Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Blaðsíða 8
fimmtudagur 6. september 20078 Fréttir DV 27 59 / TA K TÍ K 9 .2 00 7 Eftirlit Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra er í kastljósinu í kjölfar sýknudóms í nauðgunarmáli þar sem þroskahamlaðir einstaklingar áttu í hlut. Konan átti að vera í umsjón starfsmanna Svæðisskrifstofu en það brást. Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, segir að reglan sé sú að reyna að virða einkalíf fólks eins mikið og hægt er. Vinkona fórnarlambsins er hneyksluð á að sýknudóminum. ÁTTI AÐ VERA Í FYLGD Þroskahömluð kona átti að vera í umsjón starfsmanns Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra kvöldið sem þroskahamlaður maður fór með hana heim til sín og hafði þar mök við hana. Konan brast í grát þegar heim var komið, kvartaði undan verk í klofinu og sagði að sér hefði verið nauðgað. Maðurinn var hins vegar sýknaður af ákæru um nauðgun í fyrradag. „Ég þekki þetta mál ekki og við tjáum okkur ekki um einstök mál. Almennt er reglan sú að virða einkalíf fólks eins mikið og mögulegt er. Hins vegar fer það allt eftir því í hvers konar þjónustu konan hefur verið,“ segir Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra (SSR). Í fyrradag var kveðinn upp sýknudómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem 33 ára gamall þroskahamlaður karlmaður var sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 31 árs gamalli þroskahamlaðri konu. Sýknunin var byggð á þeim for- sendum að maðurinn hafi ekki getað gert sér grein fyrir því að hann væri að notfæra sér aðstöðu sína þeg- ar hann framdi verknaðinn. Þetta var niðurstaða tveggja sérfræðinga sem fengnir voru til að meta ástand mannsins. Finna nýjar leiðir Í dómnum kom fram að hann væri með greindarvísitölu á bilinu frá 60 til 68 stig en konan væri með greind upp á 50 til 56 stig en væri með sterka siðferðisvitund. Hann hafði hitt stúlkuna á balli sem haldið var á vegum SSR og spurt hana hvort hún vildi vera kærastan hans. Hún hafi jánkað og því næst farið með honum upp í bíl að heimili manns- ins þar sem hann hafði kynmök við hana. Aðspurður hvort til greina komi að endurskoða vinnubrögð eftir að þetta tiltekna mál kom upp segir Jón Heiðar að það sé sífellt í skoð- un hvernig megi minnka áhættu þeirra sem njóta þjónustu SSR. „Það er hluti af okkar starfi að finna nýjar leiðir og vissulega er það alltaf í skoð- un hvernig megi gera betur.“ Mjög ósátt Vinkona konunnar sem varð fyrir nauðguninni segir að hún sé mjög ósátt við sýknudóminn. Hún vill ekki koma fram undir nafni því hún hefur starfað á SSR. Hún er mjög ósátt við þá starfshætti sem eru viðhafðir þar. Vinkonan segir að sú staðreynd að maðurinn skynji ekki muninn á réttu og röngu sé algjörlega látin bitna á stúlkunni. Beinist gagnrýni hennar einnig að því að maðurinn hafi ekki verið dæmdur í neina meðferð eða hjálp. Skilaboðin sem hann fær eru þau að hann geti haldið áfram að fremja slík brot. Ekki í fyrsta skiptið Vinkona stúlkunnar segir að hún hafi átt að vera undir umsjón starfs- manns SSR allan tímann en enginn vilji bera ábyrgð í málinu. Stúlkan yfirgaf ballið með manninum sem kynnti hana fyrir systur sinni og móður sinni. Vinkonan segir að kyn- ferðismál og nauðganir hjá þroska- hömluðum einstaklingum séu í mik- illi vanrækslu. Vinkonan gagnrýnir einnig að- gerðir yfirvalda í málinu en forstöðu- kona heimilisins sem fylgdi henni eftir allt kvöldið var ekki kölluð fyrir sem vitni í málinu. Tveir þroskaheft- ir menn hafi hins vegar verið kallaðir fyrir sem vitni. Í dómnum sem kveðinn var upp í fyrradag segir að stúlkan hafi ver- ið með heftan málþroska og maður- inn hafi vitað það vel en samt verið sýknaður. Hún segir að réttast hefði verið að dæma manninn til að leita sér aðstoðar og í skilorðsbundið fangelsi. Framkvæmdastjóri SSR Jón Heiðar ríkharðsson segir að reglan sé sú að virða einkalíf fólks. Héraðsdómur Reykjavíkur maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi reykjavíkur í fyrradag. EinaR ÞóR SiguRðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.