Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Qupperneq 8
þriðjudagur 25. september 20078 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Strokufangi fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni á laugardagsmorgun. Starfs-
fólk fangelsisins hafði rætt við hann síðla kvölds daginn áður og þá virtist ekkert
bjáta á. Engin merki fundust um sjálfsvíg.
Ekki liggur fyrir með hvaða hætti
fangi lét lífið á Litla-Hrauni um
helgina. Beðið er niðurstöðu
krufningar til að fá frekari vísbend-
ingar um dánarorsökina.
Fanginn, sem var nýlega orðinn
35 ára, fannst látinn í klefa sínum
á laugardagsmorgun. Síðast hafði
starfsfólk átt við hann samtal laust
eftir miðnætti kvöldið áður og þá
voru engar vísbendingar um að
nokkuð bjátaði á hjá honum. Við
athugun á laugardagsmorgun
var hann látinn. Sami fangi hafði
tveimur vikum áður strokið af
áfangaheimilinu Vernd þegar
hann átti innan við hálft ár eftir af
afplánun á 16 ára dómi fyrir morð.
Því hefur verið haldið fram að það
hafi hann gert af ótta við frelsið.
Eftir strokið var hann fluttur aftur
á Litla-Hraun.
Engin merki um sjálfsvíg
Heimildarmaður DV á Litla-
Hrauni sagði að líklega væri um
sjálfsvíg að ræða. Kristján Eiríksson,
forstöðumaður Litla-Hrauns, seg-
ir engin sýnileg merki um sjálfsvíg
liggja fyrir. Hann telur nánari rann-
sókn þurfa að leiða í ljós hvað raun-
verulega gerðist. „Málið fer í sinn
farveg hjá lögreglu og heilbrigðis-
yfirvöldum og við höfum enga að-
komu að málinu frekar. Samkvæmt
áliti þeirra sem að komu er ekkert
sem bendir til þess að þarna hafi
verið um sjálfsvíg að ræða.“
Beðið krufningar
Jón Hrafnsson rannsóknarlög-
reglumaður segir að beðið sé eft-
ir niðurstöðum krufningar. Að svo
stöddu liggur dánarorsök ekki fyr-
ir. „Orsakir látsins liggja ekki fyrir
að svo stöddu og krufningin ætti
að leiða þetta í ljós. Það fundust
engin ummerki um sjálfsvíg,“ seg-
ir Jón.
Helgi Gunnlaugsson, prófessor
í félagsfræði, telur fangelsismála-
yfirvöld hafa teygt sig langt í því að
koma til móts við fangann sem lést
og því bendi ekkert til að hann hafi
verið vanræktur. Engu að síður tel-
ur hann nauðsynlegt að auka sál-
fræði-, náms- og starfsaðstoð við
fanga eftir afplánun.
Erfitt fyrir alla
Aðspurður segir Kristján
heilbrigðisstarfsfólk fangelsisins
hafa sinnt fanganum eftir að hann
kom til baka frá Vernd. Hann segir
starfsfólk fangelsisins reyna að ná
áttum eftir atburðinn.
„Þetta er náttúrlega mjög
sorglegur atburður. Við eigum
eftir að skoða þetta betur og erum
varla sjálfir farnir að átta okkur á
þessu. Þetta er erfitt fyrir fjölskyldu
viðkomandi, samfanga hans og
allt starfsfólk fangelsisins,“ segir
Kristján.
Jón vonast til þess að rannsókn-
in gefi skýr svör um hver raunveru-
leg dánarorsök fangans sé. Hann
útilokar morðrannsókn að svo
stöddu.
„Á þessu stigi málsins er ekki
verið að rannsaka málið með þeim
hætti að annar hafi valdið dauða
hans. Maðurinn fannst látinn í
rúmi sínu og við vitum ekki meira,“
segir Jón.
Fangi ræður ríkjum
Fanginn er annar í röðinni á
skömmum tíma sem lætur lífið
á Litla-Hrauni en áður hafði
Hilmar Már Gíslason svipt sig
lífi í klefa sínum. Þeir dvöldu á
sama ganginum í fangelsinu.
Heimildarmenn DV á Litla-Hrauni
hafa bent á að á þeim gangi ríki
ógnarástand þar sem einn fangi
ráði ríkjum og aðrir þurfi að beygja
sig undir vilja hans.
Aðspurður kannast Kristján
ekki við þessa lýsingu og telur
fráleitt að tengja ganginn við lát
fanganna. Engu að síður segist
hann ætla að fylgjast vel með.
„Ef einhverjar svona aðstæð-
ur eru í gangi er það án okkar vit-
undar. Við komum til með að fylgj-
ast með öllum föngum, eins og við
gerum ávallt, og sérstaklega þess-
um gangi.“
EkkErt
vitað
um dánar-
orsök fanga
„Þetta er erfitt fyrir fjölskyldu
viðkomandi, samfanga hans
og allt starfsfólk fangelsins.“
Á Litla-Hrauni beðið er
eftir niðurstöðum
krufningar vegna andláts
fanga á Litla-Hrauni. Orsakir
andlátsins liggja ekki fyrir.
TrausTi HaFsTEinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
mánudagur 24. september 20072
Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
STROKUFANGI LÉST
Á LITLA-HRAUNI
Fangi á Litla-Hrauni, sem dæmd-
ur hafði verið í 16 ára fangelsi fyr-
ir morð, fannst látinn í klefa sín-
um á laugardagsmorgun. Ástæða
hins vofeiflega atburðar hefur
ekki fengist staðfest. Í fangelsið
var hann fluttur aftur eftir að hafa
strokið af áfangaheimilinu Vernd
fyrir hálfum mánuði. Þaðan strauk
hann þegar hann átti eftir að af-
plána innan við hálft ár af dómi
sínum. Þetta er annað dauðsfallið
í fangelsinu á skömmum tíma en
fyrir skömmu fyrirfór fangi sér á
sama gangi.
Flóttinn frá Vernd kom mörg-
um á óvart því hann hafði sýnt
fyrirmyndarhegðun um nokkurt
skeið og líkur voru á því að hann
hlyti frelsi fljótlega. Þó hafði hann
brotið gegn reglum áfangaheim-
ilisins og mögulega átti að senda
hann aftur í fangelsi fyrir brot
sín. Það var mat sérfræðinga
að fanginn væri ekki hættu-
legur umhverfi sínu þegar
hann strauk en hann fannst
nokkrum dögum síðar fyr-
ir utan hús kunningja sinna.
Hann var færður á Litla-Hraun
eftir flóttann og fannst látinn í
rúmi sínu um helgina.
Treysti sér ekki út
Samkvæmt heimildar-
manni DV á Litla-Hrauni
fannst fanginn látinn í rúmi
sínu og líklegt er talið
að hann hafi
svipt
sig
lífi
með því
að taka
of stóran
skammt
lyfja. Fyrrverandi samfangi hins
látna telur líklegt að hann hafi
verið farinn að óttast frelsið. Hann
telur strokið af Vernd nýverið
merki um þann ótta. „Neysla hef-
ur getað haft áhrif á hann en ég tel
þunglyndi mun líklegra. Hann var
búinn að sitja inni svo rosalega
lengi. Ég hef sjálfur upplifað mik-
inn kvíða við að losna út eftir lang-
an tíma og þá tapa menn öryggis-
tilfinningunni. Ég hef horft upp á
menn sem vita ekkert í hvorn fót-
inn þeir eiga að stíga af ótta við
frelsið. Það kæmi mér ekki á óvart
að hann hefði vísvitandi brotið af
sér til þess að verða ekki sleppt.“
Helgi Gunnlaugsson, prófessor
í félagsfræði við Háskóla Íslands,
harmar atburðinn. Hann seg-
ir vanlíðan fangans
hafa farið fram-
hjá fangelsis-
yfirvöldum.
„Þetta er
alltaf
mjög
dap-
urlegt. Fyrst og fremst lítur þetta út
sem persónulegur harmleikur því
það er alltaf einhver baggi að vera
með alvarlegan glæp á bakinu.
Fanganum virðist hafa liðið illa og
það hefur farið framhjá fangelsis-
yfirvöldum,“ segir Helgi.
Brúna vantar
Helgi telur ákveðna áhættu
fylgja langri afplánun. Að-
spurður telur hann ekki
ólíklegt að hinn látni
hafi ekki treyst sér út
í samfélagið á nýjan
leik. „Fangar sem hafa
afplánað langa dóma
eiga sumir í erfiðleikum
með að sjá hvað bíður
þeirra. Þeir hafa afplán-
að í ákveðnu ör-
yggi þar sem
fyrir öllum
grunda-
vallarþátt-
um er
hugsað
og þurfa
skyndilega sjálfir að bera ábyrgð
á öllum hlutum. Fangarnir eru í
friði frá áreiti samfélagsins og löng
fangelsisvist getur haft þau áhrif
að menn óttast að losna út,“ segir
Helgi.
„Langri fangavist fylgir ákveðin
áhætta. Brúin á milli samfélagsins
og fangavistar er ekki nægjanleg,
úr því þarf að bæta. Fangavistin
þarf að vera undirbúningur að
því hvað tekur við að henni
lokinni. Sálfræðiaðstoð-
in þarf að vera meiri en
náms- og starfsráðgjöf er
ekki síður mikilvæg.“
Erlendur Baldursson,
deildarstjóri Fangelsis-
málastofnunar, vildi ekki
tjá sig um málið þegar
eftir því var leit-
að í gær.
TrausTi hafsTeinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
harmleikur Fanginn
fannst látinn í klefa
sínum á laugardag.
Hann átti stutt eftir af
afplánun dóms þegar
hann strauk nýverið.
Skip Samherja staðið að ólöglegum veiðum
Dótturfyrirtæki útgerðarfyrir-
tæksins Samherja á Akureyri, On-
ward Fishing Company, var nýverið
dæmt til að greiða rúmar 20 millj-
ónir króna í bætur fyrir ólöglegar
veiðar. Frystitogari fyrirtækisins,
Marbella, var staðinn að veiðunum
innan lögsögu Grænlands en togar-
inn er með veiðiheimildir í Barents-
hafi.
Varðskipið Hvítbjörninn stóð
frystitogarann Marbella að ólögleg-
um veiðum með 148 tonn af þorski
í lestinni innan grænlensku lögsög-
unnar. Skipstjórinn játaði samstund-
is brot sitt en útgerðin freistaði þess
að fara með málið fyrir dómstóla.
Þar var hún dæmd til að greiða and-
virði ríflega 20 milljóna króna í sekt
vegna veiðanna en sektin samsvarar
verðmæti ólögmæta aflans. Sektin
er sú hæsta sem dæmd hefur verið
fyrir ólöglegar veiðar innan græn-
lensku lögsögunnar.
Marbella er frystitogari á vegum
útgerðarinnar J. Marr sem skráð er í
Hull á Englandi. Samherji eignaðist
helmingshlut í fyrirtækinu í janúar
2006 og með því ræður Samherji yfir
stórum hluta úthafsveiðiflota Breta.
Breska útgerðin gerir út fjögur skip,
einn frystitogara og þrjá ísfisktogara
sem meðal annars hafa veitt karfa á
Íslandsmiðum.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð-
ist ekki í neinn af stjórnendum Sam-
herja á Akureyri við vinnslu fréttar-
innar til að leita viðbragða þeirra við
dómnum.
trausti@dv.is
Ólöglegar veiðar dótturfyrirtæki
samherja var dæmt fyrir að veiða 148
tonn af þorski án heimilda.
Breytingar
á Skjánum
Sigríður Margrét Oddsdóttir
mun taka við starfi sjónvarps-
stjóra Skjásins. Sigríður hefur
fram til þessa starfað sem fram-
kvæmdastjóri Skjásins en mun
taka við af Birni Þóri Sigurðssyni
sem hefur látið af störfum sem
sjónvarpsstjóri. „Við ákváðum að
þetta væri besta fyrirkomulagið
að svo stöddu, þar sem við erum
að ljúka við stefnumörkun félags-
ins og endurskoðun á skipulagi
þess,“ segir Sigríður. Hún hefur
mikla trú á fyrirtækinu.
Stefán Máni fær
Blóðdropann
Stefán Máni hlaut í gær fyrstur
höfunda Íslensku glæpasagna-
verðlaunin 2007, Blóðdropann,
fyrir bók sína Skipið. Bókin verð-
ur jafnframt framlag Íslands til
norrænu glæpasagnaverðlaun-
anna, Glerlykilsins, árið 2008, að
því er fram kemur á dv.is. Í rök-
stuðningi dómnefndar segir að
Stefán Máni sýni í verkinu geysi-
góð tök á forminu, þar sem hann
skapi svo þrúgandi og ógnvekj-
andi andrúms-
loft að lesandinn
eigi bágt með að
slíta sig frá ógeð-
felldri áhöfn hins
skelfilega skips
sem fjallað er um
í bókinni. Skipið
er sjöunda bók
Stefáns Mána.
„Hann var búinn
að sitja inni svo
rosalega lengi. ég
hef sjálfur upplif-
að mikinn kvíða
við að losna út eftir
langan tíma og þá
tapa menn öryggis-
tilfinningunni.“
Grunsamlegar
töskur
Dularfullar ferðatöskur urðu
til þess að hollensk Boeng 747
þota lenti í öryggisskyni á Kefla-
víkurflugvelli í gær. Tveir íranskir
farþegar höfðu pantað sér far
með vélinni en skiluðu sér ekki
um borð. Þeir höfðu hætt við að
fljúga en aðeins sótt þrjár töskur
af fimm sem þeir höfðu innritað.
Þetta uppgötvaðist þremur tím-
um eftir flugtak og í öryggisskyni
var ákveðið að lenda í Keflavík
þar sem ekki þótti óhætt að fljúga
áfram. Á Keflavíkurflugvelli var
leitað í töskunum en ekkert at-
hugavert fannst við þá leit. Þotan
hélt því áfram ferð sinni til Tor-
onto í Kanada þrátt fyrir að far-
þegar væru nokkuð skelkaðir.
Alltaf hægt að
laumst í land
Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra segir í pistli á heima-
síðu sinni að aldrei verði hægt
að vakta strandlengju Íslands
á þann hátt að ekki sé hægt að
laumast þar í land. Hann segir
þó að hægt sé að draga úr líkum
á því með auknu rafrænu eftirliti
með ratsjám eða gervitunglum.
Í því sambandi
bendir hann á
eyjarnar Lamp-
edusa og Möltu,
þar sem ekki hef-
ur tekist að hefta
straum ólög-
mætra innflytj-
enda frá Líbíu.
Björn bindur
vonir við að samstarf Norð-
manna og Kanadamanna sem
miðar að því að allur hafflöturinn
verði undir stöðugu eftirliti öll-
um stundum, eigi eftir að hjálpa
Íslendingum sem öðrum í bar-
áttu við smyglara.
í gær.
Íþróttaiðkun
dýrari
Enn fást ekki gefin upp nöfn
þeirra íþróttafélaga sem foreldrar
hafa kvartað undan við Íþrótta-
og tómstundaráð Reykjavíkur
vegna hækkana á gjaldskrám eft-
ir tilkomu frístundakorta. Sólveig
Valgeirsdóttir, verkefnastjóri hjá
ÍTR, vill að svo stöddu ekki gefa
upp um hvaða félög ræðir. Hún
segir ástæður hækkana í skoðun
og bendir á að stundum séu þær
af eðlilegum ástæðum, svo sem
að farið sé að greiða þjálfurum
sem verktökum í stað launþega.
Með frístundakortunum er
íþróttaiðkun barna niðurgreidd.
Velti bílnum
Engan sakaði þegar bíll
með tvo menn á tvítugsaldri
innanborðs valt á Flateyrar-
vegi í gærmorgun. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Vestfjörðum var
nokkuð snjókrap á vegin-
um svo ökumaðurinn missti
stjórn á bílnum sem valt einn
hring og endaði utan vegar.
Vegkaflinn var í kjölfarið salt-
aður og skafinn og skánuðu
aðstæður nokkuð. Drengirn-
ir voru á leið til skóla þegar
óhappið varð.
Ók bíl í vímu
Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði
tvær bifreiðar vegna einkennilegs
aksturslags um miðjan dag á
sunnudag, skammt norðan við
Borgarnes. Ökumaður annars
bílsins er grunaður um ölvun
við akstur en ökumaður hins er
grunaður um að hafa ekið undir
áhrifum áfengis og eiturlyfja.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Borgarnesi eru málin
enn í rannsókn.
Hnefaleikaforkólfur ákærður fyrir líkamsárás:
Fórnarlambið hlaut heilahristing
Í gær var þingfest ákæra í
Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur
Ólafi Hrafni Ásgeirssyni fyrir
líkamsárás á skemmtistaðnum
Classic Rock í Ármúla. Meint árás
átti sér stað að kvöldi þriðjudagsins
30. janúar.
Ólafi er gefið að sök að hafa ráðist
á Pétur Sigurðsson inni á staðnum
og slegið hann hnefahöggi í andlit
með þeim afleiðingum að hann
hlaut heilahristing, blóðnasir, roða
og þrota yfir vinstri kinn og niður
á efri vör. Þá tognaði fórnarlamb
árásarinnar í hálsvöðvum við
höggið.
Ólafur Hrafn, sem er 45 ára,
hefur lengi verið í fararbroddi fyr-
ir hnefaleikahreyfinguna á Ís-
landi. Hann barðist mikið fyrir því
að ólympískir hnefaleikar yrðu
leyfðir hér á landi. Árið 1999 var
Ólafur Hrafn sem þá var varafor-
maður Hnefaleikafélags Reykja-
víkur dæmdur í Hæstarétti Íslands
ásamt Fjölni Þorgeirssyni athafna-
manni og Bubba Morthens fyrir að
hafa kennt hnefaleika og staðið fyr-
ir sýningu á hnefaleikum sem þá
voru bannaðir með lögum.
valgeir@dv.is
Classic rock Árásin átti sér stað á barnum 30. janúar síðastliðinn.