Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Blaðsíða 32
„Ekki er ljóst hvort ekið hafi ver-
ið á hann eða ráðist á hann,“ segir
Margeir Sveinsson hjá rannsóknar-
deild umferðardeildar lögreglunn-
ar á höfuðborgarsvæðinu um mann
sem fannst illa haldinn í Breiðholt-
inu á föstudagskvöldið. Vegfarandi
kom að manninum sem er á sex-
tugsaldri. Vegfarandinn þurfti að
beita skyndihjálp þar sem maður-
inn var í lífshættu. Bremsuför voru á
staðnum þar sem maðurinn fannst.
Það var á föstudagskvöldið sem
vegfarandi kom að afar illa útleikn-
um manni við Hraunberg í Breið-
holti. Vegfarandinn veitti honum
skyndihjálp þar til sjúkrabifreið og
lögreglan komu á svæðið. Maður-
inn var fluttur á Landspítalann því
hann var í lífshættu.
Lögreglunni tókst með aðstoð
vitna að hafa uppi á bifreiðinni sem
hugsanlega var ekið á manninn og í
kjölfarið var tekin skýrsla af fjórum
mönnum. Nokkrir eru af erlendu
bergi brotnir en einnig voru Íslend-
ingar með í för.
Að sögn Margeirs er verið að
skoða alla þætti málsins. Ekki er ljóst
hvort ekið hafi verið á manninn eða
honum veittir áverkarnir með öðr-
um hætti. Lögreglan hefur bifreið
mannanna undir höndum og rann-
sakar hana nú.
Engin játning liggur fyrir af hálfu
mannanna eða frásögn um það
hvernig atvikið átti sér stað. Að sögn
Margeirs eru mennirnir ekki í haldi
lögreglunnar og er áætlað að rann-
sókn ljúki á allra næstu dögum.
Maðurinn er úr lífshættu en hann
þurfti að vera í öndunarvél. Hann
mun vera á batavegi en ekki er búið
að taka skýrslu af honum enn sem
komið er. valur@dv.is
Tölvusneiðmyndatæki Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri er bilað
og hefur starfsemi myndgreininga-
deildar sjúkrahússins truflast veru-
lega í kjölfarið.
Vegna bilunar tækisins hefur
það ástand skapast að sjúkrahúsið
hefur ekki haft möguleika á því að
taka á móti stórslösuðu fólki síð-
ustu daga.
Sneiðmyndatæki sjúkrahúss-
ins bilaði þegar mynda átti alvar-
lega slasaðan mann sem féll ofan í
Glerárgljúfur skammt frá Akureyri
um helgina, var maðurinn í kjölfar-
ið sendur með hraði til Reykjavíkur
með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Starfsfólkið þreytt
Samkvæmt heimildum hefur
nokkur titringur verið á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu að undanförnu og
vakthafandi starfsfólk haft áhyggjur
af stöðu tækjabúnaðar því það hafi
ekki haft upplýsingar um hvenær
gert yrði við búnaðinn. Tækið hefur
bilað áður og starfsfólk haft áhyggj-
ur af ástandi þess um nokkurt skeið.
Viðgerð á slíkum búnaði þolir held-
ur enga bið. Ef alvarlegt ástand hefði
skapast hefði sjúkrahúsið verið illa í
stakk búið til þess að sinna slösuðu
fólki. Sneiðmyndatæki gera læknum
kleift að mynda höfuð, háls og kvið í
einu og er nauðsynlegt þegar ástand
stórslasaðra sjúklinga er metið. Ekk-
ert bráðatilfelli hefur þó komið upp
síðan tækið bilaði þar sem fólk hef-
ur verið sent til Reykjavíkur til sneið-
myndatöku
Enginn möguleiki á varatæki
Þorvaldur Ingvarsson, lækninga-
forstjóri Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri, segir rétt að tækið sé bil-
að en vonast til þess að það kom-
ist í lag í dag. „Það vill sem betur fer
svo til að það eru fimm sambærileg
tæki til á landinu svo það kemur ekki
að sök. Það er hins vegar nauðsyn-
legt að þessi tæki séu í lagi en það er
enginn möguleiki að hafa varatæki
af þessari gerð á spítalanum. Við
búum jafnframt við þær aðstæður
að það er innan við klukkutíma flug
til Reykjavíkur,“ segir hann. Þorvald-
ur bendir einnig á að tækið sé starf-
hæft, það virki hins vegar mun hæg-
ar en eðlilegt geti talist og því hafi
þurft að panta varahluti frá útlönd-
um. Síðustu daga hefur deildin not-
ast við annars konar búnað til þess
að mynda sjúklinga. „Það er ekki
gott að fólk þurfi að bíða þegar það
er slasað, en við látum ekki svona
lagað vera bilað.“ valgeir@dv.is
miðvikudagur 8. ágúst 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910
FréttaSkot
5 1 2 7 0 7 0
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur.
Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins.
Það er ekki á Akureyringa logið,
vilja ekki ungt fólk og eru með
bilaðan spítala...
LífsspursmáL Að
búnAðurinn virki
Tölvusneiðmyndatæki Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri bilað síðan um helgina
Vatnsbyssuslagur á Hjalteyri Svonefndir Sæludagar í sveitinni voru haldnir með pomp og prakt á Hjalteyri við Eyjafjörð nú um
verslunarmannahelgina. Mikill vatnsbyssuslagur var hluti af hátíðahöldunum, sem voru á vegum Arnarneshrepps. Þessir ungu
menn börðust hart og létu vatnsgusurnar ekki slá á gleðina. DV mynd Daníel Starrason
Ekki ljóst hvort ekið var á mann eða hann laminn:
Hugsanlega líkamsárás
Fíkniefnaakstur
Lögreglan var með öflugt
fíkniefnaeftirlit víðast hvar um
landið um verslunarmannahelg-
ina. Í Reykjavík voru tólf öku-
menn stöðvaðir fyrir að aka undir
áhrifum fíkniefna. Í tilkynningu
frá lögreglunni segir að þetta
hafi allt verið karlar á þrítugs- og
fertugsaldri. Einn þessara öku-
manna var tekinn tvisvar fyrir að
aka undir áhrifum lyfja. Var hann
fyrst stöðvaður við Smáralind á
sunnudag og svo aftur stöðvaður
á Dalvegi snemma á mánudags-
morgun. Alls voru tíu stöðvaðir í
Reykjavík og tveir í Kópavogi.
áreitti fimm
ára stúlku
Kynferðisbrotadeild lögreglunn-
ar á höfuðborgarsvæðinu rannsak-
ar kynferðislegt ofbeldi í garð fimm
ára gamallar stúlku sem átti sér stað
í Laugarneshverfinu fyrir rúmum
mánuði. Stúlkan sagði foreldrum
sínum frá ofbeldinu eftir að það átti
sér stað. Málið er enn í rannsókn
og vonast Björgvin Björgvinsson,
yfirmaður kynferðisbrotadeildar lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, til
þess að málið verði sent til ríkissak-
sóknara í vikulok. Aðspurður segist
Björgvin ekki vilja gefa upp hvort
maðurinn eigi heima í nágrenni við
stúlkuna.
40 prósent fleiri
lesa DV
Fleiri lesa DV nú en áður,
samkvæmt könnun Capacent.
Lesturinn hefur aukist um fjöru-
tíu prósent milli kannana. Lestur
Morgunblaðsins eykst aðeins milli
kannana en lestur Fréttablaðsins
og Blaðsins dregst saman. Könn-
unin nær til mánaðanna mars og
apríl. Þá var DV ekki borið heim til
áskrifenda nema að hluta. Lestur
DV er því meiri í dag en mælingin
segir til um.
Ekið á mann eða hann laminn?
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
rannsakar hvort ekið hafi verið á mann,
sem fannst illa haldinn í Breiðholtinu um
helgina, eða hvort ráðist hafi verið á hann.
kóksmyglarar úr
gæsluvarðhaldi
Pari, sem tekið var fyrir að flytja
inn kókaín til Íslands um síðustu
helgi, hefur verið sleppt úr gæslu-
varðhaldi. Þau voru handtekin við
komuna til Íslands um síðustu helgi
frá Bandaríkjunum. Upprunalega
komu þau frá Venesúela. Parið faldi
fíkniefnin í endaþarmi og nær-
buxum. Hvort fyrir sig bar um 250
grömm þegar þau komu til landsins.
Stúlkan er aðeins sextán ára gömul
en tveimur dögum áður en hún kom
til landsins á ný átti hún sextán ára
afmæli. Talið er að þau hafi einnig
fjármagnað kaupin á efninu en and-
virði þess nemur um 30 milljónum
króna.
mögulegur
heyskortur
Miklir þurrkar sem hafa geisað í
sumar geta haft alvarleg áhrif á tún
bænda og seinkað hugsanlega slætti
með þeim afleiðingum að uppskera
getur spillst. Samkvæmt tímaritinu
Feyki í Skagafirði þarf meira en smá-
rigningu til þess að bæta ástandið
en bændur þar hafa miklar áhyggj-
ur af ástandinu. Víða eru farnir að
sjást brunablettir sem hafa mynd-
ast vegna mikilla þurrka og sólar. Ef
ástandið batnar ekki á næstu vikum
verður lítið um hey hjá bændum í
vetur og má jafnvel búast við hey-
skorti.
Fjórðungssjúkrahúsið á akureyri
Nauðsynlegur tækjabúnaður hefur ekki
virkað síðan á laugardag.
ValgEir Örn ragnarSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is