Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Page 10
þriðjudagur 25. september 200710 Fréttir DV
Brown mundar kústinn
Gordon Brown, forsætisráðherra Bret-
lands, lagði línurnar í áætlunum sínum
fyrir Bretland á landsfundi Verkamanna-
flokksins sem hófst í gær. Fyrsti dagur
landsfundarins og aðdragandi hans hafa
þó fallið í skuggann af vangaveltum um
hvort hann boði til skyndikosninga.
Gordon Brown, forsætisráðherra
Bretlands, vék í ræðu sinni á
landsfundi Verkamannaflokksins
að þeim áskorunum sem hann
hefur þurft að takast á við síðan
hann tók við embætti. Þar bar hæst
hryðjuverk, flóð og sjúkdómana
sem herja á breskan landbúnað. Að
hans mati sannaði breska þjóðin sig
í öllum þeim verkefnum sem hún
horfðist í augu við á liðnu sumri.
Brown sagði að hann stæði
fyrir „... Bretland þar sem allir
hefðu skyldum að gegna gagnvart
náunganum og með því að uppfylla
þær yrði öllum kleift að ná mestum
árangri.“ Hann lagði áherslu á
að persónugera yrði opinbera
þjónustu, að ekki ætti að koma fram
við fólk eins og númer, heldur með
virðingu.
Endurskoðun eldri málefna
Gordon Brown sagði að ef
honum fyndist að endurskoða þyrfti
fyrri stefnu flokksins í einhverjum
málum, til dæmis hvað varðar
kannabis eða sólarhringsopnun
vínveitingastaða, þá yrði það gert.
Taka yrði á drykkjusiðum táninga
og varast að senda röng skilaboð út
í samfélagið. Hann sagðist myndu
styðja aðgerðir gegn byssueign þar
sem glæpir tengdir skotvopnum
hefðu átt sér stað. Í því tilliti sagði
hann að heimila ætti skyndileit að
skotvopnum. Aðspurður sagði hann
í viðtali við BBC að hann teldi að
allir, sem gerðu sér grein fyrir því að
örfáir einstaklingar með skotvopn
gætu sett heilt hverfi úr jafnvægi,
yrðu samþykkir slíkum aðgerðum af
hálfu lögreglunnar.
Heilbrigðisstofnanir
„djúphreinsaðar“
Mikla áherslu á að leggja
á sjúkrahús landsins. Þar er
sérstaklega horft til stafílókokka,
sem er lyfþolin baktería og betur
þekkt sem MRSA. Bakterían er mjög
útbreidd á sjúkrahúsum Bretlands
og hefur dauðsföllum af hennar
völdum fjölgað verulega hin síðari
ár. Talið er að fleiri en sjö þúsund
manns sýkist af bakteríunni á ári
hverju í Bretlandi. Árið 1993 lést
fimmtíu og einn af völdum MRSA,
en tólf árum síðar, árið 2005, voru
dauðsföllin hátt í sautján hundruð.
Gagnrýnendur telja að það sé
óvinnandi vegur að ætla að komast
fyrir bakteríuna á sjúkrahúsum,
því hún berist með starfsfólki,
sjúklingum og gestum. Gordon
Brown, forsætisráðherra Bretlands,
sagði í News of the world að innan
tólf mánaða yrðu sjúkrahús laus
við MRSA-bakterína og C. difficile-
bakteríuna, sem er loftfælin og
sporamyndandi. Smituppspretta C.
difficile er saur sýkts einstaklings.
„Ein deild í senn, veggir, loft,
samskeyti og loftstokkar verða
KolBEinn þorstEinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Á fyrsta �rsf��r��
ungi ��ssa �rs �r
vita� um 15.592
tilf�lli af C. difficil��
sýkingu í s�úklingum
s�xtíu og fimm
�ra og �ldri, s�m
�r aukning um tvö
pr�s�nt fr� sama
tímabili �ri� 2006.
Auglýst eftir vitnum að skotárás Forsætis-
ráðherra bretlands telur nýrra aðferða þörf.