Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Blaðsíða 3

Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUIIELGIN 243 stað. Og mcð miklum söknuði og þakklæti kvaddi cg þau ágætu hjón, Þorlák og Margréti. Og bjó Jiún mig út með nesti og gönguskó — sauð- skínnsskó — og að öðru leyti eins og ég væri sonur hennar. Hjá þessum ágætu hjónum hafði mér liðið svo vcl þennan vetrartíma, að ég gat ekki hugsað mér betri líðan þótt í íorcldrahúsum liefði verið. Þeim mun hafa fundizt ég þurfa sérstakr- ar umhyggju við. Því að þótt ég væri þctta gamall að árum, var ég írem- ur lítill vexti og mikið barn að mörgu leyti. Allur minn hugur hing- að til hafði aðallega snúizt um bæk- ur og námsgrúsk, stefnulaust til allr- ar frambúðar. Veður var hryssingslegt þennan dag, með éljagangi, en frost lítið. Við héldum greitt, og segir lítið af íerð okkar íyrr en til Keflavíkúr kom. Við liöfðum hvorugur farið þessa lcið fyrr. Þekktum cnga bæi, og gáf- um engan gaum að umliverfum eða bæjarhúsum. Helzt fannst okkur allt þctta jafn sviplaust og lágreist og ströndin sjálf. Og nú gat hún eldd drcgið fegurð liafsins í sinn dilk, því að þcnnan dag var það ýmist úfið og grett eða éljum liulið. Um sexleytið munum við hafa komið til Keflavíkur. Guðmundur vildi ekki gista þar um nóttina, en liélt af stað heimleið- is um kvöldið. Ég leitaði strax uppi Jiús Arnbjarnar. Hann var nú ekki lieima, eins og vænta mátti. En góð- ar og hlýjar móttökur fékk ég lijá konu hans, Þórunni Bjarnadóttur, á hinu vistlega heimili þeirra. Hún var þolikaleg kona ásýndum og nokkuð aðsópsmikil í framgöngu. Hafði auð- sæilcga verið glæsileg á sínum yngri árum, en var nú farin nokkuð að rcskjast. Greind var hún álitin, og' mjög ættfróð, og féklt ég dálítið að kenna á því, þegar ég hafði setið að snæðingi og búinn að jafna mig eft- ir ferðina. Varð ég þá að leysa frá skjóðunni og greina frá ætt minni — um óðul var fátt að segja. Það kom þá upp úr dúrnum, að frúin var stórfrænka mín. Hún var nefnilcga syslir séra Þorlæls á Reyni- völlum, þess mæta manns. Og' þeg- ar hún félvk að vita, að ég væri skyld- ur séra Bjarna í Steinnesi, kom þetta allt af sjálfu sér, því að vel var hcnni kunnugt, að séra Bjarni var frændi séra Þorkels og því einnig hennar frændi. Ég hafði nú heyrt það í Steinnesi, að ég væri eitthvað í ætt við séra Þorkel. En ég hef alltaf verið fremur feiminn við að telja mig í ætt hinna svokölluðu Jieldrimanna, fundizt sumum reynast slílct vafa- söm meðmæli. En það eina, sem ég liafði af Þor- keli presti að segja, var, að í Stein- nesi lærði ég íslandssögu hans. Sú bók þótti niér bæði óþýð og erfið viöurcignar. Séra Bjarni var góður sögukennari, og var ekki ánægður með sögunám lærisveina sinna ef þeir mundu ekki öll ártöl, sem fyrir komu. En það var þrautin, því sums staðar í íslandssögu Þorkels cru milli 10 og 20 ártöl á sömu blaðsíð- unni. Ég hafði þess vegna engar sér- stakar mætur á séra Þorkeli. En nú kom það sér vel að vera frændi hans, og tóli ég því tveim höndum. Því ég gat búizt við öllu góðu af þessari nýju frændkonu minni, systur hans. Ég liafði orðið þess var, að ættfróö- ar manncskjur eru öðrum fremur frændrækið fólk. Og það reyndist mér ávallt þessi kona vera. Ég liynntist lienni vel síðar. í Keflavik dvaldi ég í 2 daga, hjá frændkonu minni, í bezta yfirlæti. Sama hvassviðrið hélzt, og enginn kom togarinn inn. Á 3. degi lagði ég af stað suður í Hafnir. Nú hafði ég engan fylgdar- mann og varð að bera bæði kofortið og fatapokann. Þetta voru dráps- klyfjar. En þó gekk ferðin vel. Ég komst suður þángað fyrir myrliur. Frænka mín skrifaði nokkrar línur með mér til Ólafs Ketilssonar, því að þau þekktust. — Hefur sjálfsagt látið þess gctið, hverrar ættar ég var. — Ólafur tólí vel á móti mér. Ólaf Ketilsson, bónda og formann í Höfn- um, varð mér í fyrstu nokkuð star- sýnt á. Stór maður vexti og karl- mannlegur í hreyfingum, með skýr augu undir nokkuð þungum brún- um, hreifur í máli. Svipurinn hreinn, og ljóst yfirbragð. Hér gat engum dulizt höfðingi í lund og þrekmenni. Ég gjörði nú Ólafi kunnar allar mínar ferðafyrirætlanir, og var ekki laust við að hann setti liljóðan. Svona lítilsigldan og lítt útbuinn ferðamann ‘bjóst lrann ekki við að togarar tækju til útflutnings. Og livað yrði svo um slíltan mann, þcg- ar til Englands kæmi, þar sem hvorki var fé til hjálpar né frænda að leita? En þegar lrarin heyrði að þetta var ófrávíkjanleg fyrirætlun mín, tók hann því vel, að flytja mig út í tog- ara og tala máli mínu. Næsta dag var svo lagt af stað, út í togara þann, er næst lá landi. Ólaf- ur þckkti skipstjórann á honum. Ég var lilífðarfatalaus, og þar af leið- andi æði berskjaldaður fyrir ágjöf- um og öðru vosi. Þegar upp í togarann kom, var auðséð að þeir þekktust vel skip- stjórinn og Ólafur. Og þegar beir höfðu ræðzt við nokkra stund, komu þeir til mín, og heilsaði skip- stjórinn mér fremur glaðlega, mældi mig með augunum hátt og lágt, en með freiuur lítilli aðdáun, að mér virtist. Fór svo með mig upp á stjórn- pallinn og benti mér á áttavitánn. Ég gat nefnt 4 liöfuðáttirnar á góðri ensku. Yfirleitt skildi hann allt vel, sem ég sagði, en mér geklc ver að skilja liann, og lrrósaði lrann mér fyr- ir hve ég talaði mál hans skiljarilega. Og hugsaði ég þá mcð þakklæti til míns góða kennara Ögmundar. Þessi komþáskunnátla þótti honum þó helzt til lítil. Og þegar honum varð cinnig lcunnugt, að ég hcfði aldrei fyrr stigið fæti um borð í tog- ara, hristi hann höfuðið. Og hér kom líka að því, sem Ólaf hafði grunað: Ilvað átti hann að gjöra við mig þeg- ar til Englands kom? Við komum í annan togara. En allt fór þar á sömu leið. Var nú dagur að kvöldi kominn og haldið til lands. Mér þar þungt í huga yfir þess- um málalokum. Og' sá ég það á Ólafi, að honum þætti ekki vænlega liorfa. Ráðlagði hann mér nú eindregið, að hætta við þessa fyrirætlun mína. Bjóst hann við, að það myndi engan árangur hafa að reyna frekara við togarana. En ég sat fast við minn keip, staðráðinn í því, ef Ólafur neit- aði að liðsinna mér framar, að leita þá til Arnbjarnar. Þetta lét ég hann á mér skilja. En þá var eins og hon- uum hlypi kapp í kinn. ,,Við skul- um reyna hvernig það gengur á morgun“, sagði hann þá. Ég held að lionum hafi nú vcrið farið að geðjast vel að því, hvað ég var einbeittur við þetta, því að nú glaðnaði yfir lronum, og fór hann svo að segja mér ýmsar sögur um skipti sín við togaraskipstjórana. Næsía dag var aftur haldið frá

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.