Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Blaðsíða 13
DV Jaðarsport fimmtudagur 6. september 2007 13 Héðinn Ólafsson, eigandi kafaraskólans Kafarinn.is í Hafnarfirði. Héðinn Ólafsson heillaðist af köfun þeg- ar hann var lítill strákur á Raufarhöfn. „Þá sá ég kafara en ég hafði aldrei séð svona furðu- dýr áður,“ segir Héðinn hlæjandi. Héðinn heillaðist þá þegar af sportinu en kom sér aldrei til þess að byrja fyrr en árið 1999. „Ég gerði þetta að mínu áramótaheiti að skrá mig á byrjendanámskeið það árið. Ég beið ekki boðanna og útskrifaðist um vorið. Ég sótti nokkur námskeið og hélt svo til Eng- lands þar sem ég kláraði kennararéttindin,“ segir Héðinn. Vaxandi vinsældir Árið 2001 stofnaði Héðinn svo köfunarskólann Kafarinn.is sem er til húsa í Hafnarfirði. „Eftir byrjendanámskeiðið var ég viss um að þetta væri það sem ég vildi gera og ákvað því að stofna köfunarskólann,“ segir Héðinn en hann hefur haft köfun að atvinnu undanfarin tvö ár. Héðinn segir köfun vinsælt sport en aldrei hafa fleiri skráð sig á námskeið hjá honum en akkúrat um þessar mundir. „Já, það er mikill vöxtur í þessu sporti og má kannski þakka sameiginlegu átaki okkar kafaranna að útrýma þeim misskilningi að köfun sé aðeins fyrir útvalda. Það geta allir lært köfun.“ Köfunarferðir Samhliða köfunarskólanum sér Héðinn einnig um sportkafarafélag sem er félagsskapur hugsaður fyrir mjög virka kafara. „Sportkafarafélagið skipuleggur reglulega ferðir, bæði innanlands og utan. Hér innanlands förum við vikulega í styttri ferðir til, til dæmis Þingvalla og í Straumsvík. En árlega eru líka farnar nokkrar lengri ferðir og höfum við til dæmis farið í helgarferðir til Vestmannaeyja, Seyð- isfjarðar og Eyjafjarðar. Ferðir til útlanda eru iðulega farnar til Egyptalands og er þá kafað í Rauða hafinu.“ Margt að sjá við Íslandsstrendur Héðinn segir það algengan misskilning að við Íslandsstrendur sé ekkert að sjá. „Til að leiðrétta þennan misskilning bendi ég fólki á að við erum fiskveiðiþjóð og þar af leiðandi er allt iðandi af lífi. Silfra á Þingvöllum er til dæmis í þriðja sæti yfir fallegustu svæði heims til köfunar. Svo eru það strýturnar norður í Eyjafirði og einnig er alltaf gaman og mjög vinsælt að skoða skipsflök en það eru tvö hér í seilingarfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.“ Spurður um eftirminnilegustu ferðina sína nefnir Héðinn Kaplagjótu í Vestmannaeyjum. „Þetta var miðnæturferð og það var alveg hreint ótrúlega mikið líf. Þarna má líka oft sjá kolkrabba en þeir halda sig í gjánni við eyjarnar,“ segir Héðinn að lokum. Framhald á næstu opnu U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n N e t f a n g b a l d u r @ d v . i s Köfun er fyrir alla Auðveldlega má fullyrða að vinsældir íþrótta með hlutfallslega fáa iðkendur hafi vaxið mikið undanfarin ár. Hvort sem við köllum þær jaðar- íþróttir eða eitthvað annað hafa vinsældir íþrótta á borð við fallhlífarstökk, svifflug, klettaklifur og sjósund vaxið ár frá ári. Við spjölluðum við hressa Íslendinga sem stunda íþróttir sem mörgum finnst eflaust bæði spennandi og framandi. ðarspo t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.