Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Síða 15
DV Sport þriðjudagur 25. september 2007 15
Sport
Þriðjudagur 25. september 2007
sport@dv.is
Lið 17. umferðar valið
besti kylfingur landsins, birgir leifur hafþórsson, er ósáttur við útkomu síðustu móta en
sáttur við spilamennskuna. hann dvelur nú á spáni við æfingar . bls. 16.
Dómarar eru og verða alltaf um-
deildir í hvaða íþrótt sem er. Í rúgbí
eru reglurnar þannig að aðeins fyr-
irliðarnir fá að ræða við dómarana.
Aðrir leikmenn fá einfaldega ekki að
koma þar nálægt.
Knattspynuhreyfingin er nú að
skoða þann möguleika. „Í rúgbí er
það þannig að fyrirliðarnir bera
ábyrgð á því hvert leikurinn stefnir.
Ef of mikil harka færist í leikinn er allt
í lagi að kalla á fyrirliðana og segja
einfaldlega liðinu í gegnum þá að
hætta vitleysunni. Það er svo þeirra
að koma skilaboðunum áfram,“ sagði
William Gaillard, talsmaður UEFA.
Einn besti dómari landsins, Garð-
ar Örn Hinriksson, sagði að það yrði
erfitt að innleiða menningu rúgbí
inn í fótboltann. „Mér þætti gam-
an að sjá framkvæmdina á þessu. Í
augnablikinu sé ég þetta ekki alveg
gerast en kannski með tímanum. En
ef þetta gengur í rúgbí hlýtur þetta að
geta gengið í fótbolta líka.
Þetta myndi leysa helling ef þetta
yrði að veruleika. Að tala bara við
fyrirliðana. Þetta viðgengst reynd-
ar alveg í fótboltanum. Það koma
alltaf einhverjir leikir í fótboltanum
á hverju sumri þar sem maður þarf
hreinlega að kalla fyrirliðana til sín
og biðja þá um að róa niður mann-
skapinn. Það er ekki oft enda flestir
leikir hér heima heiðarlega leiknir.
Ég hef notað þetta nokkrum sinnum
um ævina sem dómari.“
Einn leiðinlegasti blettur á knatt-
spyrnunni í dag er þegar dómarar
flauta og leikmenn hópast saman í
kringum þá. „Það er skýrt í reglunum
að það á að spjalda einn leikmann í
svona aðstæðum. Það er alveg skýrt.
Ég vil nú meina að ég sé frumherji
í þessu. Ef menn muna eftir þess-
um blessuðu spjöldum á KR-vell-
inum fyrir sex árum þar sem ég tók
nokkra og spjaldaði í einu, svokallað
raðspjald, en fyrir nokkru kom fram
hjá annaðhvort UEFA eða FIFA að
það eigi að taka á fjöldamótmælum.
Bara um leið að taka einn og spjalda
hann og ef hinir skilja það ekki tek-
urðu bara fleiri. Gula spjaldið á fyrsta
leikmanninn er bara aðvörun á rest-
ina af hópnum.“
Garðar lenti í ansi skemmtilegu
atviki á sunnudag þegar Jóhann-
es Valgeirsson, dómari leiks FH og
Vals, varð fyrir því óláni að meiðast.
Garðar var fjórði dómari leiksins og
var ekki um neitt annað að gera fyrir
Jóhannes en að biðja um skiptingu.
„Að fara inn á í svona leik er ekkert
grín. Þetta var stórleikur og ekki það
sem maður átti von á. En ég fékk þó
að dæma þann leik sem mig langaði
til að dæma. Þótt það hafi ekki ver-
ið nema einhverjar tuttugu mínútur,“
sagði hinn geðþekki Garðar Örn að
lokum. benni@dv.is
UEFA íhugar að taka upp svipaðar reglur og viðgangast í rúgbí þar sem aðeins fyrirliðar fá að tala við dómara:
FÓTBOLTINN LÍTUR TIL RÚGBÍS
Hefur
getuna
Vildi dæma leikinn og fékk það
garðar Örn kom inn á í leik FH og Vals
eftir að jóhannes Valgeirsson meiddist.
Vann í tvíliðaleik