Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Blaðsíða 4
Samherji hættir
skreiðarverkun
Samherji hefur ákveðið að
hætta allri skreiðarverkun á Hjalt-
eyri við Eyja-
fjörð. Með
þessu er verið
að bregðast
við fyrirsjáan-
legum sam-
drætti í kjölfar
niðurskurðar
þorskveiði-
heimilda, eftir
því sem fram kemur í fréttatil-
kynningu félagsins.
Ellefu starfsmenn starfa í
skreiðarverkun á Hjalteyri og
verður þeim öllum boðin vinna í
öðrum deildum Samherja. Hluti
hráefnisins sem unnið hefur verið
á Hjalteyri verður sendur á Dalvík
en hluti fer annað.
Tryggvi Ástþórsson er með 75 pró-
senta örorku. Hann hefur verið utan
vinnumarkaðarins að mestu síð-
an árið 1998. Til að halda óskertum
örorkubótum mega heildartekjur
hans, þær sem hann aflar sér sjálfur
og örorkubætur, ekki vera hærri en
rúmlega 1700 þúsund krónur á ári.
Þetta samsvarar rúmlega 140 þús-
und króna tekjum á mánuði.
Tryggvi, sem er varaformaður
Verkalýðsfélags Suðurlands, hefur
tekið að sér tilfallandi launaða vinnu
fyrir félagið í gegnum tíðina. Á síðasta
ári aflaði hann 575 þúsund króna í
viðbótartekjur fyrir vinnu
sína fyrir verkalýðsfélagið.
Nýlega fékk hann bréf frá
lífeyrissjóðnum Stafir þar
sem honum var tilkynnt um
skerðingu á örorkubótum
úr sextíu þúsund krónum
niður í tæpar fimm þúsund
krónur á mánuði.
Fimm þúsund í
örorkubætur
„Ég hef starfað í launuð-
um félagsmálum og vann
mér inn tæpar sex hundruð
þúsund krónur, eða tæplega
50 þúsund krónur á mánuði,“
segir hann. Vinnunni sinnir
Tryggvi að nokkru leyti heima
hjá sér, en hann hefur meðal
annars tekið að sér verkefni í
tengslum við gerð kjarasamn-
inga. Hann var afar undrandi
þegar hann fékk fyrrnefnt
bréf. „Tekið er mið af launum
mínum á þriggja ára tímabili
og í mínu tifelli eru þetta árin
þegar ég var rúmlega tvítug-
ur. Samkvæmt niðurstöðum líf-
eyrissjóðanna þá má ég ekki hækka í
launum frá tuttugu ára aldri og það
sem eftir er ævi minnar. Er einhvers-
staðar annarsstaðar í þjóðfélaginu
tekið þannig á málum? Ég get ekki
skilið þetta öðruvísi en að mér sé
hegnt fyrir að taka þátt á vinnumark-
aðnum.“ Vinnan sem Tryggvi hefur
unnið er eins og fyrr segir tilfallandi.
„Ég vinn aldrei fullan vinnudag og ef
ég á slæma daga ræð ég mér sjálfur.
En það er mikil brotalöm í kerfi sem
refsar fólki fyrir að vinna.“
Letjandi kerfi
Tryggvi telur
nauðsynlegt að laga
kerfið þannig að það
geti virkað hvetjandi
fyrir fólk á örorku að
reyna að taka þátt
á vinnumarkaðn-
um með einhverjum
hætti. Eins og kerfið er
núna borgar það
sig frekar
fyrir
ör-
yrkja að vinna svarta en vinnu þar
sem tekjur eru gefnar upp. „Því mið-
ur eru allt of margir öryrkjar sem
vinna svarta vinnu, en það er ein-
faldlega vegna þess að kerfið hindr-
ar að þeir geti aflað sér uppgefinna
tekna.“
Samkvæmt upplýsingum frá
Tryggingastofnun eru engar laga-
legar heimildir til sem gera henni
kleift að hafa virkt eftirlit með svartri
vinnu öryrkja. Stofnunin fær þó fjöl-
margar ábendingar um svarta vinnu
og þá eru þær kannaðar innan þeirra
heimilda sem fyrir hendi eru.
Tryggvi heldur áfram: „Ég vann
mér inn aukalega það sem ég tel að
margir öryrkjar geti unnið. Það er
þjóðfélaginu til bóta að við vinnum,
þó að við öflum ekki nema fimmtíu
þúsund króna á mánuði er andleg líð-
an okkar mun betri.“ Frá því Tryggvi
fékk endanlegt örorkumat hefur hann
oftast unnið eitthvað með. Hann seg-
ir það hafa borgað sig hingað til
að vinna með en eftir að hafa
fengið bréfið þar sem honum
er tjáð um skerðingu nið-
ur í fimm þúsund krónur
á mánuði efast hann um
að það borgi sig lengur.
„Ég ætla að taka það al-
varlega til endurskoðun-
ar að reyna að koma mér
út á vinnumarkaðinn, mér
hefnist bara fyrir það.“
þriðjudagur 25. september 20074 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Mér hefniSt
fyrir að vinna
Tryggvi Ástþórsson, varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands, er með fulla örorku.
Örorkubætur hans voru nýlega skertar úr sextíu þúsund krónum á mánuði í tæplega
fimm þúsund krónur á mánuði vegna þess að hann aflaði sér tæpra 50 þúsund króna
tekna aukalega á mánuði fyrir tilfallandi vinnu hjá verkalýðsfélaginu.
VaLgeir Örn ragnarsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
„Samkvæmt niðurstöð-
um lífeyrissjóðanna má
ég ekki hækka í launum
frá tuttugu ára aldri
og það sem eftir er ævi
minnar.“
endurskoðar vilja til vinnu „Ég ætla að taka
það alvarlega til endurskoðunar að reyna að
koma mér út á vinnumarkaðinn, mér hefnist
bara fyrir það,“ segir tryggvi Ástþórsson.
Bréf Í bréfinu frá lífeyrissjóðnum var
honum tilkynnt að örorkubæturnar
lækkuðu úr sextíu þúsundum niður í
tæpar fimm þúsund krónur á mánuði.
Kýr mjólka minna
Óhagstætt tíðarfar er talið
hafa þær afleiðingar að verulega
hefur dregið úr mjólkurfram-
leiðslu í september. Í ár hefur
framleiðslan verið rúmlega 170
þúsund lítrum meiri á viku en
á sama tíma í fyrra, en í síðustu
viku var hún aðeins 87 þúsund
lítrum meiri. September var
mjög hlýr í fyrra og mældist hit-
inn á nokkrum stöðum á landinu
yfir meðaltali á haustmánuðum.
Mjólkurframleiðsla á Íslandi
hefur aukist ár frá ári og er það
helst rakið til betra fóðurs og
aukinnar tækni við nytjar.
Gefa ekkert upp
um nasistann
Eins og sagt var frá í DV í gær
lokaði Morgunblaðið bloggsíðu
manns sem viðhafði nasistaáróð-
ur á Moggablogginu. Notendur
bloggkerfisins þurfa að gefa upp
kennitölu til þess að skrá sig og
samkvæmt upplýsingum frá net-
stjórum kerfisins gaf maðurinn
upp réttar persónupplýsingar. DV
óskaði eftir upplýsingum um hver
maðurinn væri, en þær upplýs-
ingar fengust hjá Morgunblað-
inu að stefna fyrirtækisins væri
að upplýsa ekki hverjir nafnlausir
bloggarar eru nema að undan-
gengnum dómsúrskurði.
Sandstrókur úr
flutningabílum
Lögreglan á Selfossi stöðvaði
í gær marga malarflutningabíla á
leið til Reykjavíkur frá malarnám-
um við Lambafell og Jósefsdal. Í
verstu hviðunum fór vindhrað-
inn við Sandskeið upp í 20 metra
á sekúndu og barst lögreglu fjöldi
kvartana frá vegfarendum um
að ábreiður vantaði á bílana svo
sandstrókurinn stóð upp af þeim.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni kvörtuðu margir und-
an skemmdum á bílum sínum.
Nokkuð hefur borið á því að bíl-
stjórar malarflutningabíla breiði
ekki yfir farm sinn og kallar lög-
regla eftir skýrari reglum um það.
n „Í Willum býr hreint ótrúlegur sig-
urvilji sem verður að teljast honum
til tekna í öllu sem hann tekur sér
fyrir hendur,“ segir Guðmundur
Benediktsson, knattspyrnumaður
hjá Val. „Hann lifir fyrir knattspyrnuna,
er vel skipulagður og í rauninni tekst allt
vel sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir
Guðmundur.
n Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, segir Willum Þór vera
góðan dreng og vinnusaman. „Og svo er hann náttúru-
lega heiðarlegur. Það er hans meginkostur,“ segir Guðjón.
n Birgir Ómar Haraldsson segir Willum Þór vera ein-
stakt gæðamenni. „Bæði er hann samviskusamur og
duglegur og svo vill hann alltaf gera eins vel og mögulegt
er.“ Birgir Ómar og Willum sitja saman í stjórn Spari-
sjóðs Kópavogs.
n „Leikmennirnir í liðinu hjá Willum vita alltaf stöðu
sína. Þetta er vegna þess að hann kemur hreint og beint fram við liðsmenn-
ina og það er mikill kostur,“ segir Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari hjá
Val. „Keppnisskapið er líka gífurlegt, hvort sem það telst kostur eða löstur,“
segir hann.
n „Willum getur verið harður í horn að taka, en
hann hefur þó róast og þroskast mikið með árun-
um,“ segir Guðmundur Benediktsson. „Hann er líka
mjög íhaldssamur og sumum þykir það vera galli.
Hans helsti löstur er þó að hann skuli vera framsókn-
armaður,“ segir Guðmundur.
n „Það er hreint ekki galli að Willum
skuli vera erfiður andstæðingur,“ segir Guð-
jón Þórðarson. „Ég kýs að líta á það sem áskorun,
enda er gott að takast á við vel gerða náunga eins og
Willum. Hins vegar eru brandararnir hans ekki nógu
beinskeyttir,“ bætir Guðjón við.
n „Ég finn ekki neina bannsetta galla á manninum í
augnablikinu. Það er kannski hans helsti galli,“ segir
Birgir Ómar Haraldsson.
n Friðrik Ellert Jónsson tekur undir með Birgi
Ómari og segist eiga í basli með að telja upp ókosti í
fari Willums. „Hann er reyndar helst til hjátrúarfullur,
ef galla skal kalla,“ segir Friðrik.
Willum Þór Þórsson, knattspyrnuÞjálfari Vals DEBET OG KREDIT
Willum Þór Þórsson Ásamt því
að þjálfa Valsara situr Willum í
stjórn sparisjóðs Kópavogs.