Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Blaðsíða 16
fimmtudagur 6. september 200716 Sport DV Terry hrósar sWP Johnt terry, fyrirliði Chelsea, hefur hrósað Shaun Wright-Phillips fyrir að brjóta sér leið í byrjunarlið Chelsea. Wright-phillips hefur að mestu eytt tíma sínum hjá liðinu á bekknum eftir að hann kom frá manchester City fyrir háa upphæð. Hins vegar hefur hinn 25 ára gamli Wright-phillips brotið sér leið í byrjunarliðið í ár og staðið sig vonum framar. „Hann hefur verið frábær frá fyrsta degi. Ég talaði við hann í flugvélinni þegar við vorum að fara til bandaríkjanna þar sem hann sagði mér að hann ætlaði sér í liðið. síðan talaði hann við stjórann þar sem hann sagðist ætla að vera hér áfram og síðan þá hefur hann verið magnaður.“ Beckham geTur ekki BreyTT Bandaríkjunum Sir Alex Ferguson, stjóri manchester united, hefur ekki trú á því að fyrrverandi lærisveinn hans david beckham geti komið fótboltan- um á kortið í bandaríkjunum. dvöl beckhams vestan hafs hefur einkennst af meiðslum, en fyriráætlunir hans eru að gera fótboltann vinsælli en körfubolta, hafnarbolta eða NfL. „Ég fór með aberdeen þangað á áttunda áratugnum. Þá voru menn eins og Cubillas og peter shilton. fyrir þá voru pele, Cruyff og beckenbauer. Ég veit ekki hversu mikil áhrif hann hefur en hann getur svo sannarlega ekki breytt þjóðinni. stærðin á landinu skiptir líka máli. Það tekur ekki svo langan tíma að ferðast á milli í evrópu en ef maður ætlar frá boston til L.a. er það sex tíma flug. stuðningsmenn fara ekki á milli þannig það er ekki mikill rígur á milli stuðningsmannanna, það skiptir svo miklu máli. svo er það ennþá þannig að bestu leikmenn bandaríkjanna vilja koma til evrópu.“ arsenal-menn veðja miðjutrío arsenal, Alexander Hleb, Tomas Rosicky og Cesc Fabregas hefur farið í veðmál um hvaða leikmaður skorar flest mörk í vetur. allt frá því thierry Henry hætti hafa vaknað spurningar um hver eigi að skora mörkin fyrir félagið. Henry skilaði undan- tekningalaust 20 mörkum á tímabili og einhverjir þurfa að koma í hans stað. Þremenning- arnir hafa aldrei verið þekktir sem miklir markahrókar þótt allir séu frábærir leikmenn. „Við höfum talað um að það þurfi að koma mörk frá miðjunni. Við erum farnir að undirbúa veðmál um hver verði markahæstur af okkur. Ég vona auðvitað að ég vinni. mörk í öllum keppnum telja og síðasta ár var ég markahæstur. Það væri gaman að ná því aftur en það skiptir samt minna máli. bara að liðið vinni leiki,“ sagði rosicky. reyni að vera jákvæður Kieron Dyer, leikmaður West Ham, segist ætla að reyna að vera jákvæður þrátt fyrir að hafa fótbrotnað í sínum öðrum leik fyrir félagið. Hann hefur alltaf átt í erfiðleikum með meiðsli á ferlinum og þar virðist engin breyting á, þrátt fyrir að hafa skipt um félag. „Ég reyni bara að vera eins jákvæður og hægt er. sjúkraliðarnir hér voru ánægðir með hvernig aðgerðin tókst og sjá ekkert því til fyrirstöðu að ég nái mér að fullu. Núna er ég bara að hvílast áður en endurhæfingin getur hafist. Vonandi kem ég til baka fyrr en síðar. Þeir lofa mér engu, þar sem fólk bregst mismunandi við því að láta setja skrúfu í beinið á sér. djibril Cisse lenti í svipuðum meiðslum og ég og hann kom sterkari til baka,“ sagði dyer. Níu börn með níu konum í fjórum ríkjum Travis Henry, leikmaður Denver Broncos, hefur víða komið við: við Travis Henry, leikmaður Denver Broncos í NFL-deildinni, er kvennaflagari mikill. Hann á níu börn með níu konum í fjórum ríkjum í Bandaríkjunum. Börnin hans eru í Flórída, Norður-Karolínu, Tenessee og Georgíuríki. Hann hefur að sögn Denver Post þurft að fá lánaða pen- inga frá liðsfélögum sínum til að borga meðlög. „Hann á engan pening. Þessi maður er í miklum fjárhagskrögg- um. Ég veit af þessum börnum en það á eftir að skera úr um hvort þau eru hans eða ekki,“ sagði lögfræðing- ur Henry, Shiel Edlin. Hún sagði að þótt vissulega séu þetta mörg börn vill Henry ekkert meira en að verða góður faðir. Hann hafi meira að segja viljað smala þeim til sín og leyfa þeim að horfa á æfingu með sér. Travis Henry komst í fréttirnar vestanhafs ekki alls fyrir löngu fyrir að gefa út gúmmítékka þegar hann ætlaði að borga fyrir skartgripi. Hann á gríðarlegt magn af gullkeðjum, úrum og hringum. Hann er með 25 milljóna dollara samning við Denver og hefur 50 þúsund dollara í laun á mánuði. Í gær kom dómstóll saman, vegna nýjasta afkvæmis Henrys. Meðlagið hljóðaði upp á þrjú þúsund dollara sem Henry ræður ekki við enda vanur lífstíl fína og fallega fólksins. Hann borgar einnig meðlög með sjö öðrum börnum og þarf samkvæmt dómstólnum að vera búinn að byggja sér upp sjóð með 250 þúsund dollurum í, þannig að meðlögin skili sér á réttum tíma. Hann lenti á eftir með meðlagsgreiðslur fyrir um ári og eftir að hafa verið hótað fangelsisvist fékk hann lánaða frá liðsfélaga sínum 9.800 dollara. „Mín rök fyrir réttinum voru einfaldlega þau að ef hann hætti að kaupa sér gullkeðjur eða úr á meðlagið ekki að vera neitt vandamál,“ sagði lögfræðingur móðurinnar sem á nýjasta afkvæmi Henrys. benni@dv.is Lausgirtur travis Henry er með milljóna samning en er samt nálægt gjaldþroti. enski BolTinn Ísland vann góðan sigur á Austurríki 91–77 í síðasta leik sínum B-deild Evrópukeppni landsliða í körfubolta. Jakob Örn Sigurðarson átti stórleik fyrir Ísland, skoraði 21 stig, gaf tíu stoðsendingar og hirti sjö fráköst. Ísland endaði í þriðja sæti síns riðils, Finnar unnu riðilinn og Georgía varð í öðru sæti. Íslenska liðið var lengi í gang í leiknum í gær og Austurríkismenn gengu á lagið. Austurríki náði tólf stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta, 9–21, og það gekk fátt upp hjá íslenska liðinu í sókninni. Ísland hrökk í gang undir lok fyrsta leikhluta og hóf að saxa á forskot Austurríkis. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 13–23 en það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í öðrum leikhluta. Smátt og smátt tókst íslenska liðinu að minnka muninn. Vörnin fór að vinna betur saman og þriggja stiga skotin rötuðu mörg hver rétta leið. Ísland komst loks yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Magnús Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu, 33–36. Staðan í hálfleik var 39–41, Austurríki í vil. Íslenska liðið náði hægt og bítandi undirtökunum í leiknum með gríðarlegri baráttu, sem skein úr andliti hvers einasta leikmanns. Ísland náði mest sex stiga forystu í þriðja leikhluta, 57–51, áður en Austurríkismenn minnkuðu muninn í 59–57. Það var hins vegar Jakob Örn sem átti lokaorðið í leikhlutanum, hitti úr þriggja stiga skoti og staðan var 62– 57 þegar þriðja leikhluta lauk. Fjórði leikhluti var aftur á móti eign íslenska liðsins. Liðið spilaði fantagóða vörn og hver þriggja stiga karfan á fætur annarri rataði rétta leið. Þar var fremstur í flokki sem fyrr Jakob Örn sem hitti vel, auk þess sem hann mataði samherja sína á góðum sendingum. Íslenska liðið gerði algjörlega út um leikinn í fjórða leikhluta og síðustu mínútur leiksins náðu því aldrei að verða spennandi. Lokatölur urðu 91– 77, fyllilega verðskuldaður sigur hjá Íslandi. Þriðji sigur Íslands staðreynd og áttundi sigurinn í síðustu níu leikjum. Sigurður Ingimundarson, þjálfari íslenska liðsins, var ánægður með þá baráttu sem liðið sýndi, þrátt fyrir að byrja leikinn illa. „Við spiluðum af þvílíkum krafti en skotin duttu ekki. Menn vildu virkilega fara inn á og vinna þennan leik. Það góða var að menn voru að vinna þótt við misstum þá tíu fram úr,“ sagði Sigurður og bætti við að stemningin í liðinu hafi spilað stórt hlutverk í leiknum. „Þetta hefur verið stemningin að undanförnu. Þeir eru ekkert að fara að tapa leikjum og hafa spilað mjög vel saman í vörninni og vörnin var frábær í leiknum, fyrir utan fyrstu átta til tíu mínúturnar. Allar körfur þeirra voru erfiðar og það er erfitt að spila á móti svona vörn í fjörutíu mínútur,“ sagði Sigurður. En bjóst hann við fjórtán stiga sigri gegn Austurríki? „Það hljómar smámont, en, já, ég gerði það,“ sagði kampakátur þjálfarinn að lokum. Jakob Örn Sigurðarson var besti leikmaður Íslands. Hann skoraði 21 stig, gaf tíu stoðsendingar og hirti sjö fráköst. „Mér leið mjög vel og var að hitta vel. Ég fann opnu mennina og þeir settu skotin niður,“ sagði Jakob Örn eftir leikinn. „Það er mjög góð barátta í liðinu, það er mjög létt yfir hópnum, við erum allir góðir félagar og skemmtum okkur mjög vel þegar við erum að spila. Það hjálpar mjög mikið að vera ekki að hugsa of mikið, bara hafa gaman af körfuboltanum og spila,“ sagði Jakob Örn. Ísland lék án Jóns Arnórs Stefánssonar og fleiri sterkra manna í gær og Jakob Örn sagði að það kæmi einfaldlega maður í manns stað. „Við eigum nóg af mjög góðum körfuboltamönnum. Ungir leikmenn koma upp. Þeir koma bara inn á næsta ári og þá verðum við ennþá sterkari,“ sagði Jakob að lokum. „Þetta er okkar besti árangur í langan tíma og við erum búnir að tapa einum leik í sumar, af níu. Það er ótrúlegur árangur. Við unnum smáþjóðaleikana í fyrsta skipti í fimmtán ár, vinnum stórar þjóðir, Georgíu og svo Austurríki sem er góð þjóð líka. Við erum bara á uppleið,“ sagði Logi Gunnarsson og hann talaði einnig um hve góð stemning væri í liðinu. „Þetta er rosalega gaman. Þetta er góður hópur, allir eru góðir félagar og það gerir þetta ennþá skemmtilegra. Þá gengur okkur líka betur, þegar við spilum sem lið og allir fyrir alla. Við erum góð liðsheild,“ sagði Logi og bætti við að liðið hafi alltaf haft trú á sigri, þrátt fyrir slaka byrjun. „Við vitum að við erum góðir að skjóta, við erum hittnir og þó við brennum af nokkrum í röð höldum við bara áfram. Svo stoppuðum við þá líka í vörninni og þá koma skotin. Þetta var frábær endir á góðu prógrammi,“ sagði Logi að lokum. Ísland endaði í þriðja sæti síns riðils í B-deild Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir 91–77 sigur á Austurríki í Laugardalshöll í gær. Jakob Örn Sigurðarson átti stórleik fyrir Ísland. FRÁBÆR ENDIR Á TÍMABILINU DAguR Sveinn DAgbJARTSSon blaðamaður skrifar: dagur@dv.is Ísland – Austurríki 91–77 stig Íslands: Jakob Örn sigurðarson 21, páll axel Vilbergsson 13, fannar Ólafsson 12, Helgi már magnússon 11, Logi gunnarsson 10, magnús gunnarsson 9, brenton birmingham 5, friðrik erlendur stefánsson 3, Þorleifur Ólafsson 3, brynjar björnsson 2, sigurður Þorleifsson 2. Átti góðan leik páll axel Vilbergsson átti góðan leik fyrir Ísland, skoraði þrettán stig og hirti fimm fráköst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.