Alþýðuhelgin - 14.04.1949, Page 6

Alþýðuhelgin - 14.04.1949, Page 6
118 ALÞÝÐUHELGIN á œvi minni, að verða að skilja þau við mig, cn mér þótti líka liart að verða að skilja hana eina eítir svona á sig komna og húsvillta. Þá bjó Þuríður systir mín í Núps- koti, og fékk ég þar húsnæði. Svo fór ég að bera við að slá, en þegar ég var búinn að vera við það nokkra daga, þá bólgnaði upp á mér hand- leggurinn, svo ég mátti hætta. og fara að leita mér lækninga, og fór ég til Lárusar. Ilann hjálpaði mér um með- ul, og sagði hann að það væri bóigu- veiki. Nú gat ég akkert gert nokkra daga; svo f/,r að draga úr bólguna við meðalabrúkunina. Þá fór ég í svsit og vann það, sem eftir var af síætt- inum, og voru það fimm vikur, og hafði ég alltaf vafinn handlegginn með vatnsvotum klút, því alltaf var að grafa í honum, og gerði það út um réttirnar í mörgum stöðum. Þegar ég kom suður, Var Sigríður nýbúin að eiga barnið. Um það leyti skrifaði hreppstj. bréf til húsbænda okkar og fyrirauð þeim að lofa henni að vera, og þar með, að þau mundu ekki fær að taka upp á sig þann kostnað, sem þar af leiddi, nefnilcga sektina, en Þuríöur systir mín fór mcð bréfið til sýslumannsins. Þegar hann var búinn að lesa það. beiddi hann hana að lofa Sigríði að vera og hlynna að henni sem bezt hún gæti. Sigríði heilsaðist vel, cn barniö dó. Nú höfðum við ekki aðra lífsbjörg til að scljast að með um haustið en það lítið ég fékk í kaup um sumar- ið, en ekki var útlit fyrir að ég ætli hægt með aö vinna mikið. Þó'för ég að róa öðru hvoru, og svo var ég að basla við að vefa, og af þcssu lifðum við góðu lífi. Allt átti ég mjög erfitt með að gera, því handleggurinn var allur með sárum. Það var komið fram á þorra þegar þau greru. Nú um vorið fórum við að Svið- holti. Þá tókum við Ráðhildi litlu aftur um haustið, upp á það að reyna að hafa af fyrir henni með guðs hjálp. Þegar ég fór að róa á vetrarvertíðinni, þá datt sár á mið hnúann á litla fingrinum, svo að all- ar taugar fóru í sundur ofan á hon um, svo að ég varð nú að hælta zið að róa um sumarmál. Svo nokkru seinna fór ég inn í Reykjavík til J. Jónassens að sýna honum fingurinn, og þótti honum sjálfsagt að taka hann af. Ekki tók hann neina borgun ÚU SJÁVAIIBOKGARANNÁL. 1586. Þennan vetur skeði sá undarlegi til- burður á Hólum í Hjaltadal, að einn uppvaxtarmaður, Vigfús að nafni, sonur séra Jóns, sem kallaður var prinni af Siglunesi, hver veriö hafði í skóla, en þá skikkaður í prenthús, hengdi sig sjálfur i snæri í Hóla. kirkju á þverbitanum bak við altarið, en innan múrinn. Biskup herra Guð- brandur fann hann fyrstur manna, því hann hafði þar nærri sér í snör. una komið, sem biskup var vanur fyrir það, og þar til gaf hann mér fullt glas af meðulum til að græða sárið, og ber mér að minnast þess mcð þakklæti, cins og alls annars, sem mér hefur verið gott gcrt bæði af skyldum og vandalausum; ekkert mátti ég rcyna á hendina fram eftir vorinu. Við vorum í Sviðholti um fjögur ár og komumst af án sveitarstyrks. Svo fórum við að Svalbarða og vorum þar í tvö ár. Þá var mjög erfitt manna á milli. Þann vetur fengum við 6 kr. af gjöfum. Annað fcngum við eklci af þeim, þó að þær gengju á hverju ári. Seinna árið, sem við vorum þar, var þó mikiö bágara hjá fólki, og þá urð- um við að fá sveifarstyrk. Þann sama vetur fór ég um þorrakomu suður í Garð til að reyna að hafa af fyrir mér, og var ég þar í 10 vikur. Ekki fór ég nema með fárra daga björg af mat, en enga feiti, því að hún var ekki til. Daginn áður en ég fór, fann ég Magnús í Halakoti, sem þá var oddviti í Bessastaðahreppi, og nefndi ég við hann, hvort hann viidi ekki svo vel gera og hjálpa rhér um tveggja eða þriggja króna virði af gjöfum, sem þá var verið að höndta með, en það var óðara nei, og hélt hann, að þær væru ekki ætlaðar Grímsneshreppi. Þó að maðurinn hafi nóg af viti, þá gleymdi hann því í það sinn, að Grímsnesingar höfðu að gera sína bæn kveld og morgun- Meina menn hann muni ei aldeilis örendur hafa verið, nær biskupinn fann hann, þar hann skipaði að dreypa á hann, en það dugði ei. Er almennilegt tal, að með þvi þessi pilt- ur hafði áður í skóla vcrið ónæmur og skilningslítill, hafi hann bundið contract við Satan, hvað af þessum versum hafi orsakazt, er Satan hans vegna kveðið hafi af vissu tilefni, sem hér er of langt og hégómlegt inn að setja. En versin hljóða svo: Vector ovem binam per spinan traxit eqvinam. sent þeim gjafir fyrir nokkrum árurn- Nú um vorið 1886 hætti ég þessu búskaparbasli, vistaði mig hjá bróð- ur mínum í minni sveit og er nú á öðru ári síðan. Nú á vetrarvertíðinni ætlaði ég að róa hjá Guðmundi Eyí" ólfssyni í Hlíð í Garðahverfi, en fékk svo vonda ígerð í sama handlegginn. að ég gat ekki róið í mánuð, svo að það eru orðin nokkur örin á honum- í hinum handleggnum er ég líka mikið bilaður, svo að ég á fremur bágt með að vinna örðuga vinnu Af þessum fáu línum má sjá, að ég hef þurft mikillar hjálpar við. Það var nokkuð svipað fyrir Sigríð1 barnsmóður minni. Hún var ekkja og margra barna móðir, þegar hún kom til mín, og fóru mörg af þeim á sveit, þegar hún missti manninn, enda vorU þau búin að þiggja nokkurn sveitar- styrk, áður en hann dó. Þegar fjölskylduheimili verða að takast svona upp á hreppana árlega, er von að bændur kvarti um sveitar- þyngsli, og hefði þess vegna verið ómissandi að stofna styrktarsjóð handa fátækrabörnum, og væri enn, ef mögulegt væri, og sýndist mer óskaráð, ekki sízt fyrir ungt og óg'ft fólk, að fjölmenna þann flokk. f’a getur skeð, að hinir eldri verði ekk1 eft.ir, og þó fátækir séu.

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.