Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2007, Blaðsíða 4
„Þessi niðurstaða kemur mér alls ekki á óvart. Það hefur verið mik- il umræða um þessi mál í sumar og í vor. Fólk virðist skynja að ekki hafi náðst sá árangur með kvótakerf- ið sem að var stefnt,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins. Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að 72 prósent þjóðar- innar eru óánægð með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Einungis fimmtán prósent aðspurðra kveðast vera ánægð með kvótakerfið en frá árinu 2004 fækkar óánægðum um þrjú prósent. Meingallað kerfi „Tvö meginatriðin í lögunum um stjórn fiskveiða eru annars vegar þau að byggja upp þorskstofninn og hins vegar að efla trausta atvinnu í byggð- um landsins. Hvorugt markmiðið hefur náðst.“ Guðjón segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að þessi markmið hafi ekki náðst. Hann segir að lögin um stjórn fiskveiða séu þannig úr garði gerð að þar sé óheft verslun sem komið hafi verið á árið 1991. Guðjón, sem var forseti Farmanna- og fiski- mannasambandsins, segir að hann hafi varað við þessu þegar hann starfaði þar. „Það voru allir fyrirvar- ar teknir í burtu árið 1991 um að færa þetta á milli byggð- arlaga. Þetta hlaut því allt að fara á fulla ferð og við vör- uðum alveg sérstaklega við þessu á sínum tíma. Við sögðum að þetta myndi valda byggðaröskun og ósætti meðal þjóðarinn- ar. Kvótakerfið hefur orðið til þess að tekjuskipting er orðin misjöfn á milli sjómanna eftir landshlut- um og svæðum.“ Vill lagfæringar Aðspurður hvaða breytingar Guðjón vill sjá á fiskveiði- stjórnunarkerf- inu segist hann vilja að framsalið verði endurskoð- að. „Ég vill að byggðirnar verði varðar miklu meira en verið hefur. Ég geri mér samt grein fyrir því að það er ríkisstjórnarmeirihluti sem er ekki tilbúinn til að henda því fyr- ir róða. Það er samt hægt að lagfæra ýmislegt í þessu kerfi. Til dæmis hluti sem snúa að réttindum fólks- ins í byggðunum.“ Guðjón segir að það sé ekki rétt að einn útgerðarmaður geti ráðið atvinnuferl- inu í heilu byggð- unum. Seg- ir Guðjón að sumar byggðir séu algjörlega háðar sjáv- arútvegi. „Á meðan það er einn stór út- gerðarmaður sem get- ur ráðið því hvort að byggð standi eða falli er það algjörlega óviðunandi.“ Engar byltingar „Þó að kerfið sé svo sannarega ekki gallalaust hefur ekki fundist neitt annað betra,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Aðspurð hvort ekki sé mögulegt að gera úr- bætur á núverandi fiskveiðistjórnun- arkerfi segir Arnbjörg að menn hafi verið að bæta kerfið smám saman á undanförnum árum. „Það hefur ver- ið byggt á því að auðlindin er ekki takmörkuð. Síðan hafa komið inn hlutir eins og byggðakvóti og línuí- vilnun sem hafa verið gerðir til að ná byggðarlagamarkmiðum,“ segir Arn- björg. Línuívilnun er til dæmis þegar þúsund tonnum af ýsu er landað en aðeins hluti af henni reiknast til afla- marks. Aðspurð hvort farið verði í frekari úrbætur á kerfinu á næstu mánuð- um segir Arnbjörg að stöðugt sé verið að horfa til hluta sem bæti kerfið. „Ég hef samt enga trú á því að það verði einhverjar bylt- ingar í þeim efnum.“ fimmtudagur 2. ágúst 20074 Fréttir DV Kemur eKKi á óvart Aðeins fimmtán prósent þjóðarinnar eru ánægð með kvótakerfið samkvæmt nýrri Gallupkönnun. Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir óviðunandi að heilu byggðirnar standi eða falli með einum stórum útgerðarmanni. Arn- björg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að ekki hafi tekist að benda á betra kerfi. EinAr þór SiGurðSSon blaðamaður skrifar: einar@dv.is „Á meðan það er einn stór útgerðar- maður sem get- ur ráðið því hvort byggð standi eða falli er það algjör- lega óviðunandi.“ Fiskvinnsla Núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi þykir ekki nógu gott ef marka má niðurstöður gallup. Guðjón Arnar Kristjánsson formaður frjálslynda flokksins segir að niðurstaðan úr Þjóðarpúlsi gallup komi sér ekkert á óvart. Samkeppni í tekjublöðum Tekjublað Mannlífs kemur út í dag. Hingað til hefur Frjáls versl- un verið eina tímaritið sem hefur sent frá sér tekjublað, það blað kom út í gær. Í tekjublaði Mannlífs er að finna upp- lýsingar um tekjur 2.500 Íslendinga á öllu land- inu, þeirra á meðal tekj- ur æðstu stjórnenda fyrirtækja, athafnamanna og stjórnmála- manna. Einnig bregður Tekju- blaðið ljósi á kjör umönnun- arstétta og þeirra sem vinna mikilvæg láglaunastörf. Þar að auki eru laun tuttugu áberandi bloggara tilgreind. Launatölur í blaðinu eru byggðar á álögðu útsvari eins og það birtist í álagn- ingarskrám. Í síbrotagæslu Tveir ungir menn, átján og nítján ára, voru í gær úrskurðaðir í síbrotagæslu en úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að drengirn- ir hafi báðir margsinnis kom- ið við sögu lögreglu þrátt fyrir ungan aldur. Hafa þeir áður ver- ið handteknir fyrir ýmis afbrot, meðal annars innbrot, nytja- stuld, fjársvik og vörslu ávana- og fíkniefna. Auk þess hafa þeir margsinnis verið handteknir fyrir umferðarlagabrot. Húnabjörg til aðstoðar Björgunarskip slysavarna- félags Landsbjargar, Húna- björg á Skagaströnd, þurfti að aðstoða 46 tonna snurvoðar- bát sem hafði fengið veiðar- færin í skrúfuna. Atvikið átti sér stað upp úr hádegi í gær. Báturinn var við Kálfhamars- vita, norðan við Skagaströnd, þegar hann fékk veiðarfærin í skrúfuna. Þetta mun vera sjöunda björgunarferð Húna- bjargarinnar frá sjómanna- deginum í byrjun júní þar sem hún aðstoðar við björgun skipa og báta við Húnaflóann. 600 milljónir á hvern starfs- mann Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 23,8 milljarða króna hagnaði á fyrri helm- ingi ársins og jókst afkoma þess um 304 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Hjá FL Group starfa þó einung- is tæplega fjörutíu manns. Landsbanki Íslands skilaði sambærilegum hagnaði en í heildina starfa 2.456 starfs- menn innan hans. Ef hagn- aði FL Group er deilt niður á hvern starfsmann má áætla að hagnaður af hverjum starfsmanni fyrirtækisins nemi 600 milljónum króna, hagnaður á hvern starfsmann Landsbankans nemur þá tæp- um tíu milljónum króna. þórhallur Gunnarsson manaði Ellý Ármannsdóttur í beina útsendingu með dóttur sína: Ellý í beinni með dótturina Ellý Ellý Ármannsdóttir þula var ekki einsömul þegar hún kynnti sjónvarps- dagskrána í fyrradag. Í fangi hennar hvíldi dóttirin Ellý sem er tveggja og hálfs mánaðar gömul. Móðirin Ellý segir Þórhall Gunnarsson, dagskrár- stjóra Sjónvarpsins, hafa manað sig upp í að fara í beina útsendingu með nöfnuna. Ellý segist ekki hafa heyrt í Páli Magnússyni útvarpsstjóra eftir uppá- tækið. „Ég held að hann hafi alveg húmor fyrir þessu. Þetta er lifandi mið- ill og við erum alltaf í beinni. Mér sýn- ist þetta hafa fallið í góðan jarðveg.“ Símtölunum rigndi inn hjá Sjón- varpinu eftir að Ellý kynnti tvo dag- skrárliði í beinni útsendingu með dótt- ur sína upp á arminn. „Fólk hringdi inn með alls konar spurninga. Einn vildi vita hvort þetta væri dúkka. Aðr- ir spurðu hvort þetta væri mitt barn og hvað það væri gamalt.“ Hún segir dóttur sína afar þæga. „Hún gerir varla annað en að borða og sofa. Ég ákvað því að taka hana bara með mér í vinnuna. Þórhallur byrjaði að grínast með að ég ætti nú að taka hana með í kynningu og ég sagðist ætla að taka hann á orðinu.“ Ellý seg- ist hafa spurt Þórhall fyrst hvort hún yrði rekin eftir uppátækið en hann hafi lofað því að hún héldi vinnunni. „Hún var auðvitað með mér í beinni í marga mánuði,“ segir Ellý og rifjar upp með- gönguna. Aðspurð segist hún ekki vera að reyna að feta í fótspor annarra með því að búa til heimilislega stemningu í sjónvarpsverinu. „Ég fer bara mínar eigin leiðir. Mér var sagt að Sirrý hefði einhverju sinni komið með sitt barn í sjónvarpið svo þetta hefur verið gert áður.“ Ellý segir að það megi allt eins eiga von á því að hún mæti oftar með dóttur sína og nöfnu í sjónvarpið. „Ég passa mig bara á því að kynna ekki dagskrár- liði sem eru bannaðir börnum.“ erla@dv.is Ellý Ármannsdóttir Ellý tók Ellý dóttur sína með í vinnuna þar sem hún kynnti áhorfendum næstu dagskrárliði InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.