Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Blaðsíða 11
DV Fréttir miðvikudagur 8. ágúst 2007 11
Milljónir manna sjá fram á hung-
ursneyð í Suður-Asíu eftir flóð sem
eru þau verstu í áratugi. Yfirvöld ótt-
ast sjúkdómafaraldur og átök á milli
íbúa út af matarbirgðum sem eru af
skornum skammti.
Þrjú hundruð og sextíu dauðs-
föll eru staðfest en óttast er að fjöldi
annarra verði flóðunum að bráð
þegar upp er staðið. Tuttugu millj-
ónir manna þurfa á aðstoð að halda
í Indlandi, Bangladesh og Nepal og
er mikil óánægja á svæðinu með það
hve hægt hjálparstarf gengur.
Búist er við áframhaldandi rign-
ingartíð næstu vikurnar og því muni
ástandið halda áfram að versna.
Ástandið er sýnu verst í Indlandi í
Bihar-héraði en þar eru tólf milljón-
ir manna hjálparþurfi auk þess sem
hundruð þúsunda eru heimilislaus.
„Við erum vongóð um að ná tökum
á ástandinu fljótlega með hjálpar-
sendingum með flugi,“ segir Manoj
Kurnar Srivastava, hjálparfulltrúi í
Bihar.
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna á
svæðinu segja hins vegar að hjálp-
arstarf gangi allt of hægt og yfirvöld
á Indlandi þurfi á hjálp að halda við
skipulagningu til þess að lágmarka
skaða á svæðinu. Mikil hætta er á
sjúkdómafaraldri en vatnsbirgð-
ir eru af skornum skammti og því
freistast fólk til að drekka „óhreint“
vatn að sögn talsmanna Sameinuðu
þjóðanna.
Fregnir hafa borist af átökum eftir
að íbúar í Darbanga-héraði sökuðu
ríkisstarfsmenn um að stela hjálpar-
gögnum sem eru ætluð óbreyttum
borgurum. Reiðir íbúar handsöm-
uðu lögreglumann og krefjast mat-
arbirgða fyrir lausn hans.
Flóð í Indlandi, Bangladesh og Nepal:
Björgunarmenn vinna hörðum
höndum við að grafa út námumenn
sem festust eftir að náma hrundi í
Utah í Bandaríkjunum. Björgunar-
aðgerðir ganga hægt og ekki er vit-
að hvort námumennirnir eru lífs
eða liðnir. Þeir námumenn sem
gætu hafa lifað hrunið af hafa nægt
súrefni og vatn til þess að endast í
nokkra daga.
Ekki hefur náðst samband við
mennina en yfirvöld segja að jarð-
skjálfti upp á 3,9 á richter hafi vald-
ið hruninu. Mennirnir eru á um
fjögur hundruð og fimmtíu metra
dýpi, grafnir í jörðu í skógi nálægt
bænum Huntington sem er um 140
km frá Salt Lake city. „Við munum
ná þeim út en það gæti tekið allt að
þrjá daga“ var haft eftir einum af
talsmönnum námufyrirtækisins.
Hundruð björgunarmanna unnu
að björgunaraðgerðum á mánudag.
Í fyrstu var notast við öfluga bora en
því var fljótlega hætt vegna ótta við
frekara hrun. Eftir það voru teknar
upp nýjar aðferðir þar sem meðal
annars var notast við bor sem bor-
inn var í þyrlu til þess að minnka
hættu á frekara hruni.
„Það voru vonbrigði að þurfa að
hætta að bora eftir hefðbundnum
aðferðum og mun það tefja okkur
mikið,“ segir Robert Murray, stjórn-
arformaður Murray-fyrirtækisins,
sem er eigandi námunnar.
Yfirvöld höfðu margsinnis haft
afskipti af öryggisatriðum í nám-
unni og hefur námufyrirtækið haft
fjölda ára til þess að laga þau. Fyrir
vikið er mikil reiði í Bandaríkjunum
og margir sem gagnrýna yfirvöld
harðlega fyrir að hafa ekkert aðhafst
áður en náman hrundi.
vidar@dv.is
Bill Gates ekki ríkastur í heimi
Mexíkanski auðjöfurinn Carlos
Slim er ríkasti maður heims sam-
kvæmt tímaritinu Fortune. Hann
lyfti sér þar með upp fyrir eiganda
Microsoft, Bill Gates, sem hafði
verið á lista yfir ríkustu menn í
heimi undanfarinn áratug. Eignir
Slim eru metnar á um 59 milljarða
bandaríkjadala en Gates á um 58
milljónir bandaríkjadala. Í blaði
Fortune er bent á að Gates sé að
selja skipulega hlutafé í Microsoft
til að fjármagna góðgerðarstofnun
sína. Á sama tíma hafa eignir Slim
aukist hratt á þessu ári eða um tólf
milljarða dollara.
Barn skotið af lögreglu
Fimm ára í drengur Noble Oklahoma
í Bandaríkjunum lést eftir að hafa
orðið fyrir skoti frá lögreglumanni.
Atvikið átti sér stað þegar lögreglu-
maðurinn hugðist aflífa snák sem var
að angra íbúa nálægt fiskveiðiá einni.
Hann vissi hins vegar ekki að um 70
metrum frá var drengurinn við veið-
ar með afa sínum og varð hann fyrir
skoti og dó samstundis.
Afinn flúði af vettvangi þar sem
hann var þess fullviss um að verið
væri að skjóta á þá viljandi. Í rann-
sókn á málinu féll fljótlega grunur
á lögreglumanninn sem var sam-
stundis sendur í leyfi á meðan rann-
sókn málsins fer fram.
Réttarhöld 24 árum eftir glæp
Tuttugu og fjórum árum eftir að
fimm manns fundust myrtir á afvikn-
um vegi í Texas hófust réttarhöld yfir
sakborningum í málinu. Þetta er elsta
fjöldamorð í sögu ríkisins sem ekki
hefur verið upplýst. Sakborningar
í málinu, þeir Romeo Pinkerton og
Darnell Hartsfield, voru handteknir
eftir að DNA-sýnum var safnað úr
sendiferðabíl þar sem fimmmenn-
ingunum, sem allir voru starfsmenn
Kentucky Fried Chicken, var safnað
saman og þeir skotnir 23. september
árið 1983. Fyrir vikið hafa sakborning-
arnir fengið viðurnefnið „Kentucky
fried-morðingjarnir“ og eiga þeir yfir
höfði sér dauðarefsingu.
xxxx
Deilurnar eiga
sér langa sögu
Ólga á milli þjóðanna á sér
langa sögu, allt frá því fyrir
fall Sovétríkjanna sálugu.
Minnisstætt er atvik þar
sem yfirvöld í Rússlandi
drápu nítján sjálfstæðis-
sinnaða Georgíumenn
árið 1989 þegar þeir
stóðu fyrir mótmælum á
götum Moskvu.
Georgía fékk sjálf-
stæði eftir fall Sovétríkjanna og
stjórnmálaskýrendur telja að yfir-
völd í Moskvu vilji ná yfirráðum í
landinu að nýju. Í Georgíu eru sjálf-
stæðissinnar innan héraðanna Suð-
ur-Ódessu og Abkazia og hafa átök
geisað þar síðan landið varð sjálf-
stætt árið 1992. Rússar hafa löng-
um stutt uppreisnarmenn í þessum
héruðum og segja Georgíumenn
það vera til marks um þrálátar til-
raunir þeirra til þess að grafa undan
stjórnvöldum í Tblisi.
Hungursneyð vofir yfir
Sex námustarfsmenn eru fastir eftir að náma hrundi í Utah í
Bandaríkjunum. Björgunaraðgerðir ganga hægt.
Í kapphlaupi við tímann
Spennan maGnaSt
„Ögrandi hegðun“ gela Bezhuazhvili utanríkisráðherra segir rússa sýna
ögrandi hegðun.
Mikheil Saakashvili Forseti georgíu
er hér á fréttamannafundi í þorpinu
tsitelubani þar sem sprengjan lenti.
Björgunaraðgerðir
Björgunaraðgerðir ganga hægt
Mikil flóð umfangsmikil
flóð ná yfir hluta indlands,
Nepal og Bangladesh.