Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Blaðsíða 6
Blindir og sjónskertir nemendur í Lúxemborg fá margfalt fleiri stund- ir á viku með faglærðum blindra- kennurum heldur en íslenskir nem- endur. Fjöldi nemenda í löndunum tveimur, sem þurfa á aðstoð blindra- kennara að halda, er álíka mik- ill og samanburður á fyrirkomulagi blindrakennslu því nokkuð auðveld- ur. Síðasta skólavetur þjónaði einn blindrakennari öllu skólakerfinu hér á landi þar sem tæplega 140 nem- endur þurftu á hjálp að halda. Í Lúx- emborg halda 15 blindrakennarar utan um svipaðan fjölda sjónskertra eða blindra nemenda. Í báðum löndum er lögð áhersla á blandað skólastarf þar sem öllum nemendum er blandað saman, hvort sem þeir hafa sérþarfir eður ei. Rík- isstjórn Íslands samþykkti nýverið bráðaaðgerðir til að bæta þjónust- una í skólakerfinu næsta skólavet- ur þar sem horfur voru á ófremdar- ástandi. Þremur nýjum stöðugildum blindrakennara var bætt við í snar- heitum. Næstu misseri verður lögð áhersla á að fræða kennara um þarfir blindra og sjónskertra nemenda. Liður í því er námskeið á vegum Blindrafélags- ins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, og Kennaraháskóla Íslands þar sem sérstakur gestakennari frá Lúxemborg miðlar af reynslu sinni. Námskeiðið hefst á mánudaginn og 17 grunn- og framhaldsskólakennar- ar hafa skráð sig til þátttöku. Þörfin er rík Pascale Wietor, sérfræðingur í blindrakennslu, er hingað kom- in til að miðla af reynslu sinni eft- ir tveggja áratuga störf við blindra- kennslu í Lúxemborg. Þar hefur hún meðal annars aðstoðað íslenskan dreng, Má Gunnarsson, 7 ára, eft- ir að foreldrar hans gáfust upp hér á landi þar sem takmörkuð aðstoð fékkst í skólakerfinu. „Mér var boðið að koma hingað til námskeiðshalds til að miðla af reynslu minni hvern- ig fyrirkomulagi blindrakennslu er háttað í Lúxemborg. Að mörgu leyti er samanburðurinn auðveldur þar sem fjöldi skjólstæðinga er álíka í löndunum tveimur. Ég hef kennt ís- lenskum dreng úti í Lúxemborg og þar fékk hann miklu fleiri stundir á viku með blindrakennara, enda var þörf hans mikil. Fyrir tilstuðlan föð- ur hans kom upp sú hugmynd að ég kæmi til Íslands og vonandi kemst á gott samstarf milli landanna,“ segir Pascale. „Staða blindrakennslu hér á landi er betri en margur heldur en vandinn liggur fyrst og fremst í því hversu fáir menntaðir einstaklingar hafa unnið að þessu. Það er útilok- að að sinna þessu starfi einn, eins og verið hefur undanfarið. Landið er allt of stórt til þess og ómögulegt er að vera á mörgum stöðum í einu þrátt fyrir að þörfin sé rík.“ Slítandi starf Helga Einarsdóttir, kennsluráð- gjafi í blindrakennslu, hefur síðasta áratug starfað við blindrakennslu hér á landi. Síðasta skólavetur var hún eini blindrakennarinn hér á landi sem þjóna átti nærri 140 blind- um eða sjónskertum nemendum víða um land. „Ég er virkilega ánægð með skref ríkisstjórnarinnar með fjölgun stöðugilda í blindrakennslu. Það hefur verið mjög erfitt og slít- andi að halda ein utan um málefni blindrakennslu hér á landi og því er ég mjög ánægð með komu Pas- cale hingað til að styðja mig. Nám- skeiðið nú er haldið sérstaklega til að fræða kennara sem hafa blinda nemendur í bekkjum sínum næsta skólavetur,“ segir Helga. „Það er svo mikilvægt að geta hjálpað nemend- um alveg frá upphafi því þá þurfa þeir mesta hjálp. Starf mitt hefur ver- ið nærri ómögulegt og því eru fjórar manneskjur til viðbótar lífsnauðsyn- leg hjálp. Auðvitað þurfum við samt miklu fleiri menntaða starfsmenn og það er okkar helsta vandamál hér á landi. Í sjálfu sér eru lögin skýr en það hefur einfaldlega vantað fjár- magn til að framfylgja þeim.“ Algjör draumur Aðspurð tekur Pascale undir mik- ilvægi þess að fjölga blindrakennur- um hér á landi. Hún segir mikilvægt að meta sem fyrst þarfir þeirra ein- staklinga sem á hjálp þurfa að halda þannig að hægt sé að gera áætlun fyrir hvern og einn með það að mark- miði að draga úr þörf þeirra fyrir að- stoð. „Okkar starf felst í því að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft og markmið- ið í sjálfu sér er ekki að halda aðstoð að þeim sem ekki þurfa á henni að halda. Rétta aðferðin er að einstakl- ingsmiða námið í stað þess að eyrna- merkja sama tímafjölda yfir heild- ina,“ segir Pascale. Helga tekur í sama streng og legg- ur áherslu á þörfina fyrir einstakl- ingsmiðað nám blindra hér á landi. Hún bendir á að Már litli hafi fengið eina kennslustund á viku hér á landi á móti 15 stundum á viku í Lúxem- borg. „Eðli málsins samkvæmt væri draumur ef við gætum veitt jafn- miðvikudagur 8. ágúst 20076 Fréttir DV við Kolföllum í blindraKennslu Blindir og sjónskertir nemendur í Lúxem- borg fá mun meiri aðstoð en íslenskir nem- endur í sömu sporum. Á vegum Blindrafé- lagsins og Kennaraháskóla Íslands fer fram námskeið þar sem sérfræðingur í blindrakennslu frá Lúxemborg miðlar af reynslu sinni. TrAuSTi hAfSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is ekki á heimleið gunnar már másson treystir sér ekki heim með blindan son sinn. Í Lúxemborg fær sonur hans margfalt fleiri kennslustundir í viku hverri. Áratuga reynsla Helga Einarsdóttir og Pascale Wietor hafa áratuga reynslu í blindra- kennslu barna og fullorðinna. Þær miðla af reynslu sinni á námskeiði Blindrafélagsins og kennaraháskólans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.