Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Blaðsíða 6
Gamli Baldur Á sama tíma og Vegagerðin ákvað að fjárfesta í nýrri Grímseyjar- ferju var flóabáturinn Baldur seldur og reksturinn þar með einkavæddur. fimmtudaGur 6. septemBer 20076 Fréttir DV Ferðaþjónustufyrirtækið Sæferðir í Stykkishólmi keypti gamla flóa- bátinn Baldur af Vegagerðinni á 38 milljónir króna og seldi hann aftur á tæpar 100 milljónir í einkavæð- ingu á ferjusiglingum um Breiða- fjörð. Vegagerðin fékk hluta sölu- hagnaðarins í sinn hlut samkvæmt samningi sem gerður var þegar Sæ- ferðir keyptu Baldur. Sæferðir fjár- festu í kjölfarið í nýrri ferju fyrir um 110 milljónir, eða svipað og Gríms- eyjarferjan kostaði upphaflega. Endanlegur kostnaður með breyt- ingum varð 190 milljónir króna. Páll Kr. Pálsson, stjórnarformað- ur Sæferða, segir að rekstur flóa- bátsins Baldurs sé í rauninni dæmi um vel heppnaða einkavæðingu. „Á sama tíma og stjórnvöld fjárfestu í nýrri Grímseyjarferju, með öllum þeim erfiðleikum sem komið hafa í kjölfarið, voru siglingar á Breiða- firði einkavæddar með prýðilegum árangri,“ segir Páll. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvert hlutfall Vegagerðarinn- ar var í söluhagnaðinum. Bæði var leitað svara hjá Vegagerð og fjár- málaráðuneyti. Sömu ráðgjafarnir Þegar flóabáturinn Baldur var endurnýjaður fengu Sæferðir til liðs við sig skipaverkfræðinginn Einar Hermannsson og ráðgjafa- fyrirtækið Navis-Feng í Hafnarfirði. Þetta eru sömu aðilar og gagnrýnd- ir hafa verið fyrir að hafa veitt Vega- gerðinni slaka ráðgjöf við kaup og endurbætur á Grímseyjarferjunni. Páll segir að sér hafi reynst þetta samstarf farsælt. „Þessir aðilar reyndust okkur mjög vel og eins höfum við átt mjög góð samskipti við Vegagerð, Siglingastofnun og ráðuneyti,“ segir Páll. Nýi Baldur var keyptur fyrir svipað verð og Grímseyjarferjan. Hann var gerður upp í skipasmíða- stöð í Hollandi og kostaði tilbúinn um 190 milljónir króna. „Við fund- uðum með hagsmunaaðilum við Breiðafjörðinn. Það komu vitan- lega upp alls kyns óskir um búnað skipsins, stærð, siglingarhraða og fleira í þeim dúr,“ segir Páll. Hann segir að engu að síður hafi fólki ver- ið gerð grein fyrir því að fyrirtækið yrði að miða þessar endurbætur við að reksturinn yrði bærilegur og Sæferðir hefðu síðasta orðið. Áhætta með eigið fé Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, sagði í DV í síðasta mánuði að sennilega hefði Vegagerðin átt að bjóða út reksturinn á skipinu. „Þá hefði einungis þurft að setja skil- yrði um hvernig skipið ætti að vera og hvernig þjónustunni skyldi hátt- að,“ sagði Vilhjálmur. Páll tekur undir þessi orð Vil- hjálms. „Í okkar tilviki bar ég ábyrgð á peningamálunum fyrir hönd félags- ins. Hjá hinu opinbera er verkefna- stjórnin ekki nógu skýr. Að málinu koma stjórnmálamenn, ráðherrar, Vegagerð og ráðgjafar og það gerir mönnum erfitt fyrir,“ segir hann. Páll segir að áður en lagt hafi verið út í kaupin á nýjum Baldri, hafi þegar verið gert arðsemis- og áhættumat, þannig að engum hefði getað dulist hvað fólst í verkefninu. „Þarna erum við að taka áhættu með okkar eigin peninga og það hefur gengið þokkalega þrátt fyrir talsverða skuldsetningu.“ Vestmannaeyjaferju í einka- framkvæmd Páll segir mál Grímseyjarferj- unnar einkennast af skelfilegum mistökum og málið hefði aldrei þurft að rata í viðlíka ógöngur. Hann segir að nú þegar við blasir að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar, ættu menn að reyna að draga lær- dóm af Grímseyjarferjumálinu. „Hvað varðar Baldur hafa all- ir komið þokkalega út úr einka- væðingunni á sama tíma og það var einkaaðili sem tók áhættuna í stað skattborgaranna,“ segir hann. Hann telur að menn ættu að fara eftir svipaðri línu þegar kemur að því að bæta siglingar við Vest- mannaeyjar. „Lærdómurinn er í sjálfu sér einfaldur. Látum einka- aðila um að taka áhættuna í svona tilvikum.“ Sæferðir í Stykkishólmi högnuðust á því að kaupa flóabátinn Baldur af Vegagerðinni á 38 milljónir og selja hann aftur fyrir tæpar 100 milljónir. Vegagerðin fékk hluta söluhagnaðarins. Sæferðir keyptu nýja ferju og sigla henni um Breiðafjörð. Páll Kr. Pálsson segir þetta vel heppnaða einkavæðingu á almenningssamgöngum. Grímseyjarferja leiði í ljós ókosti ríkisreksturs. SELDU BALDUR TVÖFALT DÝRAR EN ÞEIR KEYPTU „Lærdómurinn er í sjálfu sér einfaldur. Lát- um einkaaðila um að taka áhættuna í svona tilvikum.“ SiGtryGGur Ari jóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Brutust inn og stálu tölvum Tveimur fartölvum var stolið í innbroti við Sigluvog í fyrrakvöld. Höfðu tveir menn spennt upp glugga á húsi í götunni og komist inn í íbúðina á jarðhæð. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var lögreglan kölluð á vettvang um tíuleytið en þá hafði þjófunum tekist að hafa á brott með sér tvær fartölvur. Ekki ligg- ur fyrir hvort mennirnir hafi haft eitthvað annað á brott með sér. Lögreglan telur sig vita hverjir voru að verki en hún fékk grein- argóða lýsingu á þeim. Níutíu prósent bíða úthlutunar Sjávarútvegsráðuneytið er búið að úthluta 409 þorskígildistonn- um af byggðakvóta síðasta árs, það er að segja þess fiskveiðiárs sem rann út þegar föstudagur breyttist í laugardag um síðustu helgi. Nýjar reglur um úthlutun hafa gert stjórnvöldum erfitt fyrir með að úthluta byggðakvóta. Þau 409 tonn sem þegar er búið að úthluta eru aðeins innan við tíundi hluti alls þess kvóta sem ætlaður var til byggðastuðnings. Alls nemur hugsanlegur byggðakvóti síðasta árs 4.385 þorskígildistonnum. Fleiri sofa á hótelum Rúmlega sex þúsund og eitt hundrað ferðalangar gistu gistiheimili landsins hverja einustu nótt júlímánaðar að meðaltali. Ferðalöngum sem gista á hót- elum og gistinóttum fjölgar jafnt og þétt. Í júlí voru þeir 189.300 talsins, 11.500 fleiri en í sama mánuði í fyrra. Fjölgunin nemur sex prósentum. Mest var fjölgunin á Norðurlandi þar sem gistinóttum fjölgaði um tólf prósent. Minnst fjölgaði gistinóttum hins vegar á Austurlandi, um rúm fjögur pró- sent. Íslendingum fjölgaði um 23 prósent á hótelum. Ritfangaverslun ríkisins „Ég ergi mig líka á því að árið 2007 hafi verið stofnuð Ritfangaverslun ríkisins,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er ósáttur við hvernig Íslandspóstur hefur aukið vöruúrval og býður nú meðal annars upp á skrifstofuvörur og geisladiska á pósthúsum sínum. DV greindi frá gagnrýni Sigurðar Kára á Íslandspóst á dögunum. Hann er ósáttur við viðbrögð forsvarsmanna Íslandspósts og segir á vef sínum að svo virðist sem þeir átti sig ekki á að þeir reka ekki hvert annað fyrirtæki heldur ríkisfyrirtæki. Það sé mjög ergilegt. InnLendarFréttIr ritstjorn@dv.is Það sem af er ári hafa 13.649 nýjar bifreiðar verið fluttar inn til landsins samkvæmt hagtölum frá Hagstofu Íslands. Meðalfjöldi nýskráðra bíla er 55 á dag. Líkt og síðustu ár hefur Toyota fram- leiðandinn yfirburðarstöðu í fjölda innfluttra bíla, eða um 23,7 prósent af heildarinnflutningi. Volkswagen er í öðru sæti með 1.353 innfluttar bifreiðar eða tæp 10 prósent. Algjör sprenging varð í inn- flutningi nýrra bíla til landsins í júlí, því nýskráðir fólksbílar voru 82,2 prósentum fleiri í júlí síðastliðnum heldur en á sama tíma árið 2006. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu í júlí dróst innflutningur á nýjum bifreiðum saman um 9,7 prósent á tímabilinu frá áramótum og til loka júlí, samanborðið við sama tímabil í fyrra. Vinsælasti nýi bíllinn á götum landsins er Toyota Yaris, en sjö hundruð sextíu og níu slíkir bílar voru nýskráðir á tímabilinu frá ára- mótum til síðustu mánaðamóta. Fjölskyldubíllinn Skoda Octavia er næstvinsælasti fólskbíllinn, því sex hundruð og níu þannig bílar voru nýskráðir á sama tímabili. Í heildina hafa um 2,5 nýir Skoda Octavia-bílar verið nýskráðir á dag það sem af er ári. Það er ekki aðeins innflutning- ur á bílum sem tekur breytingum. Fleira hefur breyst í milliríkjavið- skiptum Íslendinga. Útflutningur á áli hefur stór- aukist á þessu ári samanborið við síðasta ár. Í júlí síðastliðnum voru flutt út 64,3 prósentum meira af áli heldur en í júlí árið 2006. Frá ára- mótum og til júlíloka var verðmæti álútflutnigs í heildina 47,7 prósent- um meiri heldur en á sama tímabili í fyrra. Þessa miklu aukningu má rekja til þess að í ár var álver Alcoa á Reyðarfirði tekið í noktun. valgeir@dv.is Íslendingar nær tvöfölduðu bílakaup sín í júlí miðað við sama tíma í fyrra: Sprenging í innflutningi nýrra bíla nýr bílafloti flutningafélög hafa haft nóg að gera við að flytja bíla til landsins. tæplega fjórtán þúsund nýir bílar komu til landsins fyrstu sjö mánuði ársins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.