Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 59

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 59
LISTIR 129 ur nýtt á þessu sviði, er kannske ekki úr vegi að minnast lítillega þess sem gert var á síð- asta ári, sem sagt óperunnar Rakarinn frá Sevilla og óperettunnar Betlistúdentinn. Rak- aranum var stjórnað af Róbert A. Ottóssyni, og mun það vera í fyrsta sinn, sem hann stjórnar óperu. Mönnum var því nokkur for- vitni á að sjá hvernig hann kæmist frá þeim leik. Enginn varð fvrir vonbrigðum. Róbert sýndi þarna sína venjulegu vandvirkni og virtist ekki í neinum vandræðum með að halda hinum mörgu þráðum óperusýningar í hendi sér. Söngvararnir voru mjög vel æfðir og yfirleitt var yfir sýningunni mikill músík- alskur stíll. Því miður verður ekki það sama sagt um leiksviðið. Vafalaust er hinn danski leikstjóri sem fenginn var til að setja Rakarann á svið hæfasti maður. Helzt gæti ég trúað að honum hefði verið ætlaður of stuttur tími til þess að vinna verk sitt. Ef útlendur leikstjóri kemur hingað og þekkir hvorki leikhúsið né fólkið, sem hann á að vinna með, er alveg óhugsandi að hann geti unnið verk sitt vel á 4—5 vikum, til þess þarf hann minnst 2—3 mánuði. Sömuleiðis er það mjög óheppilegt að leikstjóri sé ekki viðstaddur að minnst kosti 4—5 fyrstu sýn- ingar til þess að hefla þá vankanta, er í ljós kunna að koma. Sviðsetningin á Rakaranum var svo viðvaningsleg og óunnin að furðulegt mátti teljast. Þeim er þetta ritar fannst, að raunverulega hefði leikstjórinn aðeins verið búinn að leggja ramma, en öll smáatriði hefði verið eftir að vinna. Ekki tók betra við þegar að Betlistúdent- inn kom. Þar var það sama sagan, útlendur leikstjóri, sem alltof stuttan tíma hafði til læss að vinna það, sem honum var ætlað að vinna. Það duldist engum að prófessor Rott var mikill og hugmyndaauðugur leikstjóri. En það er nú einu sinni svo, að það er ekki hægt að smíða gullhring úr kopar. ITugmyndir próf. Rott voru slíkar, að það þurfti þaulvant fólk til þess að gefa þeim líf, en þarna var allt fullt af viðvaningum, meira að segja í sumum aðalhlutverkunum. Mikið var talað um það í sambandi við þessa sýningu, hversu margt fólk væri á sviðinu í einu. Satt var það, fólkið var margt. Gallinn var bara sá, að obbinn af því hafði ekkert þarna að gera. Því verr gefast heimskra manna ráð, sem fleiri koma saman, segir máltækið. Eins er með sýningu sem þessa. Því meira sem í henni er af viðvaningum, því verri verður hún. Þjóðleikhúsið hefir, eins og áður er sagt, tekið sér hvíld frá óperuflutningi. Sennilegt er þó að sú hvíld verði ekki margra ára hvíld. Forráðamönnum leikhússins skal í allri vin- semd bent á, að ekki væri úr vegi að þeir notuðu þessa hvíld til þess að endurskoða viðhorf sitt til óperuflutnings yfirleitt. Þessi starfsemi leikhússins hefir undanfarin ár verið mjög handahófskennd og ómarkviss. Ánægju- legt væri ef henni væri stjórnað svolítið mark- vissara og af meiri þekkingu er hún hefst aftur. Þorsteinn Ilannesson „Skammdegisnótt" Gunnlaugs Schevings Gunnlaugur Scheving lét þess getið í við- tali í dagskrá Ríkisútvarpsins nýlega, að hann hefði ætíð dreymt um að mála risavaxnar myndir. Ég held, að mig misminni ekki að málarinn hafi einnig í þessum sama mynd- listarþætti lýst aðdáun sinni á listaverkum hins forna Egyptalands, Assyríu og annarra ríkja við austurmörk Miðjarðarhafsins, þar sem vagga vestrænnar menningar stóð fyrir þúsundum ára. Þau einkenni stíls og vinnu- bragða, sem hrifu hann mest voru þessi: Stór- skornar en blæbrigðaríkar línur, þróttmikil formbygging og svo það svigrúm, sem lista- manni gefst, þegar hann er ekki nauðbeygður til að takmarka athafnir sínar við litla fleti. íbúar höfuðborgarinnar hafa fengið að reyna það fyrir skemmstu, að Gunnlaugur hefur ekki látið sitja við orðin tóm. Draum-

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.