Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Blaðsíða 17
DV Sport fimmtudagur 6. september 2007 17
Anderson þArf tímA
Sir Alex Ferguson, stjóri manchester
united, hefur sagt að anderson muni
láta ljós sitt skína fyrr en síðar í
búningi manchester-liðsins. Hann
þótti ekki vera neitt sérstakur gegn
sunderland en
ferguson er ekki í
neinum vafa að
þarna fer
hæfileikaríkur
leikmaður. „Hann
er aðeins 19 ára
gamall. Hann er
með mikla
hæfileika og ég
er viss um að
hann verði í lagi. Hraði leiksins á móti
sunderland var mikill og hann á eftir
að venjast honum. svo var hann
einnig að leika sinn fyrsta leik með
nýjum félögum og það tekur alltaf
tíma.“
CArrAgher vill titil
Jamie Carragher, varnartröll
Liverpool-manna, þráir ekkert heitar
en að vinna ensku deildina með
Liverpool áður en félagið flytur á
nýjan og glæsilegan völl í stanley
park. Carragher
hefur ekki unnið
deildina ensku
þrátt fyrir
velgengni í
öðrum keppnum.
„Það væri
æðislegt að koma
með bikarinn
einu sinni enn á
anfield áður en
við förum héðan.
Þegar ég tala við aðdáendur liðsins
er það deildartitillinn sem þeir vilja.
Við vorum með gott lið fyrir en
stjórinn kom með fimm eða sex nýja
leikmenn og við erum komnir með
mikla breidd. Ég er bara ánægður að
enginn af þeim var í minni stöðu.“
etherington vAr
spilAfíkill
Matthew Etherington, leikmaður
West Ham, kom fram og sagði að
spilamennska hans hefði verið svona
slæm í fyrra
vegna spilafíknar.
Hann hefur hins
vegar leitað sér
aðstoðar og
veðjar ekki
lengur. Hann
skoraði tvisvar
sinnum gegn
reading um
síðustu helgi. „Ég
var á botninum á síðasta tímabili og
það hafði vissulega áhrif á hvernig ég
spilaði. einhvern tímann á ferlinum
kemur sá tími þar sem ekkert gengur
upp og hann var hjá mér í fyrra. en ég
tókst á við vandamálið og það er allt
að baki núna. Ég var ekki ánægður
síðasta ár en vonandi tek ég rétt skref
í þetta sinn,“ sagði etherington.
ferguson of fljótur Að
dæmA stAm
alex ferguson, framkvæmdastjóri
manchester united, viðurkennir að
hafa verið of fljótur að útiloka Jaap
Stam frá liðinu. eins og frægt er
orðið féll stam í
ónáð eftir að
umdeild ummæli
birtust frá
kappanum um
manchester
united í ævisögu
hans. Hann segir
að salan á stam
til Lazio hafi verið
mistök „í
knattpyrnulegum skilningi“. ferguson
segir að hann hafi haft áhyggjur af
því að kappinn myndi ekki komast í
sitt besta form eftir meiðsli. „Á
þessum tíma var hann nýkominn til
baka eftir meiðsli á hæl og okkur
fannst hann aðeins hafa misst
neistann. Við fengum tilboð upp á
16,5 milljónir punda frá Lazio fyrir 29
ára miðvörð og okkur fannst tilboðið
of gott til að hafna því. en ef horft er
út frá fótboltanum voru það mistök
því hann spilar enn í dag og stendur
sig vel með ajax,“ sagði ferguson.
stam er nú 35 ára en leiktímabilið
2001–2002 sem var árið sem stam fór
frá manchester united var eitt fárra
sem liðið vann enga titla undir stjórn
alex ferguson. stam fór til ajax árið
2006 eftir að hann hafnaði samningi
frá aC-milan.
Juventus byrjar tímabilið í ítölsku
A-deildinni vel eftir að hafa verið
dæmt til þess að spila í ítölsku B-
deildinni á síðustu leiktíð. Nokkrir af
bestu leikmönnum Evrópu féllu úr
sviðsljósinu þegar Juventus féll um
deild. Einn þeirra er David Trezeguet
sem hefur alla sína tíð skorað mikið af
mörkum en hann átti erfiða leiktíð í
fyrra og skoraði einungis 15 mörk í B-
deildinni. Hann var vanur að gera fleiri
mörk gegn mun betri andstæðingum
í A-deildinni tímabilin á undan.
Fyrir vikið missti hinn 29 ára gamli
Trezeguet stöðu sína í franska lands-
liðinu og margir töldu að hann væri
búinn að ná hápunkti ferils síns.
Trezeguet er hins vegar á öðru máli
og eftir að Juventus sigraði í B-deildinni
í fyrra hefur liðið byrjað nýtt tímabil vel
og Trezeguet sérstaklega. Hann skoraði
þrennu gegn Livorno á dögunum og í
síðustu umferð skoraði hann eitt mark
gegn Cagliari og hefur því gert fjögur
mörk í fyrstu tveimur leikjunum.
Hann hefur skorað 114 mörk í 160
leikjum fyrir Juventus sem allir fram-
herjar geta verið stoltir af. Hann er
kannski ekki sá leikmaður sem hef-
ur mestan hraða eða tækni en hann
reiðir sig hins vegar á tímasetningar
og sendingar miðjumanna áður en
hann potar knettinum í netið.
Leikstíll Trezeguet hentar ekki
öllum og eftir að hann féll úr landsliði
Raymonds Domenech var hann
sendur niður í franska B-landsliðið og
það féll í grýttan jarðveg hjá Trezeguet.
„Mér fannst ég vera niðurlægður af
Domenech. Enginn þekkir franska B-
landsliðið og liðið spilar bara á litlum
völlum fyrir framan fáa áhorfendur,“
segir Trezeguet um landsliðsþjálfara
Frakka og ljóst að þrátt fyrir að hann
standi sig á vellinum á næstunni gæti
verið langt í að hann spili fyrir franska
landsliðið að nýju.
-VG
Á meðal þeirra bestu á ný
Hinn gleymdi David Trezeguet byrjar tímabilið vel í ítölsku A-deildinni:
Munið þið eftir mér?
david trezeguet hefur byrjað
tímabilið vel og skorað fjögur
mörk í tveimur leikjum í
ítölsku a-deildinni.
Íslenska landsliðið í knattspyrnu undirbýr
sig af fullum krafti þessa dagana fyrir þá leiki
sem fram undan eru. Ísland mætir Spáni á
Laugardalsvelli á laugardaginn og Norður-Írum
á miðvikudaginn.
Eiður Smári Guðjohnsen var kallaður í
landsliðhópinn, þrátt fyrir að hann hafi ekk-
ert sparkað í bolta á æfingum með Barcelona
að undanförnu vegna hnémeiðsla. Hann virt-
ist hins vegar í ágætis standi á æfingu í gær og
kenndi sér einskis meins eftir æfinguna.
„Ég finn að ég er ekkert hundrað prósent
klár, svona læknisfræðilega séð. Það er ekkert
vandamál að æfa með liðinu og reyna að keyra
mig upp á þessum dögum sem ég er hérna. Ég er
miklu betri í dag en ég var í gær. Eftir flug getur
oft myndast smá vökvi. Ég er bara nokkuð góður,
óragur við að gera allt, það er aðalatriðið. Þetta
eru í raun fyrstu æfingarnar mínar í fótbolta
með liði í tvo mánuði,“ sagði Eiður.
Hann telur þó litlar líkur á því að hann verði
með í leiknum gegn Spánverjum. „Ég held að
það sé nánast útilokað að ég byrji inn á en það er
vonandi að ég geti tekið einhvern þátt. Við þurf-
um bara að meta það, þjálfarinn þarf að meta
það í samráði við lækna og annað. Ég er mjög
mikið til í taka einhvern þátt,“ sagði Eiður.
„Það er kannski einhver vökvi inni á liðnum,
sem er misjafnt frá degi til dags. Aðalatriðið
er að komast í gegnum æfingu og vera eins á
morgun. Að það gerist ekkert eftir æfingu og það
gerist ekkert í kjölfarið. Þetta lítur bara ágætlega
út, ég er í stöðugri sjúkraþjálfun og er í raun að
keyra mig upp hér eins og ég myndi gera úti,“
sagði Eiður og bætti við að hugarfarið væri alltaf
til staðar.
„Það vantar ekki. Ég er bara tilbúinn að taka
að mér það hlutverk sem mér er gefið í þessum
leikjum. Innst inni vona ég að ég spili mun
stærra hlutverk í Norður-Íra-leiknum heldur
en Spánverjaleiknum. Það gefst meiri tími til að
undirbúa og styrkja sig jafnvel enn meira,“ sagði
Eiður.
„Það er alltaf gaman þegar við komum saman
og spilum fyrir landsliðið. Oft þegar ég hef verið
meiddur áður hefur verið sett spurningarmerki
við það hvort ég sé virkilega meiddur. Fólk
sér það núna að þegar ég er tæpur er ég samt
kominn. Ég hef bara svo gaman af þessu og ég
vil að fólk geri sér grein fyrir því,“ sagði Eiður.
Vantar jákvæðni
Hann sagði einnig að það hafi vantað
jákvæðni í kringum landsliðið. „Það hefur
vantað, bæði frá liðinu og fólkinu í kringum
okkur, að við lítum aðeins jákvæðari augum
á landsliðið. Það á að vera skemmtun að spila
fyrir Ísland og skemmtun með stolt í huga.
Ef við náum að smita því aðeins út frá okkur
fer þetta að minna á gömlu stemninguna á
Laugardalsvelli fyrir tuttugu árum,“ sagði Eiður.
Hann sagði að það væri erfitt að ætlast til sigurs
gegn Spánverjum. „Er hægt að ætlast til sigurs á
móti Spánverjum? Það er erfitt. Ég yrði sáttur ef
allir kæmu jákvæðir út úr þessum leikjum. Allir
taki undir það að við séum virkilega að leggja allt
sem við getum í leikina og að menn beri höfuðið
hátt eftir þessa leiki og að allir breyti hugarfarinu.
Það er aðalatriðið og vissulega fást einhver stig
með því. Það hefur verið ákveðið tímabil þar sem
ekki hefur gengið nógu vel og við höfum ekki náð
þeim árangri sem ætlast er til af okkur. Við höfum
ekki náð öllu út úr sjálfum okkur. Það er alltaf
auðvelt að horfa bara á þjálfarann og segja að
hann nái ekki öllu út úr liðinu. Á endanum veltur
hans starf mikið á leikmönnum líka. Ég held að
við þurfum allir að taka þá ábyrgð á okkur,“ sagði
Eiður. dagur@dv.is
Ólíklegt verður að teljast að Eiður Smári Guðjohnsen
verði í byrjunarliði Íslands gegn Spánverjum. Hann segist
ekki finna fyrir neinum eymslum út af hnémeiðslum sín-
um og vonast til að taka einhvern þátt í leiknum.
ALLUR AÐ KOMA
TIL
Taktar eiður smári
vonast til að geta tekið
þátt í leiknum gegn
spánverjum að
einhverju leyti.
Gaman á æfingu eiður smári tók
virkan þátt í æfingu landsliðsins í
gær og kenndi sér einskis meins.
enski boltinn
FRÁBÆR ENDIR Á
TÍMABILINU