Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Síða 12
FyrirgeFum þeim
Svarthöfði er umburðarlyndur kjósandi og telur sjálfsagt að fyrirgefa öllum þeim sem átta
sig á villu síns vegar þótt í kyrrþey sé.
Þannig telur Svarthöfði yfirdrifið nóg
að Kristján Möller samgönguráðherra
biðjist afsökunar á því að hafa talið
Vegagerðina hafa haft slæma ráðgjöf
í Grímseyjarferjumálinu. Með því að
samgönguráðherrann lúti höfði og
biðji aðalráðgjafann, Jón Her-
mannsson, afsökunar er
hægt að loka þessu leið-
indamáli í eitt skipti fyr-
ir öll. Ráðgjafinn hefur
þurft að þola mikið þær
fimm vikur sem það
tók ráðherrann að stynja
upp afsökunarbeiðninni
og það er tími til kominn að
veita honum góða áfallahjálp. Það er
engin ástæða til að elta uppi forsvars-
menn Vegagerðarinnar eða gamla
samgönguráðherrann, Sturlu Böðv-
arsson, sem einhverjir vilja meina
að beri fulla ábyrgð á ferjuklúðrinu
eins og svo mörgu öðru.
Svarthöfði er mannlegur og ger-ir sér grein fyrir því að Sturla á nógu bágt eftir að hafa ómak-
lega verið sviptur ráðherradómi
þótt ekki sé verið að eltast frekar við
hann. Sturla á líka merkilegan feril
sem einkennst hefur af óheppni þar
sem kemur að fjáfestingum. Hann
var að baki því að Landssíminn
tapaði á sínum tíma 400 milljón-
um eftir að fyrirtækið lenti í klóm
skýjaglópa sem plötuðu Sturlu og
Þórarin V. Þórarinsson, þáverandi
forstjóra, til að stofna fyrirtækið @
IP-Bell sem reyndist vera reist á
sandi. Sjálfur gat Sturla ekkert gert
að því hvernig fór. Hann var í góðri
trú rétt eins og Þórarinn V. sem lét
símann gróðursetja fyrir sig tré.
Sturla létti sér störfin með því að
nota óspart flugvél Flugmálastjórn-
ar til að komast í skyndi milli staða.
Þannig nýtti hann tíma sinn betur
en annars hefði orðið eins og sann-
aðist þegar hann brá sér kvöld-
stund á frumsýningu á Snæfellsnesi
og náði aftur til borgarinnar sama
kvöld.
Þótt Grímseyjarferjan hafi kostað um hálfan milljarð sem er næstum
fimmfalt yfir áætlun er engin leið
til þess að kenna Sturlu um það mál
og ófært að hann fari að biðja þjóð-
ina afsökunar. „Það er mannlegt að
skjátlast,“ sagði broddgölturinn þegar
hann skreið upp á skóburstann. Það
er eins með broddgelti og ráðherra að
þeim getur skjátlast. Við eigum ekki
að velta okkur upp úr slíku heldur
horfa á það góða sem menn hafa gert.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra
lenti einnig í að skjátlast í ferjumálinu
þegar hann gaf Vegagerðinni hömlu-
lítinn yfirdrátt svo takast mætti að
koma á eðilegum samgöngum milli
Grímseyjar og fastalandsins.
Ráðherranum gekk gott eitt
til en hann var fórnarlamb mis-
skilnings rétt eins og Sturla sem
vissulega vildi vel. Jón Rögnvaldsson
vegamálastjóri var líka fórnarlamb
rétt eins og ráðgjafinn sem núver-
andi samgönguráðherra hefur loksins
beðið afsökunar. Það er engin ástæða
til að elta menn endalaust uppi út af
einni ferju sem hefur þann tilgang að
koma Grímseyingum í samband við
umheiminn. Nú þegar Kristján Möll-
er hefur beðið aðalráðgjafa Vegagerð-
arinnar afsökunar er nóg komið og
mál að linni. Hvað eru nokkur hundr-
uð milljónir milli vina þegar milljarð-
arnir eru á hverju strái?
þriðjudagur 25. september 200712 Umræða DV
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson
framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm.
fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson
fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson
aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir
auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson
Umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
aðaLnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010,
Áskriftarsími 512 7080, augLýsingar 512 70 40.
svarthöfði
Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. Það ber að trúa því starfsfólki sem næst er eymdinni.
Ábyrgðarlausir foreldrar
Leiðari
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fær nokkrar tilkynn-ingar á ári um að foreldrar gefi börnum sínum svefn-lyf og skilji þau eftir alein. Halldóra Dröfn Gunnars-dóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar, sagði
í samtali við DV að sönnunarbyrðin í slíkum málum sé erfið.
Nefndin fær einnig nokkrar tilkynningar ár- lega um
að foreldrar selji ofvirknilyf barna sinna eða
neyti þeirra sjálfir. Þetta er hluti þess
veruleika sem við lifum í. Svona ill
meðferð á börnum fyrirfinnst líka á
Íslandi.
Sem betur fer heyrir það til undan-
tekninga að foreldrar beiti börn sín svo
hrikalegum aðferðum að svæfa þau með lyfj-
um, en ekki er vitað hversu algengt það er.
„Lyf hafa ekki verið rannsökuð neitt sérstaklega í
börnum og það er átak í gangi hjá Evrópusambandinu
og í Bandaríkjunum sem miðar að því að auka rannsókn-
ir á lyfjagjöfum hjá börnum,“ sagði Rannveig Gunnarsdóttir,
forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við DV. Hún segir að lyf virki
allt öðruvísi á börn heldur en fullorðna og nefnir í því samhengi
Rítalín sem hefur mjög ólík áhrif á börn og fullorðna. Lyfjagjaf-
ir til barna hafa ekki verið rannsakaðar nægjanlega að hennar
mati. Hún segir að ekki séu til nein svefnlyf sem séu eingöngu
ætluð fyrir börn.
Í umfjöllun DV telur Matthías Halldórsson landlæknir að ekki
séu dæmi þess hér á landi að börnum hafi verið gefinn of stór
skammtur svefnlyfja. „Það hefur ekki neitt verið kvartað undan
svefnlyfjanotkun og ég held að það sé farið varlega í það gagnvart
börnum,“ segir Matthías. Orð Matthíasar eru ekki í fullu sam-
ræmi við upplifun starfsmanna Barnaverndarnefndar Reykja-
víkur. Þar þekkjast dæmi um að börnum hafi verið gefin svefnlyf
og látin vera alein á meðan foreldrar hafa notað svefntíma
barnanna til eigin þarfa. Það ber að trúa því starfsfólki
sem næst er eymdinni og áætla að landlæknir viti
ekki betur en hann segir.
Halldóra Dröfn sagði í samtali við DV
að nokkur dæmi hafi komið upp þar
sem foreldrar selji lyf barna sinna eða
noti þau sjálfir. Ofvirknilyfið Rítalín virk-
ar róandi á börn en hefur þveröfug áhrif á
fullorðna einstaklinga. „Alltaf er þetta grun-
ur sem er erfitt að sanna nema lögreglan hafi
hreinlega komið að málinu. Við fáum samt alltaf
nokkrar tilkynningar á ári um sölu eða neyslu á
lyfjum ætluðum börnum.“
DómstóLL götunnar
Hvaða lið fellur í landsbankadeild karla?
Ég ætla bara að vona að það verði kr
sem fellur.“
Svavar Halldórsson, 41 árs,
vélvirki frá Vopnafirði.
„Vonandi verður það kr.“
Sigríður Sverrissdóttir, 48 ára,
stuðningsfulltrúi.
„Ég held að kr-ingarnir falli.“
Flóki Ingólfsson, 5 ára.
„Ég vona að kr falli.“
Tómas Freyr Arnarsson, 20 ára,
nemi í FB.
sanDkorn
n Styrmir Gunnarsson, rit-
stjóri Morgunblaðsins, brá
skjótt við eftir að DV hafði við
hann sam-
band og
spurðist fyrir
um nasista-
síðu sem
haldið var
úti á mbl.is.
Ritstjórinn
lét umsvifa-
laust loka
áróðurssíðunni. Moggabloggið
er reyndar að verða þekkt sem
helsta holræsi íslenskra vef-
miðla þar sem uppi vaða kver-
úlantar af öllu tagi og segja
hvað sem er. Það væri verðugt
fyrir Styrmi að skoða betur það
sem gerist í myrkviðum mbl.is
þar sem nasistarnir eru hrein
lömb að leika sér í samanburði
við sumt sem viðgengst.
n Það gustar um þá félaga Pál
Magnússon útvarpsstjóra og
Þórhall Gunnarsson dag-
skrárstjóra.
Þótt margt
hafi heppn-
ast vel af
dagskrár-
efni Sjón-
varpsins er
annað vegið
og léttvægt
fundið. Þeir
félagar brugðust ókvæða við
þegar DV sló því upp að Sig-
urður Þórðarson ríkisend-
urskoðandi væri með fjármál
stofnunar þeirra til rækilegr-
ar skoðunar. Sigurður sjálfur
sendi út yfirlýsingu eftir
að blaðið kom út um að hann
væri ekki með til skoðunar
launaskrið og kostnað við dag-
skrárgerð. Sigurður fór þarna
með fleipur eitt eins og sanna
mátti af hljóðupptöku blaða-
manns af samtali þeirra sem
birt var í blaðinu í gær.
Nú bíða menn spenntir
eftir niðurstöðu ríkisendur-
skoðanda varðandi Ríkisút-
varpið.
n Tónlistarmaðurinn Einar
Ágúst Víðisson hefur sjald-
an verið hressari. Rúmt ár er
liðið síðan
hann sneri
baki við
vímuefn-
um og setti
heilbrigð-
ið á oddinn
í lífi sínu.
Einar Ág-
úst ferðast
nú um og spilar og skemmtir
landsmönnum. Hann vinnur
að sólóplötu sem kemur út í
byrjun nóvember. Kappanum
til aðstoðar er X-factor bandið
og sjálfur Stefán Hilmarsson
tekur lagið.
n Óhætt er að segja að mót-
tökur landsmanna við dv.is
hafi verið góðar en vefurinn
er nú í 13. sæti yfir vinsælustu
vefi landsins. Á dv.is eru þau
nýmæli að menn geta sett inn
myndbönd sín og horft á þau
í fullum gæðum. Reikna má
með að vefurinn eigi eftir að
blanda sér í toppbaráttuna og
velgja visir.is og mbl.is undir
uggum.
því þeir
vita ekki...