Alþýðuhelgin - 26.02.1949, Blaðsíða 6

Alþýðuhelgin - 26.02.1949, Blaðsíða 6
62 ALÞYÐUHELGIN vanda til, og ennþá fölvari nokkuð, að mér virtist, því ég horfði á liann. Hann tók til máls og heldur lágt og seinlega í fyrstu, en er minnst varði, hækkaði rómurinn, og úr því streymdi ræðan óstöðvandi frá vör- um hans, og fylgdi hverju orði föst áherzla. Eigi var ræðan löng, en nógu löng til þess að koma rauðum lit á vanga og andlit Jóns Sigurðssonar. Og er allir þingmenn tóku undir og a'ptu orðin: ,,Vér mótmælum allir,“ var hann rauöur sem dreyri i andliti og allur líkami hans skalf af geðs. hræringu. Alla þá stúnd er hann tal- aði, hafði ég aldrei mín ungu augu af hinum mikla fulltrúa hinnar ís. lenzku þjóðar, og allir þjóðfundar- mennirnir tóku undir svo hátt og hvellt og samróma eins og hrópið kæmi úr einum barka . . . Nú var það, að Trampe skipti litum. Hann flýtti sér í miðjum æsingunum niður úr konungsfulltrúastólnum og út úr salnum, nálcga á hlaupi. í þingsaln- um, þegar þetta gekk á, stóð danskur fyrirliði, Rifleberg, en engir aðrir ut. anþingsmenn nema við, Þorvaldur og ég. . . . Riflcberg var þar, ímynda ég mér, einungis grcifanum til varnar.“ ÚR BRÉFUM STEPIIANS G. í bréfum Stcphans G. Stcphansson. ar er á nokkrum stööum rætt um Bertel Högna Gunnlaugsson, og á þann veg, að maöur veröur nokkurs íróðari um skaplyndi og hagi þessa sérstæða gáfumanns síðustu árin, sem hann lifði. Fyrst minnist Stephan G. á Bertel í bréfi til Eggerts Jóhanns. sonar, dags. 11. maí 1911. Þar segir:, ,,Já, það er sárt með Gunnlaugsen, af því mann skortir dugandi ráð. Honum yrði líklega elcki hjálpað, sem hversdagsmanni, þó tök væru til. * Hann er ættgóður, og hefur með höfðingjum verið, hann gæti því aldrei á hrcppinn farið, uppistand. andi. Vissi maður af vini hans, þar sem hann er nú, sem væri svo laginn og honum viljaður að líta eftir hon- um, bægja frá honum beinum skorti og áhyggjum, án þess að karl kæmist í grunsemd um aö vera gustukakind, þá er ekki víst, að um hann yrði bet. ur búið. Hugsa mætti sér og hitt, vildu einhverjir landar hér hlynna að honum, án þess á bæri og hann yrði var: Borga honum í orði kveðnu fyrir eitthvert handrit, ef hann ætti og mögulegt er við hann að tæta um verð. Þá væri hann ekki að þiggja gjöf og kaupendum cngin spurn, hvað útgengilegt væri, ef svo stæði á. En ég veit, hvað ísland ætti að gera: Bjóða honum kennarastöðu við nýja háskólann, þessum ’víðförla fræði. manna öídung sínum og samtíma- manni Jóns Sigurðssonar. Ég sé ekki, að höfðingja.skap Gunnlaugsens gæti þykkzt af því, miklu heldur hugnazt það, jafnvel þó hann líti smáum aug. um á allt íslenzkt og gæti livorki né vildi þiggja. Ég vcit, háskólinn cr nafnið eitt, vísir tómur enn. Ég veit ckki, hvaö mætti nefna kennslugrein Gunnlaugscns, hann er „sanskríting- ur“ og eílaust fróður í því, sem ég kalla máltengdafræði (sem þeir r. efna „samanburðar.málfræði"). En það cr heldur ekki kennslan, sem ég er að hugsa um, heldur sæmdarverk fyrir þjóðina, sem henni væri lítil út. lát í, þó til launa kæmi, eins og stendur á aldri. Líklega ónytjaverk að skrifa um það hcim. Öll sæti líklega fyrirfram veðsctt. Gunnlaugsen í þjóðtrúnni sérvitur, kaþólskur, drykkfelldur o. s. frv. Og þó hefði verið gaman að stinga upp á því, hcíði maður vitað veginn og manninn, sem til mætti tala.“ Eins og' Ijóst cr á þessum orðum St. G. St., hefur Gunnlaugsen átt við mjög þröngan ljost að búa síðustu æviárin. Kemur það cnn betur fram í öðrum bréfkafla til Eggerts Jó- hannssonar, dags. 11. nóv. 1911: „Aldrei hafði Sigurður ^Helgason, sem hér var um tíma, gengið skó sína til gamla Gunnlaugsens. En norskan ritstjóra þekkti Siguröur, sem var karli kunnugur. Sá kvartaði helzt undan því, að nærri væri engum unnt að hlynna aö karli, sökum sjálf. stæðis.lundar hans. Myndi Norð- mönnum þar veita létt aö líta til með honum, væri ekki þessi annmarki á. Sagðist t. d. sjálfur hafa gengið til hans að haustlagi, þegar hann vissi Gunnlaugsen klæðfáan; borið hlýja yfirhöfn yzt fata, cn tekið hana af sér inni lijá karli, eins og gerist, sætt færi að láta hana liggja eftir, þegar hann fór heim, og fengið svo Gunn. laugsen til að nota hana, því allt væri það fyrir hending og glevmsku sína, að hann tók hana ekki með sér, en væri sér nú alveg óþörf, því nú ætti hann aðra. Svona brögð kvað hann einu vopnin, sem bitu á skyrtu- leysi þsssa gamla Högna. Maður þarí að vera bæði vænn rnaður og kaem1 til að skipta við svona skap. Engi° smámenni eiga vit til að virða þafr og því síður kænsku til að komast kringum það.“ Loks minnist St, G. St. á Bertel Högna í bréfi til Guðmundar Finh- bogasonar 15. marz 1925. Þar kemst hann m. a. svo að orði: • „Erindi mitt er að koma á þté gömlu bréfi frá Bertel Högna heitn- um Gunnlaugsen, rituðu öðrum manni, Sigurði Ólafssyni, sem nú er prestur að Gimli í Nýja-íslandi, e*1 hann gaf mér það fyrir nokkrum ár- um síðan og mátti ég ráðstafa, sem vildi. Ef til vill ræðst ég' á rangan mann, því ég seridi það til geymslu, ef hæfa þykir, en staður fyrir það cr kannske ekki í þinni ,,hillu“. . . . Mér þykir bréfið nokkuð merkilegt sökum þess, hvað sagt er í því um enskuna og fleira; svo haf ég undarlega við- kvæmni fyrir minningu þessa „týnda sauðar af húsi ísraels“, Högna heit- ins, sem ég þekkti þó ekki og fáir munu minnast. Hann var víst við fárra fjöl felldur, líklega Hindúí 1 anda, en íslendingur í eðli. Þeir fáW sem kynntust honum, luku á haiW lofsorði fyrir lærdóm hans. í Tacoma bjó hann að sögn í einsstu, í lélegum kofa, sem fáir vissu hvar var, við íræði sín og fátækt. Dró sig í hlé, og náðu fáir fundi hans að mun. Nokkrm menntamenn þekktu hann þó, Norðmenn þar voru hróðugir rim hann.“ -----------4---------- Ólöf ríka. Á Skarði á Skarðsströrid eru til ör- nefni frá síðari öldum, en þó hdz frá tíð Ólafar ríku Loftsdóttur °° Björns Þorleifssonar, er voru uppi ‘l 15. öld. Fyrir handan ána gegnt bWn- um lét Ólöf gcra skála, og setti Þal hina ensku menn, sem hún liafði tek- ið fangna í hefnd eftir Björn bónda sinn, scm enskir drápu í Rifi, úe hún þá sem þræla og lét þá hlaða gaI kring um allt túnið á Skarði, síða11 hsitir þar á Manhcimum. Suma a þeim er sagt hún hafi látið hvöggva á Axarhóli milli Reynikeldu og Kr°sS; Ólöf var auðkona; í túninu á Skarð* heita Smjördalshólar; þar hafði 01° smjörskemmur sínar, og sjást °nn rú^ir þeirra. (Þjóðs. J. A.)

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.