Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Blaðsíða 19
DV Jaðarsport
Hvenær prófaðir
þú fallhlífarstökk fyrst?
„Það var árið 2002.“
Hvað varð til þess að
þú fórst út í þetta sport?
„Þetta var gamall draumur sem ég lét
loks verða að veruleika. Ég stunda fall-
hlífarstökk og svo kafa ég líka reglu-
lega. Ég hef prófað ýmislegt fleira,
til dæmis klifur, en flest annað hefur
setið á hakanum síðan ég prófaði að
stökkva.“
Hversu oft stekkur þú?
„Ég stekk svona um það bil hundrað
og fimmtíu sinnum á ári. Ég fer líka
tvisvar til þrisvar á ári og stekk erlend-
is en enn sem komið er er ekki nógu
stór markaður hér á landi. Ég er ein-
mitt nýkominn frá Rússlandi þar sem
ég keppti ásamt öðrum úr landsliðinu.
Okkur gekk bara ágætlega miðað við
hvað þetta er nýtt lið en það var bara
stofnað nú í sumar.“
Hvað er það sem
heillar við fallhlífarstökk?
„Maður fær mikið adrenalínkikk út
úr þessu og þetta er mikil ögrun. Það
kemst ekkert annað sport nálægt
þessu. Það eru margir sem verða háð-
ir þessu kikki, fólk fer að skjálfa ef það
stekkur ekki lengi.“
Hefur þú orðið hræddur?
„Nei. Þetta er nú þannig sport að ef þú
fylgir öllum reglum og varúðarráðstöf-
unum áttu að geta hoppað endalaust
án þess að nokkuð komi upp á.“
Hvenær prófaðir
þú fisflug fyrst?
„Ég hef stundað þetta síðan 1978, í
29 ár.“
Hvað varð til þess að
þú prófaðir þetta sport?
„Ég byrjaði 15 ára að prófa svif-
flug og tók nokkra tíma í því. Svo
kynntist ég strák sem var með
mér í bekk í menntaskóla. Hann
átti svifdreka sem ég varð að fá að
prófa líka. Það endaði með því að
ég keypti af honum drekann þegar
hann fékk sér nýjan og síðan þá hef
ég stundað fisflug. Árið 1981 smíð-
aði ég mér svifdrekamótor sem ég
hengdi í dreka og fór í loftið.“
Hversu oft ferðu að fljúga?
„Alltaf þegar veður leyfir. Logn er
okkar vinur í mótorfisfluginu en
óvinur í öllu hinu. Ég reyni að kom-
ast í hverri viku, en það er náttúru-
lega háð veðurfari. Fisflugmenn
þurfa að hafa góða tilfinningu fyrir
veðrinu á afmörkuðu svæði. Fisflug-
menn eru því eins konar míkró veð-
urfræðingar. Annars er Ísland vel til
þess fallið að fljúga. Landið er svo
opið að það er hægt að lenda nærri
því hvar sem er ef maður missir afl
eða þarf nauðsynlega að lenda.“
Hvað er það við
flugið sem heillar?
„Það er að glíma við eitthvað sem er
ósýnilegt. Maður er alltaf að keppa
að því að finna uppstreymi og hanga
í því. Svo er það vængjaflugið sem
snýst mikið um það að fljúga sem
lengst án þess að nota mótor. Árið
1992 flaug ég eitt sinn 94 kílómetra
á svifdreka, sem er lengsta flug sem
hefur verið flogið á Íslandi. Á mót-
orfisflugvélum er hægt að fljúga
um allt landið. Þær hafa sex tíma
flugþol. Það er margt sem heillar við
flugið.“
Hefur þú orðið
hræddur á lofti?
„Nei, ég er svo rosalega lífhrædd-
ur að ég kem mér aldrei í þá stöðu
að verða hræddur. Ég fer alltaf mjög
varlega. Ég veit að sumir hafa orðið
skelfdir þegar þeir lenda í aðstæð-
um sem þeir bjuggust ekki við en
það er oftast út af vankunnáttu eða
að þeir hafa ekki kynnt sér aðstæður
nægjanlega vel.“
Framhald
á næstu síðu
Þægilega hressandi
FisFlugmenn eru
míkró
veðurFræðingar
Árni Halldór Gunnarsson fisflugmaður.
mikil
ögrun
Hjörtur Blöndal, kerfisfræðingur og
landsliðsmaður í fallhlífarstökki.
* Koffín
Eykur orku og fitubrennslu.
* Hýdroxísítrussýra
Minnkar framleiðslu fitu.
* Sítrusárantíum
Breytir fitu í orku.
* Króm pikkólínat
Jafnar blóðsykur og minnkar nart.
* Eplapektín
Minnkar lyst.
* L-Carnitine
Gengur á fituforða.
BYLTING Í FITUBRENNSLU!
- ÖFLUGAR BRENNSLUTÖFLUR
Perfect bu
rner töflu
r 90 stk.
Hagkvæm
ustu kaup
in!
Söluaðilar:
Hagkaupsverslanir, Heilsuhúsið, Hreysti,
Lyfjuverslanir og helstu líkamsræktarstöðvar.
Perfect burner er því lausnin á því að tapa
þyngd á árangursríkan, skynsaman og
endingagóðan hátt.