rómi.
En þýzki liðsforinginn hrífst svo af vilja-
styrk og kjarki ungu konunnar, að hann náð-
ar þau öll. Sjö árum síðar rekst Englending-
urinn á konuna aftur og kemur þá í ljós, að
hún er nektardansmær að atvinnu. ITenni