Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Blaðsíða 16
í kvöld 20:00 PREMIER lEAGUE WORld Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. 20:30 SEASON HIGHlIGHTS Allar leiktíðir Úrvalsdeildarinnar gerðar upp í hröðum og skemmtilegum þætti. 21:30 Pl ClASSIC MATCHES (TOTT- ENHAM - MAN. UTd.) Svipmyndir frá leik Tottenham Hotspur og Manchester United leiktíðina 2001- 2002. 22:00 MASTERS FOOTBAll Gömlu brýnin leika listir sínar, stjörnur á borð við Matt Le Tissier, Glen Hoddle, Ian Wright, Paul Gascoigne, Lee Sharpe, Jan Mölby og Peter Beardsley. MIðvIkUdAGUr 8. áGÚST 200716 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR ÞRíR á SölUlISTA Manchester City hefur skellt danny Mills, Ousmane dabo og Paul dickov á sölulista en þeir eru allir komnir yfir þrítugt. Sven- Göran Eriksson, nýr knattspyrnu- stjóri liðsins, hefur verið duglegur á leikmannamark- aðnum í sumar og fengið átta leikmenn til liðsins. Sam- kvæmt heimild- um breska ríkisútvarpsins gætu fleiri leikmenn verið á förum frá City en þar eru nefndir til sögunnar þeir Georgios Samaras, darius vassell, Ishmael Miller og kasper Schmeichel. Fyrsti leikur City er á laugardag gegn West Ham. MORRISON TIl WBA West Bromwich Albion hefur keypt miðjumanninn James Morrison frá Middlesbrough fyrir um 200 milljónir íslenskra króna. Þessi 21 árs miðjumaður skrifaði undir fjögurra ára samning eftir að hann stóðst læknisskoðun í gær. Morrison lék tæplega hundrað leiki fyrir Boro en hann lék sinn fyrsta leik þegar hann var sautján ára gamall í janúar 2004. Hann var m.a. í byrjunarliðinu þegar liðið lék í úrslitum UEFA-bikarsins í fyrra. WBA gekk frá kaupum á öðrum leikmanni í gær en það er varnarmað- urinn Carl Hoefkens sem var keyptur frá Stoke City. FyRIRlIðINN FRá damien Johnson verður fjarri góðu gamni þegar Birmingham mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Þessi 28 ára miðjumaður meiddist í æfingaleik í síðasta mánuði og hefur ekki getað æft síðan. Þetta eru virkilega slæmar fréttir fyrir Birmingham enda er Johnson fyrirliði liðsins. „Hann verður frá í rúmar tvær vikur og því ljóst að hann missir af leiknum gegn Chelsea og einnig af heimaleik gegn Sunderland. Hann stefnir þó á að vera tilbúinn fyrir leik gegn West Ham 18. ágúst,“ sagði Steve Bruce, stjóri Birmingham. lIvERPOOl HORFIR TIl CICINHO Sögur eru uppi um að Liverpool hafi áætlanir um að reyna að krækja í Cicinho, sókndjarfa bakvörðinn knáa sem leikur með real Madrid. Sagt er að Liverpool sé tilbúið að borga um 900 milljónir króna fyrir Cicinho eða sjö milljónir punda. Þá sé ætlunin að bjóða honum talsvert betri laun en hann hefur hjá real. roma hefur einnig áhuga á þessum brasilíska leikmanni en getur ekki keppt við veskið hjá Liverpool. Annars er það að frétta frá Liverpool að Gabriel Heinze gerir allt sem hann getur til að komast til liðsins frá Manchester United. Forráðamenn United vilja ekki leyfa honum að fara en úrskurðarnefnd úrvalsdeildarinnar skoðar málið. Körfuknattleikslið KR situr hjá í fyrstu umferð Evrópukeppninnar eða Eurocup en mun mæta Banvit BC frá Tyrklandi í annarri umferð keppninnar. Drátturinn fór fram á sunnudag. Leikirnir fara fram 20. og 27. nóvember og á KR fyrri leik- inn á sínum heimavelli í Vestur- bænum. Benedikt Rúnari Guðmunds- syni, þjálfara KR, líst vel á viður- eignina og segir að tyrkneska liðið sé sterkt. „Mér líst bara mjög vel á viðureignina. Það sem ég hef náð að kynna mér þetta lið er að það er með ansi öfluga erlenda leikmenn. Þeir eru að semja við rándýra Kana, menn sem eru á margföldum laun- um á við það sem við borgum hér á landi. Þessir Kanar eru menn sem eru á mörkum þess að komast inn í NBA-deildina. Svo þeir eru án efa sterkir,“ sagði Benedikt. Hann bætir við að hann búist við erfiðu ferðalagi til Tyrklands. „Það eru ekki mörg lið í pottinum sem eru í nágrenni við Ísland. Þetta lið er í bæ sem er nokkuð erfitt að nálgast þannig að við búumst við frekar löngu og erfiðu ferðalagi. Það fara líka margar sögur af áhorf- endum í Tyrklandi. Maður hefur heyrt sögur af því að það sé hrækt á leikmenn og menn púaðir í hel. Svo lengi sem áhorfendur hafa ekki áhrif á dómara leiksins erum við klárir í þessa geðsýki.“ Nái KR að sigra Banvit BC er lið- ið komið í 16 liða úrslit keppninnar og yrði það stórglæsilegur árangur. „Að komast í 16 liða úrslit í þess- ari keppni er kannski of gott til að geta orðið að veruleika. Við ætlum samt að gera heiðarlega tilraun til að stela sigri í þessu einvígi,“ sagði Benedikt að lokum. kari@dv.is Benedikt Guðmundssyni, þjálfara KR, líst vel á viðureignina gegn Banvit í Eurocup: Þeir eru mjög sterkir Benedikt Guðmundsson Býst við óblíðum viðtökum tyrkneskra áhorfenda. KR tekur á móti Val í Landsbanka- deild karla í knattspyrnu í kvöld klukkan 19.15. Þetta er fyrsti deild- arleikur Loga Ólafssonar sem þjálfari KR en hann stjórnaði fyrsta leik sín- um með liðið á fimmtudag. Þá tap- aði KR fyrir Häcken í Evrópukeppni félagsliða, leikurinn fór 1-0 fyrir Sví- ana og KR því úr leik. Vesturbæjarlið- ið er í harðri fallbaráttu og þarf nauð- synlega á sigri að halda í þessum leik. Takist það ekki verður útlitið enn svartara fyrir þá röndóttu. Valur er öfugt við KR-inga í harðri toppbaráttu við FH og þarf ekki síður á sigri að halda vilji liðið ekki missa FH of langt frá sér. Valur og KR hafa leikið tvisvar sinnum í sumar og hef- ur Valur unnið báðar viðureignirn- ar. Fyrri leikurinn var í Landsbanka- deildinni í lok maí og fór 2-1 en þá var það Helgi Sigurðsson sem afgreiddi KR með tveimur mörkum sínum. Í byrjun júlí léku liðin svo í 16 liða úr- slitum VISA-biksins og þar vann Val- ur í vítaspyrnukeppni. KR-ingarnir Jóhann Þórhallsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson eru meiddir auk þess sem Valsarinn Barry Smith er meiddur. Aðrir leik- menn liðanna eru heilir og klárir í leikinn í kvöld. Þungar byrðar á mínum mönnum Logi Ólafsson, þjálfari KR, segir að verkefnið sé erfitt að mæta Val enda liðið eitt það sterkasta á landinu. „Mér finnst eins og brúnin sé að lyft- ast á mínum mönnum. Þótt ég hafi nú ekki mörg viðmið til að ganga út frá. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður erfitt verkefni að mæta Val enda eru þeir með eitt af betri liðum landsins. Þeir eru að elta FH í toppbaráttunni og mega illa við áföll- um,“ segir Logi. Eins og staðan er í dag er KR í neðsta sæti deildarinnar. Nokkuð sem stuðningsmenn KR eru ekki svo ýkja vanir. Logi segir að hann reyni að nálgast leikinn á annan máta til að létta á þeirri pressu sem augljóslega er á leikmönnum KR. „Við höfum reynt að horfa minna á stigatöfluna, enda er það ekki sérstök andleg upp- lyfting, þess í stað reynum við að líta á verkefnin sem slík. Það er þó fullur ásetningur allra sem koma að liðinu að rífa okkur af botni deildarinnar. Ég legg þó áherslu á það við strákana að taka einn leik fyrir í einu og ef hver og einn leggur sig fram komumst við vonandi vel frá leiknum. Ég held að það sé full ástæða til að reyna að létta aðeins á pressunni sem er á leik- mönnum. Enda eru þungar byrðar á þessum mönnum eftir erfiðan tíma. Þess vegna hef ég ákveðið að reyna að nálgast málin aðeins frá öðrum hliðum,“ segir Logi. verðum að fá þrjú stig í leiknum Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Valsara, býst við skemmtilegum leik í kvöld og segir að þjálfaraskiptin hjá KR eigi ekki að skipta öllu máli. „Mér líst mjög vel á viðureignina, það verður klárlega mjög skemmtilegt að spila þennan leik. Þau breyta held ég ekki miklu þessi þjálfaraskipti hjá KR, þetta eru allt sömu leikmenn sem breytast held ég ekki mikið á tveimur vikum. Svo við vitum svona nokkurn veginn við hverju er að búast hjá KR,“ segir Atli. Aðspurður hvort Valsarar séu smeykir við KR eftir þjálfaraskiptin og búist við miklum breytingum hjá liðinu segir Atli svo ekki vera. „Nei, við erum ekkert smeykir en við vitum náttúrulega af skiptunum. Auk þess höfum við unnið þá tvisvar í vetur sem gerir þá ábyggilega enn reiðari fyrir vikið. Það er bara alltaf erfitt að fara í Vesturbæinn og spila þar. Við verðum að fá þrjú stig í kvöld, það er klárt. Það er 21 stig í pottinum og ég held að FH nái ekki í öll stigin sem eru í pottinum. Við verðum einfald- lega að ná í þau flestöll ef við ætlum að eiga séns á titlinum,“ segir Atli að lokum. KR og Valur mætast í stórleik 12. umferðar Landsbankadeildar karla í kvöld á KR-velli. KR-ingar geta komist af botni deildarinnar með sigri. STÓRSLAGUR Á KR-VELLI káRI GARðARSSON blaðamaður skrifar: kari@dv.is Stórslagur í kvöld kr og valur mætast í sannkölluðum stórleik á kr-velli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.