Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Blaðsíða 32
Tvö börn úr Melaskóla urðu næst- um fyrir bíl í gær eftir að klippt hafði verið á bremsur hjóla þeirra. Ljóst er að óþekktur illvirki kom inn á lóðina á skólatíma og klippti á hand- og fót- bremsur barnahjóla, að því er virð- ist með töng. Minnst tugur hjóla var eyðilagður á þennan hátt. Skólastjórn sendi í kjölfarið út til- kynningu til foreldra og hvatti þau til að senda börn sín ekki á hjóli í skól- ann. Í tilkynningunni segir meðal annars: „Hér er um hrein skemmd- arverk að ræða og ekki bara það heldur er búið að leggja líf barnanna í hættu. Ég er þegar búin að heyra frá of mörgum foreldrum, en þá munaði hársbreidd að börnin þeirra hefðu lent í alvarlegu slysi vegna skemmd- arverkanna.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hjól barna í Melaskóla verða fyrir barðinu á skemmdarvörgum því svipað mál kom upp síðasta haust. Þá tókst ekki að upplýsa hver eða hverjir stæðu að baki verknaðinum. Umsjónarkennarar bekkja, bæði í Melaskóla og Hagaskóla, munu næstu daga ræða við nemendur um hversu hættuleg skemmdarverk sem þessi eru þar sem þau geti stofnað lífi og limum barna í hættu. Þó er alls ekki vitað hvort þeir sem þarna voru að verki séu í þessum tilteknu skólum. Foreldrar eru einnig hvattir til að ræða við börn sín heima um virðingu fyrir öðrum. Þær upplýsingar fengust á skólaskrifstofu að málið væri litið afar alvarlegum augum. Ekki er gert ráð fyrir að kæra verði lögð fram frá skólanum heldur muni foreldrar sjá um slíkt. Einnig er farið að bera á hjólastuldi af skólalóðinni. Björn O. Pétursson skólastjóri vildi ekki tjá sig þegar til hans var leitað. erla@dv.is „Á mestu álagstímum eru nokkrar leiðir alveg tepptar. Við reynum þó að stýra okkar áætlunum eins og við getum, hagræðum flotanum og send- um bíla út frá þeim stöðvum þar sem við teljum að álagið sé minnst,“ seg- ir Sveinbjörn Berentsson, aðstoðar- varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins. Gífurlegar tafir hafa orðið á um- ferð á helstu álagstímum undanfarið. Þetta gerir slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamönnum erfitt fyrir. Setja sjálfa sig í hættu Dæmi munu vera um að sjúkra- flutningamenn verði fastir í umferð. Sveinbjörn viðurkennir að sjúkra- flutningamenn hafi lent í erfiðleik- um með að komast leiðar sinnar í forgangsútköllum þegar umferðin er sem þyngst. „Þetta er auðvitað mjög óþægilegt því við getum sett okk- ur sjálfa og aðra í hættu,“ segir hann. Engin akstursáætlun er til fyrir for- gangsakstur þegar helstu umferðar- götur eru tepptar. Hann segir þó ekki ráðlegt að beina forgangsakstrinum í gegnum íbúðahverfi til að komast hjá þunga á stóru umferðargötun- um. „Þetta er viðvarandi ástand, en ef fólk myndi nota almenningssam- göngur betur hlyti ástandið að batna. Eins og þróunin er núna á þetta bara eftir að versna í framtíðinni.“ Að sögn Sveinbjörns hafa slökkviliðsmenn eða sjúkraflutningamenn ekki lent í því ennþá að umferðartafir hafi haft veruleg áhrif á starf þeirra. Landspítalasvæðið sprungið Mikill umferðarþungi er á svæð- inu í kringum Landspítalann á álags- tímum og hafa spurningar vaknað um hvort svæðið geti tekið við aukn- um umferðarþunga sem fylgja mun byggingu nýja hátæknisjúkrahúss- ins. Skipulag svæðisins býður ekki upp á miklar breytingar í framtíðinni og er að mestu leyti fullnýtt. Sveinbjörn telur gott upplýsinga- flæði á milli verktaka og slökkviliðs- manna þó skipta miklu máli til þess að greiða flutningamönnum leið. „Við höfum lent í að fara í forgangs- útköll og þá eru malbikunarfram- kvæmdir í gangi á fjölförnum götum, án þess að við vitum af þeim. Al- mennt séð er upplýsingaflæðið gott, en það má alltaf bæta úr því. Við för- um 23.000 ferðir á ári og reynum að láta ökumennina vita hvar tafir eru, en því miður kemur það fyrir að við lendum í vandræðum vegna vega- framkvæmda.“ Samkvæmt tölum frá Gatna- málastofu Reykjavíkur fara allt að 100 bílar á mínútu fram hjá teljurum í Ártúnsbrekkunni á hverri mínútu á mestu álagstímunum. Á Kringlumýrarbrautinni fara um 85 bílar á mínútu fram hjá teljurum þegar umferðin er sem þyngst. Á Sæbrautinni fara um 25 bílar á mínútu fram hjá teljurum á mestu álagstímum. fimmtudagur 6. september 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 FréttaSkot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Ísland úr Nató, Herdísi burt? FASTIR Í UMFERÐ MEÐ SJÚKLINGA Umferðarteppur gera sjúkraflutninga- og slökkviliðsmönnum erfitt fyrir: Skipar fyrir verkum Eyjólfur Sverrisson undirbýr íslenska karlalandsliðið í fótbolta fyrir landsleiki gegn Spánverjum og Norður- Írum. Landsliðið æfði á ÍR-vellinum í Breiðholti í gær og skipaði Eyjólfur sínum mönnum fyrir. DV-mynd Stefán Óþekktur illvirki klippti á bremsur hjóla á lóð Melaskóla: Stefndi börnum í lífshættu Ölvaðir nemar teknir undir stýri Lögreglan í Borgarnesi tók þrjá ökumenn í fyrrinótt en þeir eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Borgarnesi þykir þetta heldur óvenjulegt í miðri viku en ber þess merki að skólahald á Bifröst sé hafið. Þeir ökumenn sem stöðvaðir voru eru á aldrinum 22 ára til 27 ára og voru þeir allir teknir í Norðurárdalnum. Tekist á um Miðfjarðará Ellefu aðilar hafa stefnt 77 aðil- um, bæði einstaklingum og félög- um, vegna arðskrár fyrir Miðfjarðará í Húnaþingi. Fyrirtaka var í málinu í gær við Héraðsdóm Norðurlands vestra á Blönduósi í gær. Meðal þeirra stefndu eru Prestsetrasjóður og Fjársýsla ríkisins. Tekist er á um hvernig túlka beri ákvæði í lögum um lax- og silungs- veiðar ásamt arðskrá veiðifélags árinnar, sem er gjöful laxveiðiá. Jör- undur Gauksson segir viðlíka mál ekki hafa ratað fyrir dómstóla fyrr. Bensínlaus á Miklubraut Ökumaður gámabíls varð fyrir því óláni að verða bensínlaus á Miklubraut síðdegis í gær. Bíllinn staðnæmdist og gat ökumaðurinn ekkert gert til að koma sér aftur af stað nema að bíða eftir aðstoð. Aðstoðin barst nokkru síðar þegar maður kom að með bensín til að setja á bílinn. Áður en til þess kom bar þó lögregluna að, þótti lög- reglumönnum öruggast að stýra umferðinni á meðan bíllinn var stopp á Miklubrautinni, bæði til að halda umferðinni gangandi og eins til að koma í veg fyrir umferð- aróhöpp. Hringbraut Umferð um Hringbraut er þung. VaLgeir Örn ragnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Fórnuðu geitum fyrir flugvélar Ríkisflugfélag Nepal brá á óvenjulegt ráð í tilraun til að koma í veg fyrir bilanir í flugvélum sínum, en þær höfðu verið óvenju tíðar í einni af Boeing-vélum flugfélagsins. Til að fyrirbyggja frekari bilanir var geitum fórnað samkvæmt hindúa- sið fyrir framan vélina. Að sögn tals- manns félagsins var það eins og við manninn mælt; engar nýjar bilanir og vélin flýgur um loftin blá. Ekki fylgir sögunni hvers eðlis umræddar bilanir voru. Barn að hjóla Tvö börn urðu næstum fyrir bíl eftir að klippt hafði verið á bremsur hjóla þeirra Ölvaðir með lík í bílnum Tveir menn voru handteknir í Suður-Afríku fyrir ölvun við akstur á líkbíl með líkið meðferðis. Þegar bíllinn varð bensínlaus báðu þeir þrjár konur sem þeir hittu á krá í Sow­- eto um aðstoð við að ýta honum á næstu bensínstöð. Mennirnir sögðu líkið vera af ættingja og þeir væru á leið í jarðarför. Konunum fannst frásögn þeirra lítt trúverðug og hringdu á lögregluna. Mennirnir gátu ekki framvísað neinum pappírum sem varpað gætu ljósi á hvers lík var í bílnum og voru drukknir í þokkabót þannig að lögreglan þurfti ekki frekar vitnanna við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.