Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 66

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 66
136 HELGAFELL Strákum scm í gamla daga höfðu þann starfa að vera á tipp, var uppálagt af verkstjórum sínum að dreifa í snatri úr vagnhlössunum, fengu bullandi skammir ef einhvers staðar vottaði fyrir mishæðum, og látnir raka útá vegarbrún öllum hnullungum. Svona var samúðin hér áður með þcim sem um veg- ina fóru. Gömlu þjökuðu vagnhestarnir fundu fyrir hverri minnstu mishæð og lýjandi að ganga á eggja- grjóti á kúskinnsskóm. En vélknúnu tækin, sem nú þeysa um veginn, eru ckki heldur alveg tilfinninga- laus. Nú er ofaníburður fluttur í vegina á stórum bíl- um, sem bera mörg tonn, óhemju magn sem þeir sturta úr sér hverju sinni, og erfitt starf að moka úr öllu með vegaskóflu, enda vinna nú ýtur og veg- heflar verkið. En þó það sé cinkum hraðinn, sem einkennir nútímann, er ekki óalgengt að dragist svo sem vikutíma að róta úr hlössunum, og er það ein skýringin á því, hve þeir sem afla þjóðinni varahluta í farartæki, sem erindi eiga um þessi úfnu höf, eru öðrum fremri um að koma yfir sig fögrum risavöxn- um byggingum. Þó er eitt í nútímavinnubrögðum, sem einna mest minnir á gamla lagið hennar ömmu sálugu við að bæta buxur, setja bót ofan á bót. Viðgerðin á asfalt- vegunum í höfuðstaðnum og nágrenni hans. Þegar holur myndast í þessa fallegu vegi, eru þær ekki fylltar líkt og skemmdar tennur eða nútímaskradd- arar setja bót á slitið fat, heldur eru holurnar fyrst jafnaðar og síðan skellt þar ofaná miklu magni af asfalti, unz komin er hæð, ekki ólík þeim, sem fljót- lcga verða í mikilli umferð, er láðst hefir að jafna úr bílhlössum. Þetta finnst mörgum einkennileg vinnuaðferð og fer í fínu taugarnar á veikluðum far- artækjum. Þó kárnar fyrst gamanið þegar setja þarf bót ofan á bótina, eins og hjá ömmu gömlu í dentíð. Sá sem þessar línur skrifar hefir stundum ekið á asfaltvegum erlendis og staðnæmzt þar sem vega- gerðarmenn eru við vinnu sína, til þess að fá upplýst hvort gamla lagið að heiman sé viðhaft þar eins og hér. En til undrunar fæ ég að vita að þetta sé ekki gert, heldur kapp lagt á hitt, að láta blettinn sem varð fyrir hnjaski af ómjúkum farartækjum líta út eftir viðgcrðina scm líkast því sem hann var áður. Og nú brjóta margir heilann um það hver muni vera ástæðan fyrir þesum ólundarlegu vinnubrögð- um, og hvort þeir sem þetta verk annast, ættu kann- ske í viðgerðarverkstæðum, sem lítið hefðu að starfa, eða seldu varahluti. En því fer mjög fjarri að skýr- ingin sé svo einföld, mér liggur við að segja mann- leg, heldur er hér keppzt af öllum lífs og sálar kröft- um við að hylla fornar dyggðir hennar ömmu sálugu á Eyrarbakka. Samt er stöðugt yfir því kvartað hve unga kyn- slóðin sé nýungagjörn. R. /. Nýtt HELGAFELL kemur út fjórum sinnum á ári, 16—17 arkir. Áskriftar- gjald er 120 kr., sem jafnframt gefur áskrifendum full félagsréttindi í Bókaklúbbi Helgafells. Gerizt áskrif rndur Nýs Helgafells Gangið í Bókcklúbb Helgafells Veghúsastíg 7, Reykjavík — Pósthólf 156 — Sími 16837

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.