Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Blaðsíða 25
DV Sviðsljós miðvikudagur 8. ágúst 2007 25 Leikararnir Shia LaBeouf, sem leikur í Transfor-mers, og Justin Long, sem leikur í Die Hard 4.0, hafa gert það gott undanfarið. Shia og Justin eru þó vanir að leika nokkuð svipuð hlutverk í myndum sínum og gera það báðir nokkuð vel.Þeir félagar leika oftar en ekki nördastrákinn sem er samt myndarlegur og flækist fyrir slysni inn í atburðarásina. Hann veit ekki alveg hvað hann á að gera en tekst þó að bjarga deginum. Justin er þó nokkuð eldri en Shia en hann er fædd- ur 1978. Justin vakti fyrst athygli á sér í myndunum Jee- pers Creepers. Myndirnar, sem voru hrollvekjur, fengu ágæta aðsókn þrátt fyrir hræðilega dóma. Þar sem líkt og oft áður leikur Justin einmitt hálfvitlausa lúðann sem er hræddur og týndur. Justin gerði það svo einnig gott í þáttunum Ed en þar var hann líka í því hlutverki. Nú síðast lék hann svo í Die Hard 4.0 og stóð sig nokk- uð vel. Justin er væntanlegur í fjórum myndum á næsta ári og því nóg um að vera hjá honum. Shia LaBeouf er fæddur 1986 og hefur smátt og smátt unnið sig upp á stjörnuhimininn. Hann hefur einnig gert það gott í hlutverki fljótfæra og klaufska lúðans sem er samt nokkuð snjall. Árið 2005 lék Shia aðstoðarmann Keanu Reeves í Constantine og var það stóra tækifærið hans. Shia leik- ur aðalhlutverkið í myndinni Transformers sem fær frá- bæra dóma um allan heim og hefur gengið gríðarlega vel. Hann er einnig væntanlegur innan skamms í mynd- inni Disturbia sem og að leika í fjórðu Indiana Jones- myndinni sem kemur á næsta ári. Við eigum því eflaust eftir að sjá nóg af þeim félögum á komandi árum og áratugum. Lúðarnir LitLu sætu Shia LaBeouf og Justin Long eru ungir og upprennandi leik- arar. Þeir félagar hafa gert það gott í myndunum Transformers og Die Hard 4.0. Í myndunum leika þeir þó nokkuð svipuð hlut- verk eða sætu nördana sem flækjast inn í atburðarásina Justin Long Er væntanleg- ur í fjórum myndum á næstunni. Die Hard 4.0 Bruce Willis var mjög ánægður með frammistöðu Justins. Stórstjarna í fæðingu? shia þykir standa sig nokkuð vel í transformers. Shia Saide LaBeouf verður í fjórðu indiana Jones- myndinni. Hvor ber það betur? Í hörðum heimi tískunnar þar sem stjörnurnar berjast við að vera nýmóðins og töff vill það oft gerast að sama flíkin rati í fleiri en einn fataskáp. Þá er bara ein spurning eftir. Hvora þeirra klæðir flíkin betur? Britney SpearS eða CatHerine BeLL? Poppprinsessan er óvenju smekkleg í þessum kjól frá Leona Edmiston sem hún keypti í Los angeles í síðustu viku. Leikkonan Catherine Bell klæddist sama kjól nokkrum dögum síðar. KirSten BeLL eða CatHerine Zeta-JoneS? veronica mars-leikkonan kirsten skart- aði þessum glæsta ungaro-kjól í mars síðastliðnum en Zeta-Jones klæddist honum á frumsýningu myndarinnar No reservations í síðustu viku. JeSSiCa aLBa eða Jamie-Lynn SigLer? alba mætti í þessum bláa dolce & gabbana-kjól á frumsýningu Fantastic Four í ástralíu á meðan sopranos-leikkonan klæddist fjólubláu eintaki af kjólnum á EsPY- verðlaununum. ViViCa a. Fox eða Jenny mCCartHy? Hin kynþokkafulla Fox klæddist þessum gyllta kjól frá Naeem khan á BEt-verðlaununum en mcCarthy í móttökuteiti Beckhams vestanhafs. Jólin koma snemma Jólaheimur Harrods í London var vígður í gær af jólasveininum sjálfum. Sveinki kippti sér lítið upp við það þótt ekki sé nema ágústbyrjun og gaf krökkunum ís. allir fengu ís sveinki var glaðbeittur og gaf krökkunum ís. Jólasveinn mættur Það snjóaði í London þegar sveinki mætti á svæðið. Vönduð jólabjalla Eða sarabjallan eins og hún er kölluð kostar rúmar 42.000 krónur. Ótrúlegt úrval Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi í jólaheimi Harrods. Giftu sig í leyni Eftir að hafa hætt við brúðkaupið á síðustu stundu fyrir rúmri viku létu söngvarinn Usher og Tameka Foster gefa sig saman síðastliðinn föstudag í Atlanta. Parið játaðist hvort öðru eingöngu frammi fyrir lögmanni Usher sem er mun fyrirferðarminni athöfn en áður hafði verið skipulögð. Vinur brúðhjónanna sagði að brúð- kaupsveislan sem hætt var við á síð- ustu stundu hefði orðið guðdómleg því öllu hefði verið tjaldað til að gera athöfnina sem glæsilegasta en þau hafi hins vegar tekið ákvörðun um að hafa þetta smærra í sniðum og sleppa öllum veisluhöldum og njóta frekar samvista við hvort annað að vígslu lokinni. Drukkin í stúdíói Popppönkarinn Avril Lavigne hefur nú viðurkennt að hafa verið drukk- in þegar hún tök upp flest lögin á nýjustu plötu sinni, The Best Damn Thing. Hún segist hins vegar einung- is hafa sturtað í sig þegar hún hafi virkilega viljað rokka en þegar hún taki upp rólegu lögin vilji hún alls ekki vera undir áhrifum og heldur ekki þegar hún er á sviði. „Ég myndi aldrei reyna að syngja einhverja fallega ballöðu ef ég væri drukk- in því ég yrði bara hrikalega léleg í því. Á sviðinu á ég nógu erfitt með að muna textana edrú hvað þá ef ég væri drukkin svo ég fæ mér ekki sopa áður en ég stíg á svið.“ Ekki faðirinn Grínistinn Chris Rock hefur ásamt eiginkonu sinni gefið út yfirlýsingu til fjölmiðla í kjölfar þess að kona að nafni Kali Bowyer sakaði Rock um að vera faðir þrettán ára gamals sonar hennar en DNA-rannsóknir sýndu að Rock var ranglega ásakaður. Í yf- irlýsingu þeirra hjóna segir meðal annars : „Við höfum hingað til viljað halda einkalífi okkar utan við fjöl- miðla en vegna rangra ásakana um að Rock væri faðir þrettán ára gam- als drengs höfum við ákveðið að fara í mál við Bowyer þar sem við meðal annars krefjumst þess að allir pen- ingarnir sem hún græddi á að selja fréttina til slúðurblaðanna renni til góðgerðarmála fyrir börn sem hafa mátt þola misnotkun.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.