Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Side 2
Einar Jökull Einarsson og Alvar Ósk-
arsson voru fórnarlömb skotárásar
sem gerð var í Hafnarfirði í fyrra. Þrír
menn, þeir Guðni Guillermo Gor-
ozpe, Bergur Már Ágústsson og Geir
Þorsteinsson voru dæmdir í fangelsi
fyrir árásina.
Braust inn til Alvars
Einar Jökull og Alvar sitja núna í
gæsluvarðhaldi fyrir aðild þeirra að
fíkniefnainnfutningnum á fimmtu-
daginn í síðustu viku.
Guðni Guillermo braust aðfara-
nótt miðvikudagsins 21. júní á síð-
asta ári inn á heimili Alvars sem þá
bjó í kjallaraíbúð við Bergþórugötu
33 í Reykjavík. Hann sló Alvar í höf-
uðið með kúbeini með þeim afleið-
ingum að hann fékk áverka og tvo
djúpa skurði við vinstra eyra. Alvar
náði að koma sér í skjól í íbúðina á
Burknavöllum 10 í Hafnarfirði þar
sem Einar Jökull bjó ásamt félaga
sínum, Ingva Guðmundssyni.
Nokkrum klukkustundum síð-
ar, eða að morgni þess 22. júní, fóru
þeir Guðni, Bergur Már og Geir að
íbúðinni og skutu tveimur skotum
úr haglabyssu inn um eldhúsglugga
og glugga í útidyrahurð hússins.
Högl úr byssunni lentu í höfðinu
á Alvari og í hægri handlegg hans.
Mennirnir höfðu þó ekki lokið sér
af því Guðni fór aftur að húsinu á
Burknavöllum 10 í Hafnarfirði og
kastaði molotov-kokkteil, eða bens-
ínsprengju, inn um gat á rúðu í eld-
húsglugga hússins. Eldur kviknaði í
rimlagardínum í kjölfarið og pappa-
spjaldi sem var inni í húsinu en eld-
urinn slokknaði af sjálfu sér stuttu
síðar. Íbúðin var mannlaus þegar
Guðni kastaði sprengjunni.
Samkvæmt dómi Héraðsdóms var
ástæða árásarinnar óuppgerðar sak-
ir sem mennirnir töldu sig eiga við
Alvar. Á þessum tíma var Einar Jökull
kominn í slagtog með mönnum sem
voru tengdir fíkniefnaheiminum og
var hann sjálfur í neyslu. Ekki er úti-
lokað að fíkniefni hafi tengst árásinni
þótt það sé ekki staðfest.
Dæmdir í fangelsi
Guðni Guillermo fékk lengsta
dóminn í málinu eða tveggja ára
fangelsi. Hann var einnig dæmdur
fyrir umferðarlagabrot en hann hafði
í beinu framhaldi af bensínsprengju-
árásinni ekið gegn rauðu ljósi og ekið
á hundrað kílómetra hraða þar sem
hámarkshraði er 50. Bergur Már fékk
15 mánaða fangelsisdóm og Geir
fékk níu mánaða dóm. Dómur Geirs
var skilorðsbundinn til sex mánaða.
Rannsókn miðar vel
Samkvæmt upplýsingum frá Stef-
áni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höf-
uðborgarsvæðinu, miðar rannsókn
á smyglskútumálinu vel. „Það má
segja að allt gangi samkvæmt áætlun
en yfirheyrslur standa yfir hér á landi
sem og erlendis. Ég get ekki tjáð mig
um hvað hefur komið fram í þeim að
neinu leyti.“
Samkvæmt heimildum DV eru
fíkniefnin sem flutt voru inn upp-
runnin í Litháen. Stefán vildi hvorki
játa né neita því.
Aðspurður hver þáttur íslenska
huldumannsins í Færeyjum sé í mál-
inu sagði Stefán að hann gæti ekki
gefið frekari upplýsingar um þátt
hans í smyglinu. Skútan sem kom
frá Noregi hafði viðkomu í Færeyjum
áður en hún kom til Fáskrúðsfjarðar.
Ekki er útilokað að þeir Guðbjarni
Traustason og Alvar Óskarsson,
sem sigldu skútunni, hafi skilið eftir
tvö kíló af amfetamíni áður en þeir
héldu til Íslands.
Fram kom í fréttum RÚV í gær að
Arnar Jensson, fulltrúi lögreglunnar
hjá Europol, hefði sagt að rannsókn-
in næði til fleiri landa en Færeyja,
Noregs, Danmerkur, Þýskalands
og Hollands. Í samtali við DV í gær
sagði Arnar að hann hafi ekki gefið út
neinar yfirlýsingar þess efnis og vís-
aði fréttum RÚV á bug. Að öðru leyti
vísaði hann á lögregluna á Íslandi
um rannsókn málsins.
Gæsluvarðhald staðfest
Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir
þeim Bjarna Hrafnkelssyni og Ein-
ari Jökli Einarssyni var staðfestur af
Hæstarétti Íslands í gær. Þeir voru
á fimmtudaginn í síðustu viku úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald af Hér-
aðsdómi Reykjavíkur til 18. október.
Einar Jökull og Bjarni höfðu áfrýjað
dómnum til Hæstaréttar þar sem
þeir neituðu allri aðild að smygl-
inu.
Alvar Óskarsson og Guðbjarni
Traustason voru handteknir á
bryggjunni á Fáskrúðsfirði en þeir
Einar og Bjarni voru handteknir á
heimili sínu í Reykjavík um leið og
lögregla réðst til atlögu við þá Alvar
og Guðbjarna. Gæsluvarðhaldsúr-
skurður yfir ökumanni bifreiðarinn-
ar sem sótti þá rennur út á fimmtu-
daginn.
þriðjudagur 25. september 20072 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Neytendasamtökin berjast gegn asó-litarefni í matvörum:
Veldur ofvirkni og reiðiköstum
Neytendasamtökin hvetja neyt-
endur til að sniðganga vöru sem inni-
heldur hin umdeildu asó-litarefni.
Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytenda-
samtökunum segir ítarlega rannsókn
í Bretlandi hafa leitt í ljós að neysla
asó-litarefnis auk rotvarnarefnisins
E211 geti valdið einkennum á borð
við ofvirkni, reiðiköstum og hegðun-
arvanda hjá börnum. „Þetta efni hef-
ur lengi legið undir grun og fyrir sjö
árum var gerð rannsókn sem sýndi
þessar niðurstöður. Sú rannsókn þótti
ekki nægilega ítarleg og því var nýjasta
rannsóknin gerð.“
Dönsku neytendasamtökin hafa
skorið upp herör gegn efninu og vilja
að sögn Brynhildar fá vörur sem inni-
halda efnið burt úr verslunum. Neyt-
endur eru hvattir til að hafa augun
opin fyrir rotvarnarefnunum E102,
E104, E110, E122, E124 og E129 í inni-
haldslýsingum á vöruumbúðum.
Breska matvælastofnunin hefur farið
sömu leið og ráðlagt að börn neyti ekki
þessara efna.
Í tilkynningu frá Neytendasamtök-
unum segir að þar sem efnin séu ekki
nauðsynleg í matvælum og á með-
an rannsóknir gefi til kynna að efnin
kunni að valda börnum skaða sé ekk-
ert sem réttlætir tilvist efnanna. Efnið
er meðal annars að finna í sælgæti og
ís en einnig í vissum áfengum drykkj-
um, eftir því sem fram kemur á lista
sem dönsku neytendasamtökin birtu
á vefsíðu sinni.
„Við sjáum ekki alveg að opinber-
ir aðilar hafi tekið svona sterkt til orða
hér á landi. Það þarf mikið til að við
hvetjum fólk til þess að sniðganga til-
teknar vörur og þetta er mjög alvarlegt
ef rétt reynist. Það er betra að börnin
fái að njóta vafans í þessu máli.“ Neytendasamtökin Vilja litarefni sem veldur reiðiköstum hjá börnum út af markaði.
Ólafur Ragnar og
Clinton heiðraðir
Forseti Íslands, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, tók á sunnudag
við verðlaunum fyrir forystu á
alþjóðavettvangi í baráttunni
gegn loftslagsbreytingum og fyrir
að stuðla að nýrri sýn á nýtingu
hreinnar orku um víðan heim.
Bill Clinton, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, er meðal þeirra
sem áður hafa hlotið verðlaunin.
Verðlaunin eru veitt af Louise
T. Blouin-stofnuninni sem efnir
árlega til leiðtogafundar í New
York sem helgaður er þörfinni á
nýrri forystu í alþjóðamálum.
Skór hækka
í verði
Enn meiri verðhækkana á
fatnaði og skóm er að vænta í
október vegna útsöluloka. Í sept-
ember nam hækkunin um 13,5
prósentum en undanfarin ár
hafa útsölulok einnig haft áhrif
á verð í október. Veiking
krónunnar og hækkað
húsnæðisverð koma
einnig til.
Greiningar-
deild Lands-
bankans spáir
talsverðri
hækkun á vísi-
tölu neyslu-
verðs í næsta
mánuði, eða 0,8 pró-
sentum. Hækkunin nam
1,32 prósentum í september og
er það mesta hækkun í einum
mánuði frá því í maí 2006.
Einar Jökull Einarsson og Alvar Óskarsson lentu í skotárás í Hafnarfirði í fyrra. Þrír
menn voru dæmdir í fangelsi fyrir árásina en einn þeirra skaut úr haglabyssu á húsið.
Kvöldið eftir henti Guðni Guillermo Garzope bensínsprengju inn í húsið sem var þá
mannlaust. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn
smyglmálsins gangi vel og allt sé samkvæmt áætlun.
SKOTIÐ Á SMYGLARA
EiNAR þÓR SiGuRðSSoN
blaðamaður skrifar: einar@dv.is
Mennirnir höfðu þó ekki lokið sér
af því Guðni fór aftur að húsinu á
Burknavöllum10 í Hafnarfirði og
kastaði molotov-kokkteil inn um
gat á rúðu í eldhúsglugga hússins.
Burknavellir 10 skotárásin átti sér
stað að morgni 21. júní á síðasta ári.
einar jökull og alvar voru í íbúðinni
þegar árásin átti sér stað.
Smyglari gæsluvarðhaldsúrskurður
yfir þeim einari og bjarna var
staðfestur í gær í Hæstarétti.
Fengu ekki að
hækka verð
Samgönguráðuneytið hefur
staðfest úrskurð Neytendastofu
um að Heimsferðum hafi verið
óheimilt að krefja neytanda um
viðbótargreiðslu að upphæð
rúmar þrettán þúsund krónur
vegna gengislækkunar krónunn-
ar á þeim fjórum mánuðum sem
liðu þar til pöntun á ferð var gerð
og hún var greidd. Ekki var getið
um þessa hækkun í almennum
skilmálum og gat fyrirtækið ekki
sagt til um hvernig þessi hækkun
kæmi til.
Langt umfram
hámarkshraða
Fjórir ökumenn voru
stöðvaðir fyrir of hraðan
akstur á Grindavíkurvegi í
fyrradag. Þar er hámarkshraði
90 kílómetrar á klukkustund
en mennirnir mældust á 113
til 116 kílómetra hraða. Þeir
eiga von á því að þurfa borga
50 þúsund krónur í sekt fyrir
aksturinn. Þá var einn tekinn
á Reykjanesbraut en sá ók á
94 kílómetra hraða á kafla
þar sem hámarkshraðinn er
50 km. Hann á einnig von á
því að þurfa borga 50 þúsund
krónur í sekt, auk þess að fá
fjóra punkta í ökuferilsskrá.